Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. júlí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Laga­stoð­ar ehf. varð­andi bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald201206027

    Áður á dagskrá 1081. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að gera ákveðna tillögu um afgreiðslu málsins. Tillögu þessa efnis má finna aftast í viðhengdu minnisblaði.

    Til máls tóku: HP, SÓJ, JS, ÓG, ÞBS og BH.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu er­ind­is­ins.

    • 2. Fram­kvæmd­ir í Æv­in­týragarði201206253

      Áður á dagskrá 1080. og 1081. funda bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.

      Til máls tóku: HP, BH, JS og ÓG.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita 5 millj. króna til Æv­in­týra­garðs­ins í til­efni af 25 ára af­mælis­ári Mos­fells­bæj­ar sem bæj­ar. Upp­hæð­in verði tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

      • 3. Um­sókn um styrk frá ólymp­íu­leikjafara201205048

        Áður á dagskrá 1077. fundar bæjarráðs þar sem óskað var frekari upplýsingar, og fylgja þær í meðf. minnisblaði þars sem lagt er til að styrkja um 300 þús. 1/3 núna og 2/3 ef umsækjandi stenst lágmark til þátttöku í London.

        Til máls tóku: HP, JS og BH.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrk að upp­hæð kr. 300 þús. og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

        • 4. Er­indi SSH varð­andi sam­st­arf vegna þjón­ustu við fatl­aða2011081805

          Áður á dagskrá 1078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.

          Bæj­ar­ráð sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera bók­un fjöl­skyldu­nefnd­ar að sinni og senda það svar til SSH.

          • 5. Er­indi Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi lána­mál og ábyrgð­ir201103056

            Erindi Innanríkisráðuneytisins þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að koma að frekari gögnum, upplýsingum eða sjónarmiðum í málinu.

            Til máls tóku: HP og ÞBS.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu sem felst í að upp­lýsa um ný­gerð­an samn­ing á milli Lands­bank­ans og Mos­fells­bæj­ar sem mál­ið varð­ar.

            Áheyrn­ar­full­trúi M lista lagði fram at­huga­semd­ir list­ans frá 27.4.2011 og óskað eft­ir að þær yrðu send­ar Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu hafi það ekki áður ver­ið gert.

            • 6. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2011201203417

              Óskað er eftir því að bæjarráð sem veitustjórn áriti skattalega útgáfu ársreiknings Hitaveitu Mosfellsbæjar.

              Fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið sat Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

              Fram fór árit­un bæj­ar­ráðs­manna á skatta­leg­an árs­reikn­ing Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2011 sem fjár­mála­stjóri fylgdi úr hlaði.

              • 7. Er­indi Afls, varð­andi styrk201206042

                Áður á dagskrá 1078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara er­ind­inu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sögn.

                • 8. Er­indi Fé­lags heyrn­ar­lausra varð­andi styrk201206039

                  Áður á dagskrá 1078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara er­ind­inu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sögn.

                  • 9. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sögn um rekstr­ar­leyfi201206320

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd­ir við rekstr­ar­leyf­ið.

                    • 10. Vegna út­hlut­un­ar land­spildu úr landi Varmalands til Hesta­manna­fé­lags­ins201206325

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs til um­sagn­ar.

                      • 15. Upp­gjör vegna seldra lóða200807005

                        Áður á dagskrá 1081. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað. Hjálögð er boðuð bókun/ greinargerð áheyrnarfulltrúa Þórðar Björns Sigurðssonar.

                        Til máls tóku: HP, ÞBS og BH. Bók­un áheyrn­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.Með því að ganga til sam­komu­lags við Lands­bank­ann á grund­velli þeirra upp­gjörs­draga sem lögð voru fyr­ir bæj­ar­ráð þann 21. júní 2012 lýs­ir Mos­fells­bær því yfir að lög­form­lega rétt hafi ver­ið stað­ið að öll­um ákvörð­un­um varð­andi sjálf­skuld­arábyrgð Mos­fells­bæj­ar á láni Helga­fells­bygg­inga hf. Sú yf­ir­lýs­ing stang­ast á við nið­ur­stöð­ur minn­is­blaðs LEX lög­manns­stofu frá 4. feb. 2011 sem Mos­fells­bær lét gera. Í minn­is­blað­inu seg­ir í nið­ur­lagi:"Með vís­an til þess sem hér hef­ur ver­ið rak­ið verð­ur tal­ið að ákvörð­un bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar frá 10. júlí 2008 um ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins á víxl­um út­gefn­um af Helga­fells­bygg­ing­um hf. og þeir gern­ing­ar sem fram fóru í kjöl­far­ið hafi far­ið í bága við ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 45/1998. Ákvörð­un bæj­ar­ráðs frá 23. sept­em­ber 2009 um áfram­hald­andi ábyrgð sveit­ar­fé­lags­ins í formi sjálf­skuld­arábyrgð­ar fyr­ir höf­uð­stóls­fjár­hæð láns Lands­bank­ans til handa Helga­fells­bygg­ing­um hf. verð­ur einn­ig talin hafa brot­ið í bága við ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 45/1998.Ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga er tal­ið for­takslaust og ófrá­víkj­an­legt þeg­ar ábyrgð­ir sveit­ar­fé­laga eru veitt­ar. Sam­kvæmt ákvæð­inu get­ur sveit­ar­fé­lag ann­ars veg­ar ábyrgst lán til stofn­ana og fyr­ir­tækja sem eru að hálfu eða meiri­hluta í eigu sveit­ar­fé­lags­ins sjálfs. Hins veg­ar get­ur sveit­ar­fé­lag veitt ein­falda ábyrgð vegna lán­veit­inga til fram­kvæmda á veg­um fé­laga sem sveit­ar­fé­lag­ið á og rek­ur í sam­vinnu við önn­ur sveit­ar­fé­lög eða aðra op­in­bera að­ila til að veita lögákveðna þjón­ustu.Fyr­ir ligg­ur því að ábyrgð á lán­veit­ing­um til handa Helga­fells­bygg­ing­um hf. upp­fyllti ekki skil­yrði 6. mgr. 73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga enda var fé­lag­ið hvorki í eigu sveit­ar­fé­lags­ins né í eigu ann­arra op­in­berra að­ila á þeim tíma sem um­rædd­ir gern­ing­ar voru fram­kvæmd­ir."Nauð­syn­legt er að aflétta trún­aði á upp­gjörs­sam­komu­lag­inu svo hægt sé að taka efni þess til um­fjöll­un­ar á op­in­ber­um vett­vangi. Efni sam­komu­lags­ins snert­ir al­manna­hags­muni bæði út frá sjón­ar­hóli Mos­fell­inga og ann­arra lands­manna þar sem Lands­bank­inn er að meir­hluta eign rík­is­ins.Allt frá því minn­is­blað LEX lög­manns­stofu lá fyr­ir var ljóst að pott­ur hafði ver­ið brot­inn í þessu máli. Þá hefði ver­ið við­eig­andi af hálfu þeirra sem bera ábyrgð á mál­inu að horfast í augu við mis­tökin og biðj­ast af­sök­un­ar. Það var því mið­ur ekki gert. Í stað­inn for­hert­ust um­rædd­ir að­il­ar í af­stöðu sinni. Af­stöðu sem ein­kenn­ist af sam­trygg­ingu þeirra sem vita upp á sig ranga gjörð en geta ekki með nokkru móti geng­ist við henni vegna póli­tískra offjár­fest­inga í hinni röngu gjörð. Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar harm­ar þau vinnu­brögð sem við­höfð hafa ver­ið í mál­inu af hálfu meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs með dygg­um stuðn­ingi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Lög­brot eru aldrei hags­mun­ir Mos­fells­bæj­ar.Þórð­ur Björn Sig­urðs­son, Vara­bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í Mos­fells­bæ. Bók­un D, V og S lista.Fyr­ir­liggj­andi sam­komulag milli Lands­bank­ans og Mos­fells­bæj­ar er eng­in yf­ir­lýs­ing um lög­mæti eða hugs­an­legt ólög­mæti ábyrgð­ar Mos­fells­bæj­ar. Kjarn­inn í sam­komu­lag­inu er sá að Lands­bank­inn inn­leys­ir ábyrgð­ina með því að taka yfir þau veð sem Mos­fells­bær fékk á sín­um tíma vegna upp­gjörs milli bæj­ar­ins og Helga­fells­bygg­inga hf. til að tryggja sam­ings­bundna greiðslu til bæj­ar­ins.Í sam­bandi við til­vís­un til lög­fræði­álits Lex um ábyrgð Mos­fells­bæj­ar á sín­um tíma er rétt að geta þess að feng­in voru tvenn lög­fræði­álit sem gengu hvort í sína átt­ina þ.e. í áliti Lex var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ábyrgð Mos­fells­bæj­ar hefði ver­ið óheim­il á með­an í áliti Jur­is lög­fræði­stofu, sem var grunn­ur að svari til Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á sín­um tíma, var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ábyrgð­in væri eðli­leg ábyrgð tengd samn­ings­bundn­um við­skipt­um þar sem hags­mun­ir Mos­fells­bæj­ar réðu ferð. Að hags­mun­ir Mos­fells­bæj­ar réðu ferð og ættu að ráða ferð var sam­hljóða af­staða bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þeg­ar upp­gjör fór fram á sín­um tíma milli Mos­fells­bæj­ar og Helga­fells­bygg­inga hf.Það að upp­gjörs­sam­komu­lag­ið sé merkt trún­að­ar­mál er til­kom­ið vegna hefð­bund­inna vinnu­bragða fjár­mála­stofn­un­ar, í þessu til­felli Lands­bank­ans. Það breyt­ir hins veg­ar ekki því að það er mat bæj­ar­full­trúa D, V og S lista að ekk­ert í sam­komu­lag­inu stríði gegn hags­mun­um við­semj­anda bæj­ar­ins eða þriðja að­ila og því ekk­ert sem ætti að mæla gegn því að sam­komu­lag­ið komi fyr­ir augu al­menn­ings og hef­ur við­semj­andi bæj­ar­ins ver­ið upp­lýst­ur um þetta sjón­ar­mið.Varð­andi full­yrð­ingu þess efn­is að lög­fræði­álit Lex sýni að pott­ur hafi ver­ið brot­inn í mál­inu er því al­far­ið hafn­að með vís­an til þess sem að fram­an seg­ir um gagn­stætt álit Jur­is lög­fræði­stofu. Það er ekki á færi nokk­urs ann­ars en dóm­stóla að kveða end­an­lega upp úr með það hvort lög hafi ver­ið brot­in, eða ekki, með ábyrgð Mos­fells­bæj­ar. Lög­fræði­álit eða stjórn­sýslu­álit breyta þar engu um. Það sem mestu skipt­ir í þessu máli er það að Mos­fells­bær hef­ur engu tap­að, fékk sín­ar samn­ings­bundnu 246 millj­ón­ir á sín­um tíma og fær með upp­gjörs­sam­komu­lag­inu aflétt­ingu á ábyrgð bæj­ar­ins gegn af­hend­ingu þeirra veða sem bær­inn fékk í sinn hlut í tengsl­um við mál­ið á sín­um tíma. Bók­un full­trúa M lista.Í bók­un D, V og S lista seg­ir:"Fyr­ir­liggj­andi sam­komulag milli Lands­bank­ans og Mos­fells­bæj­ar er eng­in yf­ir­lýs­ing um lög­mæti eða hugs­an­legt ólög­mæti ábyrgð­ar Mos­fells­bæj­ar."Þeg­ar sam­komu­lag­ið sem lagt var fyr­ir bæj­ar­ráð þann 21. júní 2012 er tek­ið til skoð­un­ar kem­ur í ljós að of­an­greind full­yrð­ing fæst ekki stað­ist. Í sam­komu­lag­inu seg­ir í 4. gr.:"Með und­ir­rit­un sinni und­ir samn­ing þenn­an lýs­ir Mos­fells­bær eft­ir­far­andi yfir:a) að Mos­fells­bær hafi stað­ið lög­form­lega rétt að öll­um þeim ákvörð­un­um sem nauð­syn­legt var að taka af hálfu Mos­fells­bæj­ar til að skuld­binda sig sam­kvæmt samn­ingi þess­um þeim skjöl­um sem vísað er til í 3.gr. ..."Í 3. gr. sam­komu­lags­ins er vísað í "Láns­samn­ing­inn" með eft­ir­far­andi orð­um:"Að­il­ar samn­ings þessa hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að ábyrgð­ar­skuld­bind­ing Mos­fells­bæj­ar sam­kvæmt Láns­samn­ingn­um verði að fullu gerð upp..."Í 1. gr. upp­gjörs­sam­komu­lags­ins er "Láns­samn­ing­ur­inn" skil­greind­ur svo:"Þann 24. sept­em­ber 2009 und­ir­rit­uðu Helga­fells­bygg­ing­ar hf., kt. 640506-0320, Hæða­smára 6, 201 Kópa­vog­ur (hér eft­ir "Helga­fells­bygg­ing­ar hf"), sem lántaki, Mos­fells­bær, sem sjálf­skuld­arábyrgð­ar­að­ili, og Lands­bank­inn (heiti bank­ans var þá "NBI hf."), sem lán­veit­andi, láns­samn­ing (hér eft­ir "láns­samn­ing­ur­inn")..." Með vís­an til of­an­greindra til­vís­ana í sam­komu­lag­ið er ljóst að með því að ganga til sam­komu­lags við Lands­bank­ann á grund­velli þeirra upp­gjörs­draga sem lögð voru fyr­ir bæj­ar­ráð þann 21. júní 2012 lýs­ir Mos­fells­bær því yfir að lög­form­lega rétt hafi ver­ið stað­ið að öll­um ákvörð­un­um varð­andi sjálf­skuld­arábyrgð Mos­fells­bæj­ar á láni Helga­fells­bygg­inga hf. Slík yf­ir­lýs­ing er í and­stöðu við nið­ur­stöðu minn­is­blaðs LEX lög­manns­stofu sem Mos­fells­bær lét gera. Sú ákvörð­un full­trúa D, V og S lista að líta fram­hjá þeirri stað­reynd við af­greiðslu máls­ins dæm­ir sig sjálf. Það sem kem­ur fram í bók­un D, V og S lista með vís­an til álits Jur­is er vísað á bug. Um­rætt álit hef­ur aldrei ver­ið birt og er ekki hluti af gögn­um máls­ins.Hvað varð­ar full­yrð­ingu full­trúa D, V og S lista um að Mos­fells­bær hafi engu tap­að er hún ótíma­bær. Mál­inu er ekki lok­ið. Þá er slík yf­ir­lýs­ing til marks um þröngt hags­muna­mat. Hverj­um sem skoð­ar sögu máls­ins verð­ur ljóst að Mos­fells­bær hef­ur tap­að virð­ingu sinni fyr­ir hags­mun­um stjórn­mála­manna sem leita nú allra leiða til sópa mis­gjörð­um sín­um und­ir tepp­ið.Sam­komu­lag­ið sem um ræð­ir snýr að upp­gjöri á ábyrgð­ar­skuld­bind­ingu Mos­fells­bæj­ar við Lands­bank­ann með af­sali á fast­eign­um Mos­fells­bæj­ar til Lands­bank­ans. Ábyrgð­ar­skuld­bind­ingu sem nem­ur 246 millj­ón­um króna. Telja verð­ur að um sé að ræða veru­lega fjár­hagls­lega hags­muni í skiln­ingi 58. gr. sveit­ar­stjórna­laga. Þá er í engu vik­ið að upp­gjör­inu í gild­andi fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar. Af þeim sök­um sem að fram­an grein­ir er bæj­ar­ráði óheim­ilt að taka ákvörð­un í þessu máli og ber að vísa því til bæj­ar­stjórn­ar. Bók­un D, V og S lista.Fram­kom­inni bók­un M lista er vísað á bug með til­vís­un­ar til fyrri bókun­ar okk­ar í mál­inu.

                        Fundargerðir til staðfestingar

                        • 11. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 323201206006F

                          Fund­ar­gerð 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 1082. fundi bæj­ar­ráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                          • 11.1. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024 200611011

                            Til­laga að end­ur­skoð­uðu að­al­skipu­lagi ásamt um­hverf­is­skýrslu var send til um­sagn­ar skv. 2. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga 22. maí 2012. Lagð­ar fram um­sagn­ir Heil­brigðis­eft­ir­lits dags.18.6.2012 og Vega­gerð­ar­inn­ar, dags. 20.6.2012 og svör Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar dags. 21.6.2012 og Flug­mála­stjórn­ar, dags. 19.6.2012.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að halda sér­stak­an nefnd­ar­f­und um að­al­skipu­lag­ið og fyr­ir­liggj­andi at­huga­semd­ir, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.2. Um um­ferðarör­yggi í Helga­felli og Ásum 201206232

                            Kol­brún G Þor­steins­dótt­ir set­ur í tölvu­pósti 9.3.2012 fram hug­mynd­ir um að­gerð­ir til auka um­ferðarör­yggi á Ála­foss­vegi og í Áslandi. Lagt fram minn­is­blað Eflu frá 24.5.2012 um um­ferðarör­ygg­is­mál í hverf­inu.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að fela bæj­ar­verk­fræð­ingi að svara bréf­rit­ara og gera út­bæt­ur í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað bæj­ar­verk­fræð­ings og um­ræð­ur á fund­in­um, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.3. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ 2012 201202171

                            Lögð fram um­sögn sem skipu­lags­full­trúi hef­ur sent Um­hverf­is­nefnd f.h. skipu­lags­nefnd­ar.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Er­ing­ið var lagt fram á 323. fundi skipu­lags­nefnd­ar. Lagt fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                          • 11.4. Ósk um að gata að Jón­st­ótt fái heiti 201206157

                            Christ­ina Simons ósk­ar í tölvu­pósti 21.6.2012 eft­ir því að götu sem ligg­ur heim að Jón­st­ótt verði gef­ið op­in­bert heiti, t.d. Jón­st­ótt­ar­veg­ur.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að fela emb­ætt­is­mönn­um að afla nán­ari gagna varð­andi fyr­ir­hug­að skipu­lag að Gljúfra­steini og næsta ná­grenni, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.5. Mark­holt 2, ósk um stöðu­leyfi fyr­ir sum­ar­bú­stað 201206159

                            Ólaf­ur Sig­urðs­son ósk­ar í tölvu­pósti 12.6.2012 eft­ir stöðu­leyfi í 2 mán­uði fyr­ir 35 m2 frí­stunda­húsi á lóð­inni Mark­holti 2.
                            (Lagt fyr­ir skipu­lags­nefnd til ákvörð­un­ar um það hvort það sam­ræm­ist skipu­lagi að veita slíkt leyfi, en lóð­in er á íbúð­ar­svæði skv. að­al­skipu­lagi)

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að haf­an er­ind­inu, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.6. Lax­nes 1, deili­skipu­lag reið­leið­ar og ak­veg­ar 201206187

                            Lögð fram drög skipu­lags­full­trúa að verk­efn­is­lýs­ingu deili­skipu­lags fyr­ir land­ræmu beggja vegna Köldu­kvísl­ar, frá gatna­mót­um Helga­dals­veg­ar/Þing­valla­veg­ar að Bakka­kots­golf­velli

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að fela skipu­lags­full­trúa að kynna verk­efn­is­lýs­ingu skv. 3.mgr. 40. gr. skipu­lagslaga, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.7. Ár­vang­ur 123614, bygg­inga­leyfi fyr­ir við­bygg­ingu 201203136

                            Grennd­arkynn­ingu á um­sókn um að byggja við hús­ið Ár­vang, sbr. bók­un á 317. fundi, lauk 8. maí 2012. Eng­in at­huga­semd barst.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að gera ekki skipu­lags­lega at­huga­semd við af­greiðslu bygg­ing­ar­leyf­is, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.8. Múli í Úlfars­felli 125502, stækk­un húss með við­bygg­ingu 201203135

                            Grennd­arkynn­ingu á um­sókn um að byggja við frí­stunda­hús á landi nr. 125502 norð­an Hafra­vatns lauk 22.6.2012. Eng­in at­huga­semd barst.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að gera ekki skipu­lags­lega at­huga­semd við af­greiðslu bygg­ing­ar­leyf­is, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.9. Efn­istaka, fram­kvæmda­leyfi og mat á um­hverf­isáhrif­um 201206102

                            Lagt fram bréf frá Skipu­lags- og Um­hverf­is­stofn­un­um dags. 30. maí 2012, þar sem vakin er at­hygli á því að eft­ir 1. júlí 2012 sé efn­istaka sem hafin var fyr­ir 1. júlí 1999 háð fram­kvæmda­leyfi eins og öll önn­ur efn­istaka.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Er­ind­ið var lagt fram til kynn­ing­ar á 323. fundi skipu­lags­nefnd­ar. Lagt fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                          • 11.10. Um­sókn um leyfi til að setja upp upp­lýs­inga­skilti við Skar­hóla­braut 201206226

                            Har­ald­ur V. Har­alds­son f.h. Vélsmiðj­unn­ar Sveins hf ósk­ar 21. 6.2012 eft­ir leyfi til að setja upp og reka upp­lýs­inga­skilti við Skar­hóla­braut, með upp­lýs­ing­um um fyr­ir­tæki í Mýra­hverfi. Jafn­framt er sótt um leyfi fyr­ir aug­lýs­ing­ar­manns­mynd, sem ver­ið hef­ur á svæð­inu án leyf­is. (Ath: von er á end­ur­bætt­um gögn­um á mánu­dag.)

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að fela formanni og emb­ætt­is­mönn­um úr­vinnslu máls­ins í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.11. Ósk Aft­ur­eld­ing­ar um leyfi fyr­ir upp­lýs­ing­ar­skilt­um 201206228

                            Jó­hann Már Helga­son fram­kvæmda­stjóri UMFA ósk­ar 20.6.2012 f.h. að­al­stjórn­ar Aft­ur­eld­ing­ar eft­ir und­an­þágu fyr­ir því að við­burða­skilti við Þver­holt á veg­um knatt­spyrnu­deild­ar fái að vera á sín­um stað í óbreyttri mynd fram á haust.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Af­greiðsla 323. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar, að heim­ila tíma­bundna stöðu skilt­is o.fl., sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                          • 11.12. Flugu­bakki 10 - Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi 201109449

                            Tek­ið fyr­ir að nýju. Lögð fram um­sögn stjórn­ar hestúsa­eig­enda­fé­lags­ins, sbr bók­un á 320. fundi.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Er­ind­inu var frestað á 323. fundi skipu­lags­nefnd­ar. Frestað á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                          • 12. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 133201206014F

                            Fund­ar­gerð 133. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 1082. fundi bæj­ar­ráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                            • 12.1. Kynn­ing á starf­semi Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar 2012 201206183

                              Full­trú­ar Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar kynna starf­semi fé­lags­ins, gróð­ur­setn­ing­ar og skógrækt í Mos­fells­bæ.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar á 133. fundi um­hverf­is­nefnd­ar. Lagt fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                            • 12.2. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ 2012 201202171

                              Lögð fram loka­drög verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 fyr­ir árið 2012.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 133. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar, að sam­þykkja Verk­efna­lista Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ, sam­þykkt á 1082. bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                            • 12.3. Um­sókn um hænsna­hald 201203318

                              Lagð­ar fram um­sagn­ir heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is og búfjáreft­ir­lits­manns vegna er­ind­is um um­sókn um hænsna­hald

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Til máls tóku: HP, ÓG, SÓJ, JS og BH.
                              Af­greiðslu er­ind­is­ins frestað.

                            • 12.4. Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru 2012 201206168

                              Lagt fram til kynn­ing­ar er­indi Um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi Dag ís­lenskr­ar tungu 2012

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Er­ind­ið lagt fram til kynn­ing­ar á 133. fundi um­hverf­is­nefnd­ar. Lagt fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                            • 12.5. Að­gerð­ir vegna ut­an­vega­akst­urs og um­gengni á Úlfars­felli 201206170

                              Lagð­ar fram sam­eig­in­leg­ar til­lög­ur um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar og um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar um að­gerð­ir vegna ut­an­vega­akst­urs og um­gengni á Úlfars­felli.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 133. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar, varð­andi kynn­ingu á sam­eig­in­leg­um til­lög­um varð­andi ut­an­vega­akst­ur o.fl., lagt fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                            • 12.6. Fyr­ir­komulag grennd­argáma í Mos­fells­bæ 2012 201206186

                              Um­ræða um fyr­ir­komulag grennd­argáma í Mos­fells­bæ í fram­haldi af inn­leið­ingu blárr­ar papp­írst­unnu við heim­ili.

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 133. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar, að fela um­hverf­is­stjóra að skoða frek­ari flokk­un o.fl., sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                            • 12.7. Sam­þykkt um katta­hald í Mos­fells­bæ 201206184

                              Kynn­ing á regl­um sem gilda um katta­hald í Mos­fells­bæ

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 133. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar, um að regl­ur um katta­hald verði end­ur­skoð­að­ar, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                            • 12.8. Skoð­un­ar­ferð um­hverf­is­nefnd­ar og skipu­lags­nefnd­ar um út­mörk Mos­fells­bæj­ar 2012 201206185

                              Um­ræða um skoð­un­ar­ferð um­hverf­is­nefnd­ar og skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar um út­mörk Mos­fells­bæj­ar þann 5. júní 2012

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 133. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar, að fela um­hverf­is­stjóra að skoða mögu­leika á því að láta frið­lýsa Leiru­vog, Ála­foss, Helgu­foss og Tungu­foss, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                            • 12.9. Eyð­ing ágengra plöntu­teg­unda 201206227

                              Niðurstaða þessa fundar:

                              Af­greiðsla 133. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar, varð­andi að aflað verði frek­ari upp­lýs­inga um hvern­ig hægt sé að stemma stigu við út­breiðslu lúpínu o.fl., sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                            • 13. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 194201206026F

                              Fund­ar­gerð 194. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 1082. fundi bæj­ar­ráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                              • 13.1. Er­indi Afls, varð­andi styrk 201206042

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Af­greiðsla 194. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar á um­sögn til bæj­ar­ráðs lögð fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                              • 13.2. Er­indi Fé­lags heyrn­ar­lausra varð­andi styrk 201206039

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Af­greiðsla 194. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar á um­sögn til bæj­ar­ráðs lögð fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                              • 13.3. Drög að reglu­gerð um greiðsl­ur vegna barna í fóstri 201206268

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Af­greiðsla 194. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar, að gera ekki at­huga­semd­ir við drög að reglu­gerð um greiðsl­ur vegna barna í fóstri, sam­þykkt á 1082. fundi bæj­ar­ráðs með þrem­ur at­kvæð­um.

                              • 13.4. Er­indi SSH varð­andi sam­st­arf vegna þjón­ustu við fatl­aða 2011081805

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Af­greiðsla 194. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar á um­sögn til bæj­ar­ráðs lögð fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                              • 13.5. Mál­efni fatl­aðs fólks, yf­ir­færsla frá ríki til sveit­ar­fé­laga 201008593

                                Niðurstaða þessa fundar:

                                Af­greiðsla 194. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                              Fundargerðir til kynningar

                              • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 212201206015F

                                Fund­ar­gerð 212. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1082. fundi bæj­ar­ráðs eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                                • 14.1. Kvísl­artunga 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ingu 201206198

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Af­greiðsla 212. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                                • 14.2. Stórikriki 41 - bygg­inga­leyfi fyr­ir minni­hátt­ar inn­an og ut­an­hús­breyt­ing­um 201206143

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Af­greiðsla 212. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                                • 14.3. Tjalda­nes, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201112275

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Af­greiðsla 212. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 1082. fundi bæj­ar­ráðs.

                                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30