5. júlí 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Lagastoðar ehf. varðandi byggingarréttargjald201206027
Áður á dagskrá 1081. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að gera ákveðna tillögu um afgreiðslu málsins. Tillögu þessa efnis má finna aftast í viðhengdu minnisblaði.
Til máls tóku: HP, SÓJ, JS, ÓG, ÞBS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu erindisins.
2. Framkvæmdir í Ævintýragarði201206253
Áður á dagskrá 1080. og 1081. funda bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.
Til máls tóku: HP, BH, JS og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita 5 millj. króna til Ævintýragarðsins í tilefni af 25 ára afmælisári Mosfellsbæjar sem bæjar. Upphæðin verði tekin af liðnum ófyrirséð.
3. Umsókn um styrk frá ólympíuleikjafara201205048
Áður á dagskrá 1077. fundar bæjarráðs þar sem óskað var frekari upplýsingar, og fylgja þær í meðf. minnisblaði þars sem lagt er til að styrkja um 300 þús. 1/3 núna og 2/3 ef umsækjandi stenst lágmark til þátttöku í London.
Til máls tóku: HP, JS og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 300 þús. og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
4. Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða2011081805
Áður á dagskrá 1078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Bæjarráð samþykkt með þremur atkvæðum að gera bókun fjölskyldunefndar að sinni og senda það svar til SSH.
5. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi lánamál og ábyrgðir201103056
Erindi Innanríkisráðuneytisins þar sem Mosfellsbæ er gefinn kostur á að koma að frekari gögnum, upplýsingum eða sjónarmiðum í málinu.
Til máls tóku: HP og ÞBS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu sem felst í að upplýsa um nýgerðan samning á milli Landsbankans og Mosfellsbæjar sem málið varðar.
Áheyrnarfulltrúi M lista lagði fram athugasemdir listans frá 27.4.2011 og óskað eftir að þær yrðu sendar Innanríkisráðuneytinu hafi það ekki áður verið gert.
6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2011201203417
Óskað er eftir því að bæjarráð sem veitustjórn áriti skattalega útgáfu ársreiknings Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Fundinn undir þessum dagskrárlið sat Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Fram fór áritun bæjarráðsmanna á skattalegan ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 sem fjármálastjóri fylgdi úr hlaði.
7. Erindi Afls, varðandi styrk201206042
Áður á dagskrá 1078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.
8. Erindi Félags heyrnarlausra varðandi styrk201206039
Áður á dagskrá 1078. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi umsögn.
9. Erindi lögreglustjóra varðandi umsögn um rekstrarleyfi201206320
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við rekstrarleyfið.
10. Vegna úthlutunar landspildu úr landi Varmalands til Hestamannafélagsins201206325
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar.
15. Uppgjör vegna seldra lóða200807005
Áður á dagskrá 1081. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað. Hjálögð er boðuð bókun/ greinargerð áheyrnarfulltrúa Þórðar Björns Sigurðssonar.
Til máls tóku: HP, ÞBS og BH. Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.Með því að ganga til samkomulags við Landsbankann á grundvelli þeirra uppgjörsdraga sem lögð voru fyrir bæjarráð þann 21. júní 2012 lýsir Mosfellsbær því yfir að lögformlega rétt hafi verið staðið að öllum ákvörðunum varðandi sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni Helgafellsbygginga hf. Sú yfirlýsing stangast á við niðurstöður minnisblaðs LEX lögmannsstofu frá 4. feb. 2011 sem Mosfellsbær lét gera. Í minnisblaðinu segir í niðurlagi:"Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður talið að ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar frá 10. júlí 2008 um ábyrgð sveitarfélagsins á víxlum útgefnum af Helgafellsbyggingum hf. og þeir gerningar sem fram fóru í kjölfarið hafi farið í bága við ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Ákvörðun bæjarráðs frá 23. september 2009 um áframhaldandi ábyrgð sveitarfélagsins í formi sjálfskuldarábyrgðar fyrir höfuðstólsfjárhæð láns Landsbankans til handa Helgafellsbyggingum hf. verður einnig talin hafa brotið í bága við ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.Ákvæði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga er talið fortakslaust og ófrávíkjanlegt þegar ábyrgðir sveitarfélaga eru veittar. Samkvæmt ákvæðinu getur sveitarfélag annars vegar ábyrgst lán til stofnana og fyrirtækja sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu sveitarfélagsins sjálfs. Hins vegar getur sveitarfélag veitt einfalda ábyrgð vegna lánveitinga til framkvæmda á vegum félaga sem sveitarfélagið á og rekur í samvinnu við önnur sveitarfélög eða aðra opinbera aðila til að veita lögákveðna þjónustu.Fyrir liggur því að ábyrgð á lánveitingum til handa Helgafellsbyggingum hf. uppfyllti ekki skilyrði 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga enda var félagið hvorki í eigu sveitarfélagsins né í eigu annarra opinberra aðila á þeim tíma sem umræddir gerningar voru framkvæmdir."Nauðsynlegt er að aflétta trúnaði á uppgjörssamkomulaginu svo hægt sé að taka efni þess til umfjöllunar á opinberum vettvangi. Efni samkomulagsins snertir almannahagsmuni bæði út frá sjónarhóli Mosfellinga og annarra landsmanna þar sem Landsbankinn er að meirhluta eign ríkisins.Allt frá því minnisblað LEX lögmannsstofu lá fyrir var ljóst að pottur hafði verið brotinn í þessu máli. Þá hefði verið viðeigandi af hálfu þeirra sem bera ábyrgð á málinu að horfast í augu við mistökin og biðjast afsökunar. Það var því miður ekki gert. Í staðinn forhertust umræddir aðilar í afstöðu sinni. Afstöðu sem einkennist af samtryggingu þeirra sem vita upp á sig ranga gjörð en geta ekki með nokkru móti gengist við henni vegna pólitískra offjárfestinga í hinni röngu gjörð. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í málinu af hálfu meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Lögbrot eru aldrei hagsmunir Mosfellsbæjar.Þórður Björn Sigurðsson, Varabæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ. Bókun D, V og S lista.Fyrirliggjandi samkomulag milli Landsbankans og Mosfellsbæjar er engin yfirlýsing um lögmæti eða hugsanlegt ólögmæti ábyrgðar Mosfellsbæjar. Kjarninn í samkomulaginu er sá að Landsbankinn innleysir ábyrgðina með því að taka yfir þau veð sem Mosfellsbær fékk á sínum tíma vegna uppgjörs milli bæjarins og Helgafellsbygginga hf. til að tryggja samingsbundna greiðslu til bæjarins.Í sambandi við tilvísun til lögfræðiálits Lex um ábyrgð Mosfellsbæjar á sínum tíma er rétt að geta þess að fengin voru tvenn lögfræðiálit sem gengu hvort í sína áttina þ.e. í áliti Lex var komist að þeirri niðurstöðu að ábyrgð Mosfellsbæjar hefði verið óheimil á meðan í áliti Juris lögfræðistofu, sem var grunnur að svari til Innanríkisráðuneytisins á sínum tíma, var komist að þeirri niðurstöðu að ábyrgðin væri eðlileg ábyrgð tengd samningsbundnum viðskiptum þar sem hagsmunir Mosfellsbæjar réðu ferð. Að hagsmunir Mosfellsbæjar réðu ferð og ættu að ráða ferð var samhljóða afstaða bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þegar uppgjör fór fram á sínum tíma milli Mosfellsbæjar og Helgafellsbygginga hf.Það að uppgjörssamkomulagið sé merkt trúnaðarmál er tilkomið vegna hefðbundinna vinnubragða fjármálastofnunar, í þessu tilfelli Landsbankans. Það breytir hins vegar ekki því að það er mat bæjarfulltrúa D, V og S lista að ekkert í samkomulaginu stríði gegn hagsmunum viðsemjanda bæjarins eða þriðja aðila og því ekkert sem ætti að mæla gegn því að samkomulagið komi fyrir augu almennings og hefur viðsemjandi bæjarins verið upplýstur um þetta sjónarmið.Varðandi fullyrðingu þess efnis að lögfræðiálit Lex sýni að pottur hafi verið brotinn í málinu er því alfarið hafnað með vísan til þess sem að framan segir um gagnstætt álit Juris lögfræðistofu. Það er ekki á færi nokkurs annars en dómstóla að kveða endanlega upp úr með það hvort lög hafi verið brotin, eða ekki, með ábyrgð Mosfellsbæjar. Lögfræðiálit eða stjórnsýsluálit breyta þar engu um. Það sem mestu skiptir í þessu máli er það að Mosfellsbær hefur engu tapað, fékk sínar samningsbundnu 246 milljónir á sínum tíma og fær með uppgjörssamkomulaginu afléttingu á ábyrgð bæjarins gegn afhendingu þeirra veða sem bærinn fékk í sinn hlut í tengslum við málið á sínum tíma. Bókun fulltrúa M lista.Í bókun D, V og S lista segir:"Fyrirliggjandi samkomulag milli Landsbankans og Mosfellsbæjar er engin yfirlýsing um lögmæti eða hugsanlegt ólögmæti ábyrgðar Mosfellsbæjar."Þegar samkomulagið sem lagt var fyrir bæjarráð þann 21. júní 2012 er tekið til skoðunar kemur í ljós að ofangreind fullyrðing fæst ekki staðist. Í samkomulaginu segir í 4. gr.:"Með undirritun sinni undir samning þennan lýsir Mosfellsbær eftirfarandi yfir:a) að Mosfellsbær hafi staðið lögformlega rétt að öllum þeim ákvörðunum sem nauðsynlegt var að taka af hálfu Mosfellsbæjar til að skuldbinda sig samkvæmt samningi þessum þeim skjölum sem vísað er til í 3.gr. ..."Í 3. gr. samkomulagsins er vísað í "Lánssamninginn" með eftirfarandi orðum:"Aðilar samnings þessa hafa komist að samkomulagi um að ábyrgðarskuldbinding Mosfellsbæjar samkvæmt Lánssamningnum verði að fullu gerð upp..."Í 1. gr. uppgjörssamkomulagsins er "Lánssamningurinn" skilgreindur svo:"Þann 24. september 2009 undirrituðu Helgafellsbyggingar hf., kt. 640506-0320, Hæðasmára 6, 201 Kópavogur (hér eftir "Helgafellsbyggingar hf"), sem lántaki, Mosfellsbær, sem sjálfskuldarábyrgðaraðili, og Landsbankinn (heiti bankans var þá "NBI hf."), sem lánveitandi, lánssamning (hér eftir "lánssamningurinn")..." Með vísan til ofangreindra tilvísana í samkomulagið er ljóst að með því að ganga til samkomulags við Landsbankann á grundvelli þeirra uppgjörsdraga sem lögð voru fyrir bæjarráð þann 21. júní 2012 lýsir Mosfellsbær því yfir að lögformlega rétt hafi verið staðið að öllum ákvörðunum varðandi sjálfskuldarábyrgð Mosfellsbæjar á láni Helgafellsbygginga hf. Slík yfirlýsing er í andstöðu við niðurstöðu minnisblaðs LEX lögmannsstofu sem Mosfellsbær lét gera. Sú ákvörðun fulltrúa D, V og S lista að líta framhjá þeirri staðreynd við afgreiðslu málsins dæmir sig sjálf. Það sem kemur fram í bókun D, V og S lista með vísan til álits Juris er vísað á bug. Umrætt álit hefur aldrei verið birt og er ekki hluti af gögnum málsins.Hvað varðar fullyrðingu fulltrúa D, V og S lista um að Mosfellsbær hafi engu tapað er hún ótímabær. Málinu er ekki lokið. Þá er slík yfirlýsing til marks um þröngt hagsmunamat. Hverjum sem skoðar sögu málsins verður ljóst að Mosfellsbær hefur tapað virðingu sinni fyrir hagsmunum stjórnmálamanna sem leita nú allra leiða til sópa misgjörðum sínum undir teppið.Samkomulagið sem um ræðir snýr að uppgjöri á ábyrgðarskuldbindingu Mosfellsbæjar við Landsbankann með afsali á fasteignum Mosfellsbæjar til Landsbankans. Ábyrgðarskuldbindingu sem nemur 246 milljónum króna. Telja verður að um sé að ræða verulega fjárhaglslega hagsmuni í skilningi 58. gr. sveitarstjórnalaga. Þá er í engu vikið að uppgjörinu í gildandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Af þeim sökum sem að framan greinir er bæjarráði óheimilt að taka ákvörðun í þessu máli og ber að vísa því til bæjarstjórnar. Bókun D, V og S lista.Framkominni bókun M lista er vísað á bug með tilvísunar til fyrri bókunar okkar í málinu.
Fundargerðir til staðfestingar
11. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 323201206006F
Fundargerð 323. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1082. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu var send til umsagnar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 22. maí 2012. Lagðar fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits dags.18.6.2012 og Vegagerðarinnar, dags. 20.6.2012 og svör Hafnarfjarðarbæjar dags. 21.6.2012 og Flugmálastjórnar, dags. 19.6.2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að halda sérstakan nefndarfund um aðalskipulagið og fyrirliggjandi athugasemdir, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.2. Um umferðaröryggi í Helgafelli og Ásum 201206232
Kolbrún G Þorsteinsdóttir setur í tölvupósti 9.3.2012 fram hugmyndir um aðgerðir til auka umferðaröryggi á Álafossvegi og í Áslandi. Lagt fram minnisblað Eflu frá 24.5.2012 um umferðaröryggismál í hverfinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að fela bæjarverkfræðingi að svara bréfritara og gera útbætur í samræmi við framlagt minnisblað bæjarverkfræðings og umræður á fundinum, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012 201202171
Lögð fram umsögn sem skipulagsfulltrúi hefur sent Umhverfisnefnd f.h. skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Eringið var lagt fram á 323. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 1082. fundi bæjarráðs.11.4. Ósk um að gata að Jónstótt fái heiti 201206157
Christina Simons óskar í tölvupósti 21.6.2012 eftir því að götu sem liggur heim að Jónstótt verði gefið opinbert heiti, t.d. Jónstóttarvegur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að fela embættismönnum að afla nánari gagna varðandi fyrirhugað skipulag að Gljúfrasteini og næsta nágrenni, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.5. Markholt 2, ósk um stöðuleyfi fyrir sumarbústað 201206159
Ólafur Sigurðsson óskar í tölvupósti 12.6.2012 eftir stöðuleyfi í 2 mánuði fyrir 35 m2 frístundahúsi á lóðinni Markholti 2.
(Lagt fyrir skipulagsnefnd til ákvörðunar um það hvort það samræmist skipulagi að veita slíkt leyfi, en lóðin er á íbúðarsvæði skv. aðalskipulagi)Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að hafan erindinu, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.6. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar 201206187
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að verkefnislýsingu deiliskipulags fyrir landræmu beggja vegna Köldukvíslar, frá gatnamótum Helgadalsvegar/Þingvallavegar að Bakkakotsgolfvelli
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að fela skipulagsfulltrúa að kynna verkefnislýsingu skv. 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.7. Árvangur 123614, byggingaleyfi fyrir viðbyggingu 201203136
Grenndarkynningu á umsókn um að byggja við húsið Árvang, sbr. bókun á 317. fundi, lauk 8. maí 2012. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki skipulagslega athugasemd við afgreiðslu byggingarleyfis, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.8. Múli í Úlfarsfelli 125502, stækkun húss með viðbyggingu 201203135
Grenndarkynningu á umsókn um að byggja við frístundahús á landi nr. 125502 norðan Hafravatns lauk 22.6.2012. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að gera ekki skipulagslega athugasemd við afgreiðslu byggingarleyfis, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.9. Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum 201206102
Lagt fram bréf frá Skipulags- og Umhverfisstofnunum dags. 30. maí 2012, þar sem vakin er athygli á því að eftir 1. júlí 2012 sé efnistaka sem hafin var fyrir 1. júlí 1999 háð framkvæmdaleyfi eins og öll önnur efnistaka.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið var lagt fram til kynningar á 323. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 1082. fundi bæjarráðs.11.10. Umsókn um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti við Skarhólabraut 201206226
Haraldur V. Haraldsson f.h. Vélsmiðjunnar Sveins hf óskar 21. 6.2012 eftir leyfi til að setja upp og reka upplýsingaskilti við Skarhólabraut, með upplýsingum um fyrirtæki í Mýrahverfi. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir auglýsingarmannsmynd, sem verið hefur á svæðinu án leyfis. (Ath: von er á endurbættum gögnum á mánudag.)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að fela formanni og embættismönnum úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.11. Ósk Aftureldingar um leyfi fyrir upplýsingarskiltum 201206228
Jóhann Már Helgason framkvæmdastjóri UMFA óskar 20.6.2012 f.h. aðalstjórnar Aftureldingar eftir undanþágu fyrir því að viðburðaskilti við Þverholt á vegum knattspyrnudeildar fái að vera á sínum stað í óbreyttri mynd fram á haust.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 323. fundar skipulagsnefndar, að heimila tímabundna stöðu skiltis o.fl., samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.11.12. Flugubakki 10 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 201109449
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram umsögn stjórnar hestúsaeigendafélagsins, sbr bókun á 320. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindinu var frestað á 323. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 1082. fundi bæjarráðs.
12. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 133201206014F
Fundargerð 133. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1082. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Kynning á starfsemi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 2012 201206183
Fulltrúar Skógræktarfélags Mosfellsbæjar kynna starfsemi félagsins, gróðursetningar og skógrækt í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið lagt fram til kynningar á 133. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 1082. fundi bæjarráðs.12.2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012 201202171
Lögð fram lokadrög verkefnalista Staðardagskrár 21 fyrir árið 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 133. fundar umhverfisnefndar, að samþykkja Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ, samþykkt á 1082. bæjarráðs með þremur atkvæðum.12.3. Umsókn um hænsnahald 201203318
Lagðar fram umsagnir heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis og búfjáreftirlitsmanns vegna erindis um umsókn um hænsnahald
Niðurstaða þessa fundar:
Til máls tóku: HP, ÓG, SÓJ, JS og BH.Afgreiðslu erindisins frestað.12.4. Dagur íslenskrar náttúru 2012 201206168
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi Dag íslenskrar tungu 2012
Niðurstaða þessa fundar:
Erindið lagt fram til kynningar á 133. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 1082. fundi bæjarráðs.12.5. Aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli 201206170
Lagðar fram sameiginlegar tillögur umhverfissviðs Mosfellsbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar um aðgerðir vegna utanvegaaksturs og umgengni á Úlfarsfelli.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 133. fundar umhverfisnefndar, varðandi kynningu á sameiginlegum tillögum varðandi utanvegaakstur o.fl., lagt fram á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.12.6. Fyrirkomulag grenndargáma í Mosfellsbæ 2012 201206186
Umræða um fyrirkomulag grenndargáma í Mosfellsbæ í framhaldi af innleiðingu blárrar pappírstunnu við heimili.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 133. fundar umhverfisnefndar, að fela umhverfisstjóra að skoða frekari flokkun o.fl., samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.12.7. Samþykkt um kattahald í Mosfellsbæ 201206184
Kynning á reglum sem gilda um kattahald í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 133. fundar umhverfisnefndar, um að reglur um kattahald verði endurskoðaðar, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.12.8. Skoðunarferð umhverfisnefndar og skipulagsnefndar um útmörk Mosfellsbæjar 2012 201206185
Umræða um skoðunarferð umhverfisnefndar og skipulagsnefndar Mosfellsbæjar um útmörk Mosfellsbæjar þann 5. júní 2012
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 133. fundar umhverfisnefndar, að fela umhverfisstjóra að skoða möguleika á því að láta friðlýsa Leiruvog, Álafoss, Helgufoss og Tungufoss, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.12.9. Eyðing ágengra plöntutegunda 201206227
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 133. fundar umhverfisnefndar, varðandi að aflað verði frekari upplýsinga um hvernig hægt sé að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu o.fl., samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 194201206026F
Fundargerð 194. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 1082. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Erindi Afls, varðandi styrk 201206042
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar fjölskyldunefndar á umsögn til bæjarráðs lögð fram á 1082. fundi bæjarráðs.13.2. Erindi Félags heyrnarlausra varðandi styrk 201206039
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar fjölskyldunefndar á umsögn til bæjarráðs lögð fram á 1082. fundi bæjarráðs.13.3. Drög að reglugerð um greiðslur vegna barna í fóstri 201206268
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar fjölskyldunefndar, að gera ekki athugasemdir við drög að reglugerð um greiðslur vegna barna í fóstri, samþykkt á 1082. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.13.4. Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða 2011081805
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar fjölskyldunefndar á umsögn til bæjarráðs lögð fram á 1082. fundi bæjarráðs.13.5. Málefni fatlaðs fólks, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga 201008593
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 1082. fundi bæjarráðs.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 212201206015F
Fundargerð 212. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1082. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
14.1. Kvíslartunga 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingu 201206198
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1082. fundi bæjarráðs.
14.2. Stórikriki 41 - byggingaleyfi fyrir minniháttar innan og utanhúsbreytingum 201206143
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1082. fundi bæjarráðs.
14.3. Tjaldanes, umsókn um byggingarleyfi 201112275
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 212. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1082. fundi bæjarráðs.