Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. desember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ200802201

    Halldór Guðmundsson arkitekt mætir á fundinn og gerir grein fyrir kostnaðarútreikningum vegna tveggja mögulegra leiðar varðandi byggingu þjónustumiðstöðvar í tenglum við byggingu hjúkrunarheimilisins.

    Á fund­inn und­ir þessu dag­skrárlið voru mætt, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Halldór Guð­munds­son (HG) arki­tekt og Samú­el Guð­munds­son (SG) tækni­fræð­ing­ur.<BR>&nbsp;<BR>Til máls tóku:&nbsp;HSv, HG, SG, JJB, UVI, JS, BH, KT og HS.<BR>Um­ræð­ur fóru fram um val­kosti þess að þjón­ustumið­stöð yrði stað­sett í ný­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins eða í nú­ver­andi bygg­ingu að Hlað­hömr­um.<BR>Er­ind­ið&nbsp;lagt fram og því jafn­framt vísað til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

    • 2. Mál­efni fatl­aðra, yf­ir­færsla frá ríki til sveit­ar­fé­laga201008593

      Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað sitt varðandi fyrirkomulag þjónustu Mosfellsbæjar m.a. vegna flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélagsins.

      Á fund­inn und­ir þessu dag­skrárlið voru mætt, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og&nbsp;Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

      &nbsp;

      Til máls tóku: HS, UVI, HSv, BH, JS og JJB.

      Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs fór yfir og út­skýrði fyr­ir­komulag og innra skipu­lag á svið­inu&nbsp;í tengsl­um við flutn­ing á mál­efn­um fatl­aðra frá rík­inu til sveit­ar­fé­lags­ins sem fram fer um næst kom­andi ára­mót. Í þessu sam­bandi heim­il­ar bæj­ar­ráð aug­lýs­ingu á nýju stöðu­gildi á svið­inu.

      • 3. Lax­nes I - sam­eig­end­ur lands­ins o.fl.201009288

        Áður á dagskrá 1006. fundar bæjarráðs þar sem sammælst var um að taka erindið til meðferðar á næsta fundi bæjarráðs.

        Frestað.

        • 4. Fjár­hags­áætlun 2011201007117

          Gögn varðandi fjárhagsáætlun koma frá fjármálastjóra og verða sett á fundargáttina í fyrramálið.

          Á fund­inn und­ir þessu dag­skrárlið var mætt­ur&nbsp;Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

          &nbsp;

          Til máls tóku: HSv, JJB, JS, BH og HS.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa drög­um að fjár­hags­áætlun til kynn­ing­ar hjá nefnd­um bæj­ar­ins.

          • 5. Fjár­hags­áætlun Strætó bs.201011146

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska eft­ir því að fram­kvæmda­stjóri Strætó bs. komi á næsta fund bæj­ar­ráðs og fari yfir fjár­hags­áætlun Strætó bs. og fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á þjón­ustu.&nbsp;

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um mál­efni fatl­aðra.201011278

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sag­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30