2. desember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Halldór Guðmundsson arkitekt mætir á fundinn og gerir grein fyrir kostnaðarútreikningum vegna tveggja mögulegra leiðar varðandi byggingu þjónustumiðstöðvar í tenglum við byggingu hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn undir þessu dagskrárlið voru mætt, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Halldór Guðmundsson (HG) arkitekt og Samúel Guðmundsson (SG) tæknifræðingur.<BR> <BR>Til máls tóku: HSv, HG, SG, JJB, UVI, JS, BH, KT og HS.<BR>Umræður fóru fram um valkosti þess að þjónustumiðstöð yrði staðsett í nýbyggingu hjúkrunarheimilisins eða í núverandi byggingu að Hlaðhömrum.<BR>Erindið lagt fram og því jafnframt vísað til fjölskyldunefndar til umsagnar.
2. Málefni fatlaðra, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga201008593
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fer yfir minnisblað sitt varðandi fyrirkomulag þjónustu Mosfellsbæjar m.a. vegna flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélagsins.
Á fundinn undir þessu dagskrárlið voru mætt, Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, UVI, HSv, BH, JS og JJB.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fór yfir og útskýrði fyrirkomulag og innra skipulag á sviðinu í tengslum við flutning á málefnum fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélagsins sem fram fer um næst komandi áramót. Í þessu sambandi heimilar bæjarráð auglýsingu á nýju stöðugildi á sviðinu.
3. Laxnes I - sameigendur landsins o.fl.201009288
Áður á dagskrá 1006. fundar bæjarráðs þar sem sammælst var um að taka erindið til meðferðar á næsta fundi bæjarráðs.
Frestað.
4. Fjárhagsáætlun 2011201007117
Gögn varðandi fjárhagsáætlun koma frá fjármálastjóra og verða sett á fundargáttina í fyrramálið.
Á fundinn undir þessu dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HSv, JJB, JS, BH og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun til kynningar hjá nefndum bæjarins.
5. Fjárhagsáætlun Strætó bs.201011146
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir því að framkvæmdastjóri Strætó bs. komi á næsta fund bæjarráðs og fari yfir fjárhagsáætlun Strætó bs. og fyrirhugaðar breytingar á þjónustu.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um málefni fatlaðra.201011278
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagar.