25. september 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1134201309008F
Fundargerð 1134. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 611. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Framhaldsskóli - nýbygging 2010081418
Framkvæmdasýsla Ríkisins mótmælir skuldajöfnun gatnagerðargjalda og krefst greiðslu á eftirstöðvum reiknings.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1134. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun 201001142
Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í september 2013 ásamt tillögu að framkvæmdar- og aðgerðaráætlun. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1134. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Skólaakstur 2013-14 2013082049
Bréf varðandi skólaakstur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1134. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Erindi Lögreglustjórans varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis KFC 201309086
Erindi Lögreglustjórans varðandi umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi KFC að Háholti 9 í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1134. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæða 2014 201309168
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæðanna 2014 og kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1134. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.6. Ágóðahlutagreiðsla 2013 201309188
Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágótahlutar til Mosfellsbæjar að upphæð kr. 3.247.500,- vegna ársins 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Áframhaldandi rekstur félagsins er siðlaus í ljósi þess að hagnaður þess byggir fyrst og fremst á því að sveitarfélögin fá til sín kröfur rétthafa sem falla frá. Félagið líkt og svo mörg önnur sem stjórnmálamenn sitja um, er fyrst og fremst notað sem kjötketill stjórnmálaflokkanna.$line$Jón Jósef Bjarnason.$line$$line$Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Íbúahreyfingin leggur til að Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands verði gert upp og inneignir greiddar rétthöfum. $line$Jón Jósef Bjarnason.$line$$line$$line$Tillagan borinn upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1134. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1135201309012F
Fundargerð 1135. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 611. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur Jáverks ehf. vegna Krikaskóla 201107057
Erindi JP Lögmanna varðandi kröfur JÁ Verks ehf. vegna Krikaskóla. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1135. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. 201304064
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum.
Kynnt er ákvörðun eftirlitsins um að hefja formlega rannsókn á umkvörtunarefni Gámaþjónustunnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1135. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi af formannafundur Aftureldingar 201309284
Erindi formannafundur Aftureldingar frá 27. ágúst varðandi úthlutun á styrkveitingum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1135. fundar bæjarráðs samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 209201308027F
Fundargerð 209. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 611. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
3.1. Áætlun um úthlutun framlaga árið 2013 vegna þjónustu við fatlað fólk 201305185
Áætlun framlaga til þjónustusvæðis Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps árið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 209. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Málefni fatlaðs fólks, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga 201008593
Skýrsla samráðshóps SSH og matsteymis árið 2012, ásamt tillögum um gæðamat, innra eftirlit og kostnað við verkefnið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 209. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.3. Rekstraráætlun Skálatúnsheimilisins 2013 2013082115
Áætlun heimilisins kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 209. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
3.4. Samningur um akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ 200503199
Akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ, endurskoðun á gjaldi fyrir þjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 209. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
3.5. Jafnréttisdagur 2013 2013082026
Dagskrá jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2013
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 209. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
3.6. NPA á Íslandi-Væntingar og veruleiki. 2013082120
Málþing Samtaka félagsmálastjóra um NPA á Íslandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 209. fundar fjölskyldunefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 349201309011F
Fundargerð 349. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 611. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
4.1. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu 201305136
Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð var grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu. Frestað á 348. fundi.
Jóhanna B. Hansen sat fundinn undir þessum lið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.2. Heiti á götu að lóð leikskóla sunnan Þrastarhöfða 2013082113
Ætlunin var að nefna lóðina nr. 2 við Blikastaðaveg, en í ljós er komið að það heiti er upptekið af Korputorgi í Reykjavík, þannig að finna þarf lóðinni nýtt nafn. Frestað á 348. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar, um nafngiftina Æðarhöfði, samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.3. Laxatunga 62-68, fyrirspurn um breytingu á húsgerð 201309225
Borist hefur fyrirspurn um möguleika á að breyta húsgerð úr tveggja hæða í einnar hæðar raðhús, vegna hugsanlegra kaupa á byggingarrétti á lóðunum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.4. Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss 201309155
Kristín Karólína Harðardóttir spyrst 6. september 2013 fyrir um möguleika á því að byggja frístundahús, hæð og ris, í stað eldra húss. Í aðalskipulagi er tákn fyrir stakt frístundahús á landinu, en núverandi hús eyðilagðist í bruna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Úr landi Miðdals, lnr 125337, erindi um orlofsþorp 201309070
Ólafur Gunnarsson og Sigrún Eggertsdóttir óska 29.8. eftir því að fyrri ákvarðanir varðandi óskir þeirra um að reisa orlofsþorp á landi þeirra verði teknar til endurskoðunar, þar sem landið er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð í nýju aðalskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.6. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Lagt fram bréf umhverfis og auðlindaráðuneytis dags. 11.9.2013, þar sem tilkynnt er að ráðherra hafi samþykkt frestun í allt að 4 ár á gerð aðalskipulagsáætlunar fyrir svæði beggja vegna Suðurlandsvegar við Sandskeið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
5. Þróunar- og ferðamálanefnd - 35201308025F
Fundargerð 35. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 611. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013 201304391
Umræða um mat á umsóknum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 35. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ 201001422
Undirbúningur vegna samninga við rekstraraðila
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 35. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.3. Tjaldstæði Mosfellsbæjar 201203081
Kynning á uppgjöri sumarsins 2013
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 35. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
6. Fundargerð 1. eigendafundar Sorpu bs.201309163
.
Fundargerð 1. eigendafundar Sorpu bs. frá 26. júní 2013 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 2. eigendafundar Sorpu bs.201309157
.
Fundargerð 2. eigendafundar Sorpu bs. frá 2. september 2013 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 1. eigendafundar Strætó bs.201309164
.
Fundargerð 1. eigendafundar Strætó bs. frá 2. september 2013 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 323. fundar Sorpu bs.201309185
.
Fundargerð 323. fundar Sorpu bs. frá 9. september 2013 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 333. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201309166
.
Fundargerð 333. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 2. september 2013 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 36. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201309219
.
Fundargerð 36. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 6. september 2013 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 392. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins201309165
.
Fundargerð 392. fundar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 2. september 2013 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 808. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201309304
.
Fundargerð 808. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. september 2014 lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.