2. desember 2010 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvædmastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
2. Trúnaðarmálafundur - 641201011018F
Lagt fram.
3. Trúnaðarmálafundur - 642201011024F
Lagt fram.
4. Trúnaðarmálafundur - 643201012002F
Lagt fram.
Barnaverndarmál/Trúnaðarmál
5. Fjárhagsaðstoð201010077
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
6. Félagslegar íbúðir- úthlutun desember 2010201011232
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
7. Félagslegar íbúðir201011246
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
Almenn erindi
8. Reglur um sérstakar húsaleigubætur201010137
Kynnt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 6. desmber 2010. Afgreiðslu málsins er frestað.
9. Fjárhagsáætlun 2011201007117
Lagt fram.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um málefni fatlaðra.201011278
Umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar settar á fundargátt til kynningar.
Kynnt umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs frá 2. desember 2010. Fjölskyldunefnd tekur undir athugsemdir framkvæmdastjóra, svo og athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. desember 2010 og Reykjavíkurborgar frá 1. desember 2010. Þá áréttar nefndin sérstaklega að í lögunum verði ekki lagðar frekari skyldur á sveitarfélögin án þess að fjármagn fylgi.
11. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Boðið verður upp á kynningu á tillögu B í íbúða og þjónustuhúsi aldraðra mánudaginn 6. desember kl. 16:00. Vinsamlegast staðfestið komu ykkar til mín á mánudaginn.
Halldór Guðmundsson arkitekt mætir á fundinn og kynnir tillögur A og B um aðstöðu fyrir félagsstarf.
Fjölskyldunefnd telur faglegan ávinning af breytingu á staðsetningu á þjónustumiðstöð fyrir félagsstarf aldraðra og hún verði staðsett í miðhúsi að Eirhömrum, enda verði um að ræða vandaðar endurbætur á húsnæðinu og kostnaður við þær verði sambærilegur við byggingu aðstöðunnar í nýju hjúkrunarheimili.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mun kynna tillöguna fyrir þátttakendum í félagsstarfi aldraðra.
12. Málefni fatlaðra, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga201008593
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs segir frá tillögum, minnisblaði dags. 28. nóvember 2010 sem lögð var fyrir bæjarráð 2. desember 2010 og samþykkt ráðsins á tillögunum.
13. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skipulag áfallahjálpar á Íslandi201011082
Lagt fram.
14. Innleiðing Evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna201011045
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri kynnir minnisblað dags. 3. nóvember 2010. Fjölskyldunefnd tekur undir tillögur sem framkoma í minnisblaðinu. Innleiðingu Evrópusáttmálans vísað til frekari vinnslu mannauðsstjóra í samvinnu við fjölskyldunefnd. Fulltúar fjöllskyldunefndar í starfshópi verði formaður og fulltrúi S lista.
15. Verkáætlun jafnréttismála 2011201011046
Frestað.