10. september 2013 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður
- Erna Björg Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín Karitas Bjarnadóttir 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áætlun um úthlutun framlaga árið 2013 vegna þjónustu við fatlað fólk201305185
Áætlun framlaga til þjónustusvæðis Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps árið 2013.
Ásgeir Sigurgestsson kynnti framlagt kynningarefni. HSv vakti athygli á því hversu mikilvægt væri að starfsmenn sýndu árverkni og gott utanumhald um málaflokkinn þannig að sveitarfélagið nyti þeirra framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem því bæri, en augljóst væri að það einkenndi störf starfsmanna fjölsklyldusviðs. Fjölskyldunefnd tók undir þau orð og þakkaði starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir vel unnin störf.
2. Málefni fatlaðs fólks, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga201008593
Skýrsla samráðshóps SSH og matsteymis árið 2012, ásamt tillögum um gæðamat, innra eftirlit og kostnað við verkefnið.
Skýrsla samstarfshóps SSH um málefni fatlaðs fólks árið 2012 kynnt. Ennfremur er kynnt tillaga starfshóps um eftirlit með þjónustu við fatlað fólk sbr. bréf dags. 19 júlí 2013. Fjölskyldunefnd vísar málinu um ráðningu sameiginlegs starfsmanns sbr. tillögu hópsins til fjárhagsáætlunar 2014.
3. Rekstraráætlun Skálatúnsheimilisins 20132013082115
Áætlun heimilisins kynnt.
ÁS kynnti framlagða rekstraráætlun heimilisins.
4. Samningur um akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ200503199
Akstur fatlaðs fólks í Mosfellsbæ, endurskoðun á gjaldi fyrir þjónustu.
Samþykkt 1132. fundar bæjarráðs kynnt.
5. Jafnréttisdagur 20132013082026
Dagskrá jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2013
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri kynnti fyrirhugaðan jafnréttisdag í Mosfellsbæ 19. september 2013. Farið var yfir þær tilnefningar sem bárust, mannauðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
6. NPA á Íslandi-Væntingar og veruleiki.2013082120
Málþing Samtaka félagsmálastjóra um NPA á Íslandi.
Kynnt fyrirhugað málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi um NPA 2. október 2013.
Fundargerðir til kynningar
10. Trúnaðarmálafundur - 795201308015F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð trúnaðarmálafundar, afgreidd eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerðir til staðfestingar
11. Trúnaðarmálafundur - 796201308023F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð trúnaðarmálafundar, afgreidd eins og einstök mál bera með sér.
12. Trúnaðarmálafundur - 797201309002F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð trúnaðarmálafundar, afgreidd eins og einstök mál bera með sér.
13. Trúnaðarmálafundur - 798201309005F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð trúnaðarmálafundar, afgreidd eins og einstök mál bera með sér.