26. október 2010 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Elín Gunnarsdóttir verkefnastjóri barnaverndar og Helena Konráðsdóttir félagsráðgjafanemi sátu fundinn.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Trúnaðarmálafundur - 636201010016F
Lagt fram.
2. Trúnaðarmálafundur - 637201010023F
Lagt fram.
Barnaverndarmál/Trúnaðarmál
6. Fósturúttekt201009253
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
7. Fósturúttekt201009382
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
12. Félagslegar íbúðir endurnýjun júní 2010201005109
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
13. Húsaleigubætur201010139
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
14. Félagslegar íbúðir- Úthlutun201010148
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
Almenn erindi
15. Sjálfsbjörg félag fatlaðra, umsókn um styrk 2011201009361
Ekki er unnt að verða við erindinu. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ í október ár hvert. Umsóknir fyrir styrkveitingarárið skulu berast þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 1. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30.nóvember það ár. Eyðublöðin má nálgast í þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is.
16. Málefni fatlaðra, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga201008593
Kynnt bréf frá Ási styrktarfélagi, Landssamtökunum Þroskahjálp, Sjálfsbjörgu landssambandi og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem óskað eftir að fulltrúar Mosfellsbæjar mæti á kynningarfund 9. nóvember 2010 um stöðu tilfærslu á þjónustu ríkisins við fatlað fólk til sveitarfélaga. Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri mæti á fundinn.