13. maí 2014 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) vara áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni fatlaðs fólks, yfirfærsla frá ríki til sveitarfélaga201008593
Skýrsla um vinnustaði fatlaðs fólks á svæði sveitarfélaga SSH í kraganum.
Niðurstöður könnunar í desember 2013 á starfsemi vinnustaða fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkurborgar, kynnt. Fjölskyldunefnd tekur undir álit samráðshóps SSH um málefni fatlaðs fólks og hvetur til þess að velferðarráðuneytið taki ákvörðun um hvort núverandi fyrirkomulag varðandi staðsetningu og rekstur málaflokksins muni verða áfram hjá sveitarfélögunum. Ríkjandi óvissa um þetta atriði hefur staðið allri þróun og uppbyggingu hæfingarstöðva fyrir þrifum.
3. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2014201405102
Drög að endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 8. maí 2014 ásamt framlögðum drögum að breytingu á reglum Mosfellsbæjar um fjárhagsaðstoð kynnt.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu vegna vímuefnaneyslu201404090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál. Bæjarráð óskar umsagna fjölskyldunefndar.
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 8. maí 2014. Fjölskyldunefnd tekur undir framlagða umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Fundargerðir til staðfestingar
4. Trúnaðarmálafundur - 841201405009F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar
Fundargerð 841. trúnaðarmálafundar afgreidd á 217. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerðir til kynningar
7. Trúnaðarmálafundur - 838201404016F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar
Fundargerð til kynningar.
8. Trúnaðarmálafundur - 839201404023F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar
Fundargerð til kynningar.
9. Trúnaðarmálafundur - 840201405004F
Trúnaðarmál, afgreiðsla fundar
Fundargerð til kynningar.