Mál númer 202211093
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd hinsegin fræðslu í skólum Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 433. fundar fræðslunefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd hinsegin fræðslu í skólum Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. apríl 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #432
Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd hinsegin fræðslu í skólum Mosfellsbæjar
Lagt fram til upplýsinga.
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Drög að samningi við Samtökin 78
Afgreiðsla 420. fundar fræðslunefndar samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #420
Drög að samningi við Samtökin 78
Fræðslunefnd samþykkir framlögð drög og heimilar framkvæmdastjóra fræðslusviðs að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi draga. Samningnum jafnframt vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2024.
Fræðslunefnd fagnar þessum áfanga sem samningur við Samtökin ´78 felur í sér og telur mikilvægt að börn og ungmenni ásamt starfsfólki grunnskóla og frístundaselja, leikskóla, félagsmiðstöðva, Listaskóla og íþróttamiðstöðva eigi nú greiðan aðgang að vönduðu fræðsluefni um málefni hinsegin fólks. Samþykkt með fimm atkvæðum. - 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 64. fundar ungmennaráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. mars 2023
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #64
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Ungmennaráð fagnar tillögunni og þeirri vinnu sem að þegar er farin í gang til að tryggja fræðslu til allra starfsmanna og nemenda í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð bendir á, í því samhengi að bæta þarf fræðslu um fordóma gagnvart minnihlutahópum almennt. - 15. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #821
Tillaga að samningi við Samtökin 78
Afgreiðsla 416. fundar fræðslunefndar samþykkt á 821. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. febrúar 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #416
Tillaga að samningi við Samtökin 78
Fræðslunefnd samþykkir tillögu Fræðslu- og frístundasviðs um að leita eftir samningi við Samtökin 78 um fræðslu og ráðgjöf um hinsegin málefni. Markmið með samningnum er að skóla- og frístundasamfélagið öðlist þekkingu á hinsegin málefnum og taki frumkvæði að því að ræða fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd. Samþykkt með fimm atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1556. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1556. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 413. fundar fræðslunefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 413. fundar fræðslunefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 261. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2022
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #261
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundasvið, í samvinnu við bæjarstjóra og aðra hagaðila, mun
gera áætlun um markvissa fræðslu um hinsegin málefni. Leitað verður til
Samtakanna 78 og annarra aðila sem eru að vinna að þessu málefni við gerð
áætlunarinnar. Áætlunin verður kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd þegar hún liggur fyrir. - 16. nóvember 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #413
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Fulltrúi grunnskólakennara vék af fundi eftir þennan lið.Fræðslusvið, í samvinnu við bæjarstjóra, skólastjórnendur og aðra hagaðila, mun gera áætlun um markvissa fræðslu um hinsegin málefni. Leitað verður til Samtakanna 78 og annarra aðila sem eru að vinna að þessu málefni við gerð áætlunarinnar. Áætlunin verður kynnt í fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.
- 10. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1556
Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela bæjarstjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra, skólastjórnendur og aðra forstöðumenn að leggja fram áætlun þar sem lögð verði áhersla á fjölbreytta hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt að framangreind ákvörðun verði kynnt í fræðslu- og frístundanefnd, ungmennaráð og íþrótta- og tómstundanefndar.