Mál númer 202306155
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn málsaðila, dags. 13.03.2024, vegna óskar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Áætlanir fela í sér að dreifa samþykktum byggingarheimildum frekar um landið og skilgreina gróðurreiti og gróðurhús, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn málsaðila, dags. 13.03.2024, vegna óskar um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60, í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar. Áætlanir fela í sér að dreifa samþykktum byggingarheimildum frekar um landið og skilgreina gróðurreiti og gróðurhús, í samræmi við gögn.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila málsaðila og landeigenda samkvæmt 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. sömu laga. Í samræmi við umræður bendir skipulagsnefnd á mikilvægi þess að hugað verði að ásýnd svæðis og áhrifum bygginga á umhverfi, m.a. umfang og afstaða húsa og ljósmengun frá gróðurhúsum.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Borist hefur erindi frá Hrefnu Guðmundsdóttur og Jens Páli Hafsteinssyni, dags. 04.05.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60 í Mosfellsdal. Ósk miðar út frá að auka byggingarmagn og fjölga byggingarreitum á landinu með það að markmiði að reisa gróðurhús og hefja þar grænmetisræktun, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Borist hefur erindi frá Hrefnu Guðmundsdóttur og Jens Páli Hafsteinssyni, dags. 04.05.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Helgadalsveg 60 í Mosfellsdal. Ósk miðar út frá að auka byggingarmagn og fjölga byggingarreitum á landinu með það að markmiði að reisa gróðurhús og hefja þar grænmetisræktun, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og umhverfissviði frekari rýni erindis og tillögu. Um leið óskar skipulagsnefnd eftir ferkari gögnum sem sýna umfang og áhrif umræddrar uppbyggingar betur.
Afgreitt með fimm atkvæðum.