Mál númer 202403884
- 17. janúar 2025
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #539
Olís ehf. Skútuvogi 5 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta bílaþvottastöðvar á lóðinni Langitangi nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
- 20. september 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #616
Olís ehf. Skútuvogi 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og stáli bílaþvottastöð á lóðinni Langitangi nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 144,0 m², 693,2 m³.
Lagt fram.
- 6. september 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #530
Olís ehf. Skútuvogi 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og stáli bílaþvottastöð á lóðinni Langitangi nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 144,0 m², 693,2 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.
Afgreiðsla 611. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að heimila byggingarfulltrúa afgreiðslu og útgáfu byggingarleyfis í samræmi við lög og reglugerðir að undangengnum skilyrðum um umfjöllun umferðarmála í byggingarlýsingu, með vísan í rökstuðning og umfjöllun í fyrirliggjandi minnisblaði. Skipulagsnefnd áréttar mikilvægi þess að umferðarflæði og öryggi á miðsvæðinu verði tryggt og hugað verði að akstri og merkingum þegar tengingum við Langatanga fjölgar vegna frekari uppbyggingar á miðsvæði. Skipulagsnefnd telur því áformin falla að ákvæðum gildandi deiliskipulags frá 2006 um uppbyggingarheimildir innan byggingarreita en vísar jafnframt í áform skipulagsins um mögulega breyttar aðkomu og sameiginlegan veg aðliggjandi lóða við Langatanga 1-5 og 11-13. Gatnagerðargjöld skulu greidd í samræmi við gjaldskrá.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Gunnari Erni Sigurðssyni, f.h. Olís ehf., vegna nýbyggingar bílaþvottastöðvar við bensínstöðina að Langatanga 1. Þvottastöðin er einnar hæðar og stærð hennar 144 m². Áætlað er að bæta flæði umferðar og fjölga bílastæðum í samræmi við innsend gögn. Umsóknin er lögð fram til umfjöllunar skipulagsnefndar vegna óljósra ákvæða í gildandi deiliskipulagi Langatanga 1-5, staðfest 10.05.2006.
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Gunnari Erni Sigurðssyni, f.h. Olís ehf., vegna nýbyggingar bílaþvottastöðvar við bensínstöðina að Langatanga 1. Þvottastöðin er einnar hæðar og stærð hennar 144 m². Áætlað er að bæta flæði umferðar og fjölga bílastæðum í samræmi við innsend gögn. Umsóknin er lögð fram til umfjöllunar skipulagsnefndar vegna óljósra ákvæða í gildandi deiliskipulagi Langatanga 1-5, staðfest 10.05.2006.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindi og umsókn til umsagnar á umhverfissviði.