Mál númer 202403173
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.
Afgreiðsla 611. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 609. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum ósk um deiliskipulagsbreytingu. Ekki fæst séð að um forsendubrest sé að ræða, samanber ákvæði 1.6. í úthlutunarskilmálum lóðar.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Borist hefur erindi frá Vífli Björnssyni, f.h. lóðarhafa Úugötu 2-4; Ölmu íbúðafélagi hf., dags. 25.03.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Breytingin felur meðal annars í sér að fjölga íbúðum úr 12 í 14 í hvoru húsi, samtals 28 íbúðir. Að fækka bílastæðum og fella út kröfu um eitt bílastæði á íbúð í kjallara auk kröfu um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Að fjölbýlishúsin verði 2 hæðir auk kjallara og hámarksbyggingarmagn A-rýma verði 1650 m².
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Borist hefur erindi frá Vífli Björnssyni, f.h. lóðarhafa Úugötu 2-4; Ölmu íbúðafélagi hf., dags. 25.03.2024, með ósk um deiliskipulagsbreytingu lóðar. Breytingin felur meðal annars í sér að fjölga íbúðum úr 12 í 14 í hvoru húsi, samtals 28 íbúðir. Að fækka bílastæðum og fella út kröfu um eitt bílastæði á íbúð í kjallara auk kröfu um bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Að fjölbýlishúsin verði 2 hæðir auk kjallara og hámarksbyggingarmagn A-rýma verði 1650 m².
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindi og umsókn til umsagnar á umhverfissviði.