Mál númer 202212133
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Bæjarráð samþykkti á 1622. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu að breytingu og stækkun Hlíðavallar um 6,4 ha í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem nefnist 1B.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Bæjarráð samþykkti á 1622. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu að breytingu og stækkun Hlíðavallar um 6,4 ha í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem nefnist 1B.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir stækkun og breytingu Hlíðavallar í samræmi við tillögu 1B. Fullunnin gögn munu á síðari stigum fara í lögbundið samráðs- og kynningarferli í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að breytingu Hlíðavallar ásamt samkomulagi við GM um fyrsta áfanga framkvæmda.
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. apríl 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1622
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að breytingu Hlíðavallar ásamt samkomulagi við GM um fyrsta áfanga framkvæmda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa til skipulagsnefndar skipulagsgerð Hlíðavallar og stækkun vallarins um 6,4 ha í samræmi við tillögu Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem nefnist 1B.
Þá samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Golfklúbb Mosfellsbæjar um fyrsta áfanga vinnu við aðlögun Hlíðavallar að nærliggjandi byggð.