Mál númer 202403830
- 8. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #850
Bæjarráð samþykkti á 1620. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu um gerð deiliskipulags fyrir tvær nýjar óbyggðar lóðir við Stórateig og eina við Reykjabyggð sem eru á ódeiliskipulögðum svæðum auk tveggja nýrra lóða við Vogatungu í jaðri núverandi byggðar.
Afgreiðsla 610. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 850. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Bæjarráð samþykkti á 1620. fundi sínum að vísa til skipulagsnefndar tillögu um gerð deiliskipulags fyrir tvær nýjar óbyggðar lóðir við Stórateig og eina við Reykjabyggð sem eru á ódeiliskipulögðum svæðum auk tveggja nýrra lóða við Vogatungu í jaðri núverandi byggðar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að undirbúa skipulag og skipulagsbreytingar fyrir hugsanlegar byggingarlóðir á vannýttum svæðum er standa í góðum tengslum við innviði sveitarfélagsins.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Tillaga til bæjarráðs um skipulagsvinnu við lóðir í eldri hverfum svo þær verði úthlutunarhæfar. Tillaga um úthlutun lóðar við Hlíðatún.
Afgreiðsla 1620. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. apríl 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1620
Tillaga til bæjarráðs um skipulagsvinnu við lóðir í eldri hverfum svo þær verði úthlutunarhæfar. Tillaga um úthlutun lóðar við Hlíðatún.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa til skipulagsnefndar fyrirliggjandi tillögu um gerð deiliskipulags fyrir tvær óbyggðar lóðir við Stórateig og eina við Reykjabyggð sem eru á ódeiliskipulögðum svæðum auk tveggja nýrra lóða við Vogatungu í jaðri núverandi byggðar. Þá samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að lóðin Hlíðartún 4 verði auglýst til úthlutunar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.