Mál númer 202404244
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna verðfyrirspurnar í endurgerð drens og sökkulveggja í vesturálmu Varmárskóla.
Afgreiðsla 1627. fundar bæjarráðs samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. maí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1627
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda vegna verðfyrirspurnar í endurgerð drens og sökkulveggja í vesturálmu Varmárskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Smeyginn ehf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Lögð er fram til kynningar skýrsla EFLU um innivist vesturálmu Varmárskóla. Jafnframt er óskað heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðfyrirspurn vegna 1. áfanga endurbóta í tengslum við rakamyndun í kjallara vesturálmu.
Afgreiðsla 1622. fundar bæjarráðs samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. apríl 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1622
Lögð er fram til kynningar skýrsla EFLU um innivist vesturálmu Varmárskóla. Jafnframt er óskað heimildar bæjarráðs til að framkvæma verðfyrirspurn vegna 1. áfanga endurbóta í tengslum við rakamyndun í kjallara vesturálmu.
Bæjarráð felur umhverfissviði að rýna fyrirliggjandi skýrslu EFLU um innivist vesturálmu í samráði við fræðslu- og frístundasvið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila framkvæmd verðfyrirspurnar vegna 1. áfanga lagfæringa sökum rakaskemmda í kjallara vesturálmu Varmárskóla, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.