Mál númer 202211340
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Kynning á rýni fyrir endurnýjun skólalóðar Lágafellsskóla
Afgreiðsla 433. fundar fræðslunefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Kynning á rýni fyrir endurnýjun skólalóðar Lágafellsskóla
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. apríl 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #432
Kynning á rýni fyrir endurnýjun skólalóðar Lágafellsskóla
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og umræður um skólalóð Lágafellsskóla og aðbúnað á skólalóðum almennt. Endurnýjun skólalóðarinnar verður í áframhaldandi skoðun og verða framlögð gögn notuð áfram í þeirri vinnu. Til stendur að halda skólaþing þar sem nemendur koma að vinnunni. Fræðslunefnd leggur einnig mikla áherslu á upplýsingagjöf til foreldra og aðgengi þeirra að verkefninu.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Hönnun lóðar við Varmárskóla - kynning
Afgreiðsla 426. fundar fræðslunefndar samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #426
Hönnun lóðar við Varmárskóla - kynning
Lögð fram gögn vegna endurhönnunar lóðar við Varmárskóla.
Endurnýjun skólalóðar við Varmárskóla mun fara fram í áföngum og verða framlögð gögn notuð í þeirri vinnu. - 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Upplýsingar um áætlaðar framkvæmdir á stofnanalóðum 2023.
Afgreiðsla 1587. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1587
Upplýsingar um áætlaðar framkvæmdir á stofnanalóðum 2023.
Óskar Gísli Sveinsson, deildastjóri nýframkvæmda, kynnti áætlaðar framkvæmdir á stofnanalóðum 2023.
- 10. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #827
Kynning á stöðu framkvæmda við skólalóðir. Á fundinn mætir fulltrúi frá Umhverfissviði
Afgreiðsla 420. fundar fræðslunefndar samþykkt á 827. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. maí 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #420
Kynning á stöðu framkvæmda við skólalóðir. Á fundinn mætir fulltrúi frá Umhverfissviði
Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að við hönnun á endurbótum skólalóða verði haft samráð við skólastjórnendur, starfsfólk skóla, nemendur, foreldra og foreldrafélög. Ennfremur að framkvæmdum verði forgangsraðað með tilliti til aðstæðna og ástands lóða. Þá leggur fræðslunefnd til að hafist verði handa við að undirbúa framkvæmdir við 1. og 2. áfanga á lóð Varmárskóla sem fyrst í samræmi við hönnun og framlögð gögn. Fræðslunefnd óskar eftir að verða áfram upplýst með reglulegum hætti um framgang verkefnisins. Samþykkt með fimm atkvæðum.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2023-2026 eru áætlaðar 50 milljónir króna í endurnýjun eldri skólalóða á yfirstandandi fjárhagsári. Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs kemur á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla 415. fundar fræðslunefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. janúar 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #415
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2023-2026 eru áætlaðar 50 milljónir króna í endurnýjun eldri skólalóða á yfirstandandi fjárhagsári. Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs kemur á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins.
Fræðslunefnd leggur til að heiti verkefnisins verði “Skólalóðirnar okkar". Nafnið er tilvísun í íbúalýðræðisverkefnið “Okkar Mosó". Þannig verði vísað í þá forsendu að samráð verði haft við hagsmunaaðila í undirbúningi verkefnisins. Er þá átt við skólastjórnendur og starfsfólk skólanna, nemendur og foreldra auk annarra aðila úr nærsamfélaginu sem eiga hagsmuna að gæta í slíku verkefni.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að úttekt á núverandi ástandi og hönnun á endurbótum skólalóða fari fram á næstu vikum og mánuðum og að lóðir við eldri grunnskóla bæjarins, þ.e. Lágafellsskóla, Varmárskóla og Kvíslarskóla verði í forgangi. Í kjölfar hönnunar verði framkvæmdum forgangsraðað með tilliti til aðstæðna í og við skólana.
Fræðslunefnd óskar eftir að verða upplýst með reglulegum hætti um framgang verkefnisins og að endanlegar tillögur verði einnig lagðar fyrir íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.