Mál númer 202211340
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2023-2026 eru áætlaðar 50 milljónir króna í endurnýjun eldri skólalóða á yfirstandandi fjárhagsári. Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs kemur á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla 415. fundar fræðslunefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. janúar 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #415
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2023-2026 eru áætlaðar 50 milljónir króna í endurnýjun eldri skólalóða á yfirstandandi fjárhagsári. Jóhanna B. Hansen framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs kemur á fundinn og kynnir stöðu verkefnisins.
Fræðslunefnd leggur til að heiti verkefnisins verði “Skólalóðirnar okkar". Nafnið er tilvísun í íbúalýðræðisverkefnið “Okkar Mosó". Þannig verði vísað í þá forsendu að samráð verði haft við hagsmunaaðila í undirbúningi verkefnisins. Er þá átt við skólastjórnendur og starfsfólk skólanna, nemendur og foreldra auk annarra aðila úr nærsamfélaginu sem eiga hagsmuna að gæta í slíku verkefni.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að úttekt á núverandi ástandi og hönnun á endurbótum skólalóða fari fram á næstu vikum og mánuðum og að lóðir við eldri grunnskóla bæjarins, þ.e. Lágafellsskóla, Varmárskóla og Kvíslarskóla verði í forgangi. Í kjölfar hönnunar verði framkvæmdum forgangsraðað með tilliti til aðstæðna í og við skólana.
Fræðslunefnd óskar eftir að verða upplýst með reglulegum hætti um framgang verkefnisins og að endanlegar tillögur verði einnig lagðar fyrir íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.