Mál númer 202308750
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1592. fundar bæjarráðs samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins. Lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla 1591. fundar bæjarráðs samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. september 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1592
Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSH og telur mikilvægt að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Samkvæmt fyrirliggjandi greiningu SSH hefur málaflokkurinn verið vanfjármagnaður af hendi ríkisins um 42 milljarða kr. hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2018-2022 og hefur bilið milli fjármögnunar og kostnaðar farið vaxandi ár frá ári. Augljóst er að þessi staða hefur þung áhrif á fjárhag sveitafélaganna.
- 31. ágúst 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1591
Minnisblað framkvæmdastjóra SSH vegna málefna fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og áskoranir við fjármögnun málaflokksins. Lagt fram til kynningar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.