Mál númer 202402125
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Ósk aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Ascension MMXXIV sem haldin verður í Hlégarði 4.-6. júlí nk. um fyrirframgreiðslu styrks.
Afgreiðsla 17. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. apríl 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #17
Ósk aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Ascension MMXXIV sem haldin verður í Hlégarði 4.-6. júlí nk. um fyrirframgreiðslu styrks.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að greiða strax styrk til tónlistarhátíðarinnar Ascension MMXXIV sem haldin verður í Hlégarði 4.-6. júlí í ljósi kostnaðar sem fellur til í aðdraganda tónleikanna.
- 20. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #847
Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 teknar til umfjöllunar.
Afgreiðsla 16. fundar menningar-og lýðræðisnefndar samþykkt á 847. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. mars 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #16
Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 teknar til umfjöllunar.
Lagðar eru fram umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar. Nefndinni bárust 20 umsóknir. Menningar- og lýðræðisnefnd leggur til að úthlutað verði samtals 4.900.000 kr. með eftirfarandi hætti:
Barnadjass í Mosó 2024 kr. 800.000.
Vilborg Bjarkadóttir vegna Mosó barnanna kr. 800.000.
Studio Emissary vegna Ascension MMXXIV 800.000 kr.
Sigfús Tryggvi Blumenstein vegna skráningar aðfanga í stríðsminjasafni kr. 400.000.
Álafosskórinn, Karlakórinn Stefnir, Kvennakórinn Heklurnar, Kvennakórinn Stöllurnar, Varmárkórinn, Mosfellskórinn og Stormsveitin kr. 250.000 hver kór.
Heiða Árnadóttir vegna verkefnisins Tunglið og ég kr. 200.000
Ástrún Friðbjörnsdóttir vegna tónleika í Lágafellskirkju kr. 150.000.