Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202401557

  • 8. maí 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #850

    Síð­ari um­ræða um árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar 2023.

    For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi.

    Helstu nið­ur­stöð­ur eru:
    Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Rekstr­ar­tekj­ur: 20.305 m.kr.
    Laun og launa­tengd gjöld 9.466 m.kr.
    Hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar 433 m.kr.
    Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 7.721 m.kr.
    Af­skrift­ir 590 m.kr.
    Fjár­magns­gjöld 1.733 m.kr.
    Tekju­skatt­ur 20 m.kr.
    Rekstr­arnið­ur­staða já­kvæð um 341 m.kr.
    Veltufé frá rekstri 1.935 m.kr.

    Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta:
    Eign­ir alls: 31.983 m.kr.
    Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 24.226 m.kr.
    Eig­ið fé: 7.757m.kr.

    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir sam­hljóða á 850. fundi við síð­ari um­ræðu árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023 sam­kvæmt 61. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 og 73. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sbr. og 2. töl­ul. 1. mgr. 18. gr. lag­anna og 2. töl­ul. 15. gr. sam­þykkt­ar­inn­ar.

    Sam­þykkt­inni til stað­fest­ing­ar er árs­reikn­ing­ur­inn und­ir­rit­að­ur af við­stödd­um bæj­ar­full­trú­um.

    ***
    Fund­ar­hlé hófst kl. 17:30. Fund­ur hófst aft­ur kl. 17:49.

    ***
    Bók­un B lista Fram­sókn­ar­flokks, C lista Við­reisn­ar og S lista Sam­fylk­ing­ar:
    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2023 ligg­ur nú fyr­ir en um er að ræða árs­reikn­ing fyrsta heila árs meiri­hluta B, S og C lista. Það er veru­lega ánægju­legt að fyrsta heila árs­reikn­ings­ári okk­ar sé skilað með rekstr­araf­gangi, það er ekki sjálf­sagt í því rekstr­ar­um­hverfi sem sveit­ar­fé­lög búa við um þess­ar mund­ir. Nið­ur­stað­an sýn­ir sterk­an rekst­ur og vand­aða áætlana­gerð þar sem sjálf­bærni, að­hald og metn­að­ar­full þjón­usta eru höfð að leið­ar­ljósi.

    Rekstr­arnið­ur­staða árs­ins er já­kvæð um 341 millj­ón króna sem er ánægju­leg­ur við­snún­ing­ur frá fyrra ári. All­ar helstu lyk­il­töl­ur eru vel ásætt­an­leg­ar. Veltufé frá rekstri er 1,9 millj­arð­ar eða um 9,5% af tekj­um. Skulda­við­mið er nú 94,5% en var 104% árið 2022.

    Verð­bólg­an hef­ur gríð­ar­leg áhrif á rekst­ur bæj­ar­ins sem sést í fjár­magns­gjöld­um sem urðu ríf­lega 1,7 millj­arð­ur eða um 400 millj­ón­um hærri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Verð­bólgu­spá­in sem sveit­ar­fé­lög­in mið­uðu við var 5,6% en verð­bólg­an varð 7,7%.

    Launa­kostn­að­ur jókst tals­vert sem og fjöldi stöðu­gilda en hvort tveggja skýrist að stærst­um hluta af yf­ir­töku bæj­ar­ins á rekstri Skála­túns um mitt ár 2023 og af hækk­un launa­vísi­tölu og kjara­samn­ing­um.

    Um­svif bæj­ar­fé­lags­ins voru tals­verð, m.a. var unn­ið að við­gerð­um og end­ur­bót­um Kvísl­ar­skóla, leik­skóla­bygg­ingu í Helga­fells­hverfi, gervi­grasvelli, end­ur­bót­um leik­skóla­lóða og kostn­að­ar­samri gatna­gerð.
    Mos­fell­ing­um fjölg­aði um 2,4% frá fyrra ári og voru ríf­lega 13.400 í árslok 2023. Stækk­andi sveit­ar­fé­lag kall­ar á upp­bygg­ingu inn­viða og mik­il­vægt er að sinna þeirri upp­bygg­ingu jafnt og þétt í takti við íbúa­þró­un. Í verð­bólgu­um­hverfi þarf að vanda hvert skref svo sam­fé­lag okk­ar þró­ist áfram með hag­kvæmni og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi.

    Bæj­ar­full­trú­ar B, S og C lista þakka starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar, bæj­ar­full­trú­um og nefnd­ar­fólki fyr­ir góð störf í þágu bæj­ar­ins og starfsfólki fjármála- og áhættustýringarsviðs og endurskoðendum mikla og góða vinnu við gerð ársreiknings.

    **

    Bókun L lista Vina Mosfellsbæjar:
    Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar þakkar fyrir góðan undirbúning og greinargóð svör við ársreikningi fyrir árið 2023. Í ársreikningnum koma fram jákvæð merki um auknar tekjur og meira jafnvægi í rekstri. Bærinn okkar er að stækka í erfiðu rekstrarumhverfi. Fram undan er enn meiri uppbygging í sveitarfélaginu sem knýr á um umtalsverða styrkingu á innviðum. Því er mikilvægt að stíga næstu skref af varkárni svo við getum staðið undir þeim fjárfestingum sem fram undan eru.

    **

    Bókun D lista Sjálfstæðisflokks:
    Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsfólki Mosfellsbæjar og endurskoðendum góða vinnu og greinargóðar útskýringar á ársreikningi 2023. Sjá má á ársreikningnum að rekstrarumhverfið hefur ekki verið hagstætt m.a. vegna þrálátrar verðbólgu og hárra vaxta. Jákvæð rekstrarniðurstaða er að mestu vegna hækkunar skatta, gjalda og álögum á íbúa og fyrirtæki í Mosfellsbæ, einskiptistekna af sölu byggingaréttar og hærri tekna frá Jöfnunarsjóði. Í ljósi núverandi efnahagsástands er mikilvægt að huga vel að rekstrinum og forgangsröðun framkvæmda og þjónustu.

  • 24. apríl 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #849

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar vegna 2023 lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð til und­ir­rit­un­ar og til­vís­un­ar til end­ur­skoð­un­ar og stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar. Jafn­framt er árs­reikn­ing­ur Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2023 lagð­ur fram til stað­fest­ing­ar.

    Af­greiðsla 1621. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 849. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

  • 24. apríl 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #849

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2023 lagð­ur fram til fyrri um­ræðu.

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2023 lagð­ur fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Lilja Dögg Karls­dótt­ir end­ur­skoð­andi.

    Bæj­ar­stjóri hóf um­ræð­una, ræddi nið­ur­stöð­ur árs­reikn­ings og þakk­aði end­ur­skoð­anda og starfs­fólki fyr­ir vel unn­in störf í tengsl­um við gerð árs­reikn­ings. Þá fór Lilja Dögg end­ur­skoð­andi yfir helstu efn­is­at­riði í drög­um árs­reikn­ings og end­ur­skoð­un­ar­skýrslu vegna árs­ins 2023. Í kjöl­far­ið fóru fram um­ræð­ur og þökk­uðu að­r­ir sem til máls tóku einn­ig end­ur­skoð­anda og starfs­mönn­um fyr­ir vel unn­in störf í tengsl­um við gerð árs­reikn­ings.

    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykkti með 11 at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2023 til síð­ari um­ræðu á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar þann 8. maí 2024.

    Fund­ar­hlé hófst kl.17:04. Fund­ur hófst aft­ur kl. 17:09.
  • 15. apríl 2024

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1621

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar vegna 2023 lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráð til und­ir­rit­un­ar og til­vís­un­ar til end­ur­skoð­un­ar og stað­fest­ing­ar bæj­ar­stjórn­ar. Jafn­framt er árs­reikn­ing­ur Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 2023 lagð­ur fram til stað­fest­ing­ar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fram­lagð­an árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2023 með árit­un sinni og vís­ar hon­um til endurskoðunar og af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar, sbr. 3. mgr. 61. gr. laga sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

    Fyrri um­ræða bæj­ar­stjórn­ar er fyr­ir­hug­uð þann 24. apríl 2024 og síð­ari um­ræða þann 8. maí 2024.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt með fimm at­kvæð­um árs­reikn­ing Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar vegna ársins 2023.

  • 21. febrúar 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #845

    Kynn­ing KPMG á end­ur­skoð­un árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023.

    Af­greiðsla 1612. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 845. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 8. febrúar 2024

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1612

      Kynn­ing KPMG á end­ur­skoð­un árs­reikn­ings Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023.

      Lagt fram.