Mál númer 202308686
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu erindi og ósk landeigenda að Káraleyni um aðalskipulagsbreytingu landsins L125597, úr opnu svæði til útivistar í íbúðarbyggð.
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu erindi og ósk landeigenda að Káraleyni um aðalskipulagsbreytingu landsins L125597, úr opnu svæði til útivistar í íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd synjar með fimm atkvæðum að innfæra ósk um að breyta landinu Káraleyni í íbúðarbyggð í gögnum nýs aðalskipulags. Mosfellsbær hefur í drögum aðalskipulags kynnt framtíðarsýn byggðar, lóða og landa við Álafosskvos og Varmá. Fram kemur í greinargerð að huga þurfi að samlegðaráhrifum kvosarinnar við nærliggjandi tún, gróin svæði, vannýttar lóðir og gönguleiðir. Uppbygging skal fyrst og fremst styrkja kjarna miðsvæðisins og þjónustu. Skilgreining nýrra þróunarsvæða í aðalskipulagi felst í að velja úr svæði þar sem langtíma stefna til framtíðar liggur ekki fyrir en sveitarfélagið sér tækifæri til þess að gera á þeim svæðum breytingar innan skipulagstímabilsins. Ekki hefur verið farið í þá vinnu að skilgreina þróun, uppbyggingarheimildir eða nýtingu lands þeirra fjölda einka- og leigulanda sem falla undir þróunarsvæði í nærumhverfi Varmár. Að þeim sökum telur skipulagsnefnd ekki rétt að skilgreina stakt land sem sérstakt íbúðarsvæði eins og gögn og erindi gera ráð fyrir.