Mál númer 202401283
- 3. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #610
Ottó Þorvaldsson Vogatungu 73 sækir um leyfi til að byggja sólskála við núverandi parhús á lóðinni Vogatunga nr. 73 í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi hlaut umfjöllun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á fundi hennar 12.04.2024 og var samþykkt að meðhöndla erindið sem óverulegt frávik frá skilmálum gildandi deiliskipulags. Stækkun: 15,0 m², 32,25 m³.
Lagt fram.
- 30. apríl 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #520
Ottó Þorvaldsson Vogatungu 73 sækir um leyfi til að byggja sólskála við núverandi parhús á lóðinni Vogatunga nr. 73 í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi hlaut umfjöllun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar á fundi hennar 12.04.2024 og var samþykkt að meðhöndla erindið sem óverulegt frávik frá skilmálum gildandi deiliskipulags. Stækkun: 15,0 m², 32,25 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ívari Haukssyni, f.h. Ottó Þorvaldssonar, vegna viðbyggingar einbýlishúss að Vogatungu 73. Um er að ræða leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við hús á lóðinni, í samræmi við framlögð gögn. Stækkunin er 15 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 516. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem umsókn samræmist ekki gildandi skipulagi og skilgreindum byggingarreitum. Hjálögð er samantekt og umsögn skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 609. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ívari Haukssyni, f.h. Ottó Þorvaldssonar, vegna viðbyggingar einbýlishúss að Vogatungu 73. Um er að ræða leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við hús á lóðinni, í samræmi við framlögð gögn. Stækkunin er 15 m². Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa eða skipulagsnefndar á 516. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem umsókn samræmist ekki gildandi skipulagi og skilgreindum byggingarreitum. Hjálögð er samantekt og umsögn skipulagsfulltrúa.
Með vísan í rökstuðning fyrirliggjandi umsagnar skipulagsfulltrúa, samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að meðhöndla umsókn og erindi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um óverulegt frávik deiliskipulags án kröfu um deiliskipulagsbreytingu. Heimildir fjölgun fermetra liggja fyrir sem og ákvæði deiliskipulags um fjarlægðir bygginga frá lóðamörkum. Vegna aðstæðana fæst ekki séð að byggingarleyfi geti með nokkru móti skert hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýni, með í 5.8.3. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindið og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Ottó Þorvaldsson Vogatungu 73 sækir um leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við einbýlishús á lóðinni Vogatunga nr. 73 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 15,0 m², 35,25 m³.
Lagt fram.
- 18. mars 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #516
Ottó Þorvaldsson Vogatungu 73 sækir um leyfi til að byggja úr timbri, áli og gleri garðskála við einbýlishús á lóðinni Vogatunga nr. 73 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 15,0 m², 35,25 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem fyrihuguð stækkun er ekki innan byggingarreits.