Mál númer 202410148
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Með vísan í fordæmi synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagsgerð og uppbyggingu nýrra frístundahúsa við norðanvert Hafravatn þar sem að slíkt er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 (bls. 45-46 í greinargerð). Skipulagsnefnd vísar þó til þess að í kynntum frumdrögum nýs aðalskipulags er stefna að heimila uppbyggingu óbyggðra skráðra lóða uppfylli þær önnur skilyrði reglugerðar. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir samantekt skipulagsfulltrúa um skipulagsákvæði svæðisins.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða.
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #620
Borist hefur erindi frá Auðni Daníelssyni, dags. 08.10.2024, f.h. beggja landeigenda að Óskotsvegi 20 L125519 og 22 L125524, með ósk um heimild fyrir deiliskipulagsgerð tveggja frístundahúsalóða.
Frestað vegna tímaskorts