Mál númer 202410711
- 21. febrúar 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #88
Skipulagsnefnd samþykkti á 621. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun að húsinu Fellshlíð í Helgafelli. Um er að ræða leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús. Viðbygging verður til austurs, 57,1 m² að stærð og úr timbri. Viðbygging er byggð ofan á steypta sökkulveggi og tengd við núverandi hús með tengibyggingu. Einnig er um að ræða leyfi til að byggja útigeymslu við norðurhlið núverandi húss í samræmi við gögn. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda nærliggjandi land- og fasteignaeigenda. Athugasemdafrestur var frá 10.01.2025 til og með 10.02.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
- 21. febrúar 2025
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #541
Örn Elías Guðmundsson Neðstakaupstað Ísafirði sækir um leyfi til að byggja við núverandi einbýlishús á lóðinni Fellshlíð viðbyggingu úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 73,5 m², 190,0 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I. Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I. Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #620
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugi I Maríussyni, dags. 30.10.2024, f.h. Arnar Elíasar Guðmundssonar eiganda að Fellshlíð L125266 við Helgafell, fyrir 57,1 m² viðbyggingu húss úr timbri. Um er að ræða tengibyggingu og viðbyggingu til austurs, í samræmi við gögn.
Frestað vegna tímaskorts