Mál númer 202206539
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar lögð fram.
Afgreiðsla 1648. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. nóvember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1648
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkæðum að tillögu um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd vísaði til bæjarráðs verði vísað til umsagnar menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar
Fundarhlé hófst kl. 17:49. Fundur hófst aftur kl. 18:25.
***
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 12. nóvember 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #18
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar
Tillaga D-lista:
Afgreiðsla á tillögu þessari (tillaga um nýsköpunarsmiðju í Mosfellsbæ) verði frestað.Tillögu hafnað með 3 atkvæðum B og C lista gegn 2 atkvæðum D-lista.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með 3 atkvæðum B og C lista að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar. Nýsköpunarsmiðja í bókasafni mun vera öflug nýjung í sveitarfélaginu sem mun styðja við og auk möguleika á nýsköpun í öllu skólastarfi. Auk þess að tryggja aðgengi almennings, atvinnulífs og frumkvöðla að nýsköpunarsmiðju í sveitarfélaginu. Fulltrúar D-lista sátu hjá.Bókun D-lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fagna því að málefni þetta sé loksins komið á dagskrá enda hefur flokkurinn lengi haft það að stefnumáli sínu að koma á fót slíkri starfsemi í bænum. Í tillögu þessari er hins vegar að finna ítarlegar og fullmótaðar hugmyndir og stefnur um fyrirkomulag á viðkomandi starfsemi en framangreint hefur fengið enga efnislega umfjöllun á fundum nefndarinnar. Þá hefur ekkert samráð átt sér stað um framangreint innan nefndarinnar. Þessu fyrirkomulagi á starfsháttum atvinnu- og nýsköpunarnefndar er harðlega mótmælt. Sem dæmi má nefna að valin er sú leið í framlagðri tillögu að fremur setja á fót svokallaða nýsköpunarsmiðju fremur en FabLab en mun meiri reynsla er fyrir síðarnefndu starfseminni á landsvísu. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ ítrekað mikilvægi þess að fyrirtæki og atvinnustarfsemi í bænum hafi aðkomu að stofnun slíkrar starfsemi. Auk þess hafa önnur mikilvæg atriði eins og staðsetning, umfang starfsemi og ríkisstyrkir ekki verið rædd í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ telja það því óhjákvæmilegt að fresta beri afgreiðslu á tillögu þessari (Tillögu um nýsköpunarmiðstöð í Mosfellsbæ) og er því hér með lögð fram tillaga þess efnis.Bókun B, C og S lista:
Nýsköpunarsmiðja hefur reglulega verið á dagskrá Atvinnu- og nýsköpunarnefndar og hefur verið vilji og full samstaða innan nefndarinnar um verkefnið. Að setja á laggirnar Nýsköpunarsmiðju er í samræmi við markmið Atvinnustefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var í lok árs 2023 og hluti af innleiðingu hennar. Það er því komið að þeim tímapunkti að setja verkefnið af stað og er tillagan þess efnis. Samkvæmt greinargerð með tillögu þá er hugmyndin að fara skynsamlega af stað í verkefnið og geta þá frekar leyft því að þróast og vaxa með tilliti til notkunar og eftirspurnar. Með staðsetningu á bókasafninu mun nýsköpunarsmiðjan geta þjónað öllum íbúum Mosfellsbæjar og á sama tíma aukið við þjónustu bókasafnsins. Varðandi styrkveitingar þá er ekki verið að útiloka þá með því að setja verkefnið af stað og munu styrkir geta nýst til að stækka verkefnið enn frekar. Meirihluti B, C og S lista sjá ekki ástæðu til að fresta málinu enn frekar, eigi það að geta orðið að veruleika á árinu 2025.Bókun D-lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sjá sig knúna til að sitja hjá við atkvæðagreiðslu á tillögu þessari vegna skorts á samráði við undirbúning tillögunnar. Þó vilja fulltrúarnir taka fram að því sé fagnað að málefni þetta sé loksins tekið fyrir - 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Kynning frá Páli Ásgeiri Torfasyni leiðtoga grunnskólamála um nýsköpunarstarf í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 14. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. maí 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #14
Kynning frá Páli Ásgeiri Torfasyni leiðtoga grunnskólamála um nýsköpunarstarf í grunnskólum Mosfellsbæjar.
Nefndin þakkar Páli Ásgeiri Torfasyni leiðtoga grunnskólamála fyrir áhugaverða kynningu á fjölbreyttu og gróskumiklu nýsköpunarstarfi í grunnskólum Mosfellsbæjar. Stjórnsýslunni falið að vinna áfram að verkefninu.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Þóra Óskarsdóttir forstöðumaður Fab Lab Reykjavík kynnir starfsemina. Hlín Ólafsdóttir, verðlaunahafi þróunar- og nýsköpunarverðlauna Mosfellsbæjar 2022 kynnir verkefni sitt um sköpunarver í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 10. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. janúar 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #10
Þóra Óskarsdóttir forstöðumaður Fab Lab Reykjavík kynnir starfsemina. Hlín Ólafsdóttir, verðlaunahafi þróunar- og nýsköpunarverðlauna Mosfellsbæjar 2022 kynnir verkefni sitt um sköpunarver í Mosfellsbæ.
Nefndin þakkar þeim Þóru Óskarsdóttur og Hlín Ólafsdóttur fyrir kynningarnar sem verða nýttar við frekari vinnu nefndarinnar.
Bókun D-lista
Fulltrúar D lista vilja þakka fyrir góða fyrirlestra og lýsa yfir eindregnum stuðningi við opnun sköpunarvers/Fab Labs í Mosfellsbæ. - 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að á árinu 2023 verði opnuð Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ sem nýtast muni öllum leik- og grunnskólum bæjarins auk þess sem leitast verði eftir samstarfi við FMos.
Afgreiðsla 1539. fundar bæjarráðs samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að á árinu 2023 verði opnuð Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ sem nýtast muni öllum leik- og grunnskólum bæjarins auk þess sem leitast verði eftir samstarfi við FMos.
Afgreiðsla 1538. fundar bæjarráðs samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 23. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1539
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að á árinu 2023 verði opnuð Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ sem nýtast muni öllum leik- og grunnskólum bæjarins auk þess sem leitast verði eftir samstarfi við FMos.
Málsmeðferðartillaga B, C og S lista:
Fulltrúar B, S og C lista leggja til að bæjarstjóra verði falið að koma með hugmyndir að útfærslu verkefnisins í samráði við fræðslu- og frístundasvið og þjónustu- og samskiptadeild.
Bæjarráð samþykkir framangreinda tillögu með fimm atkvæðum.