Mál númer 202411325
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Render Centium ehf, dags. 15.11.2024, fyrir uppbyggingu fjölbýlishúss öryggisíbúða að Bjarkarholti 32-34. Um er að ræða 11.774,0 m² hús á 3-4 hæðum auk bílakjallara. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 535. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða skipulags. Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar. Umræður eru einnig á grundvelli þess að umsókn byggingarleyfis fylgir ekki skilmálum deiliskipulags um eignarhald byggingar.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Render Centium ehf. Höfðagrund 23 Akranesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjölbýlishús með 100 öryggisíbúðum á fjórum hæðum ásamt kjallara og bílgeymslu á lóðinni Bjarkarholt nr. 32-34 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Kjallari: 1.385,6 m² Bílgeymsla: 2.441,4 m² 1. hæð: 2.317,6 m² 2. hæð: 2.279,9 m² 3. hæð: 2.216,7 m² 4. hæð: 1.135,3 m² Samtals: 11.774,0 m² Rúmmál: 38.978,1 m³.
Lagt fram.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Render Centium ehf, dags. 15.11.2024, fyrir uppbyggingu fjölbýlishúss öryggisíbúða að Bjarkarholti 32-34. Um er að ræða 11.774,0 m² hús á 3-4 hæðum auk bílakjallara. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 535. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða skipulags. Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar. Umræður eru einnig á grundvelli þess að umsókn byggingarleyfis fylgir ekki skilmálum deiliskipulags um eignarhald byggingar.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að meðhöndla umsókn og erindi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um óverulegt frávik deiliskipulags án kröfu um deiliskipulagsbreytingu um eignarhald byggingar í greinargerð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við kynnt gögn og hönnun húss með þeim fyrirvara um að nefndinni berist litmyndir og frekari útfærsla klæðninga. Með vísan í bréf, dags. 19.01.2024, þar sem uppbyggingarsamkomulagi fyrir uppbyggingarreit E miðbæjar (Bjarkarholt 22-34) var rift, bendir skipulagsnefnd á að ekki megi lengur búast við heildstæðu útliti uppbyggingar á öllu svæðinu. Í ljósi þess gerir skipulagsnefnd þá kröfu að byggingar að Bjarkarholti 32-34 verði ekki einsleitar og húskroppar skarti ólíkum litum eða efnisvali. Krafan er sett fram vegna umfangs byggingarinnar í umhverfinu, með tilliti til ásýndar miðbæjarins. Skipulagsfulltrúa og starfsfólki umhverfissviðs er falið að ræða við framkvæmdaraðila og hönnuð hans um vilja nefndarinnar.
Frekari rýni útlits þarf ekki að tefja framvindu verkefnis en þegar nýir uppdrættir liggja fyrir skulu þeir kynntir nefndinni. Byggingarfulltrúa er því heimilt að samþykkja byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. - 20. nóvember 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #535
Render Centium ehf. Höfðagrund 23 Akranesi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjölbýlishús með 100 öryggisíbúðum á fjórum hæðum ásamt kjallara og bílgeymslu á lóðinni Bjarkarholt nr. 32-34 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Kjallari: 1.385,6 m² Bílgeymsla: 2.441,4 m² 1. hæð: 2.317,6 m² 2. hæð: 2.279,9 m² 3. hæð: 2.216,7 m² 4. hæð: 1.135,3 m² Samtals: 11.774,0 m² Rúmmál: 38.978,1 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa vegna skilmála deiliskipulags.