Mál númer 202404075
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá MosVeitum, dags. 22.11.2024, vegna áframhaldandi lagningu stofnlagna vatnsveitu vegna nýs lokahúss að Víðiteigi 19B. Lögn verður tengd frá Reykjavegi að brunni norðan Völuteigs 23, í samræmi við gögn.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá MosVeitum, dags. 22.11.2024, vegna áframhaldandi lagningu stofnlagna vatnsveitu vegna nýs lokahúss að Víðiteigi 19B. Lögn verður tengd frá Reykjavegi að brunni norðan Völuteigs 23, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Heimildar bæjarráðs óskað til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði bæjarins á byggingu lokahúss við Víðiteig.
Afgreiðsla 1638. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1638
Heimildar bæjarráðs óskað til þess að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði bæjarins á byggingu lokahúss við Víðiteig.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Stéttafélagið ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 14. ágúst 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #854
Óskað er heimildar til að bjóða út byggingu á lokahúsi vatnsveitu við Víðiteig.
Afgreiðsla 1632. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 854. fundi bæjarstjórnar.
- 4. júlí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1632
Óskað er heimildar til að bjóða út byggingu á lokahúsi vatnsveitu við Víðiteig.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum útboð á byggingu á lokahúsi vatnsveitu við Víðiteig í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.