Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202411382

  • 4. desember 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #862

    Að­gerða­áætl­un­in <i>Börn­in okk­ar</i> lögð fram.

    Af­greiðsla 1648. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 862. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    ***
    Bók­un bæj­ar­stjórn­ar:
    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fagn­ar því að fram er komin að­gerða­áætlun, Börn­in okk­ar, með mark­viss­um, fjár­mögn­uð­um að­gerð­um í þágu barna sem bæj­ar­stjórn fól bæj­ar­stjóra að vinna að á fundi sín­um þann 28. ág­úst síð­ast­lið­inn. Hvat­inn að verk­efn­inu voru áhyggj­ur bæj­ar­full­trúa yfir gríð­ar­legri aukn­ingu barna­vernd­ar­til­kynn­inga á ár­inu sem og sú staða að æ fleiri ung­menni búa við kvíða og ör­ygg­is­leysi.

    Að­gerð­irn­ar skipt­ast í al­menn­ar for­varn­ir, snemm­tæk­an stuðn­ing og styrk­ingu barna­vernd­ar. All­ar þess­ar að­gerð­ir eru mik­il­væg­ar til þess að ná að vinna vel með börn­um og fjöl­skyld­um þeirra til að fyr­ir­byggja auk­inn vanda. Að­gerða­áætl­un­in er mik­il­væg­ur lið­ur í að mæta þeim áskor­un­um sem við er að etja í um­hverfi barna og fjöl­skyldna þeirra.

    • 21. nóvember 2024

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1648

      Að­gerða­áætl­un­in <i>Börn­in okk­ar</i> lögð fram.

      Bæj­ar­stjóri kynnti fyr­ir­hug­aða inn­leið­ingu á að­gerða­áætlun í þágu barna og ung­linga í Mos­fells­bæ.