Mál númer 202410394
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu á 619. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa, í samræmi við afgreiðslu á 619. fundi nefndarinnar. Hjálagt er til afgreiðslu erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum að meðhöndla umsókn og erindi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem óverulegt frávik deiliskipulags um lögun lóðar. Breyting lóðar sem enn verður jafn stór og deiliskipulag gerir ráð fyrir fæst ekki séð að lögun lóðar sama svæðis geti með nokkru móti skert hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýni, með vísan í 5.8.3. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Ekki er um að ræða breytt uppbyggingaráform eða byggingarreiti. Lögun og afmörkun er skynsamari en sú sem liggur fyrir í útfærslu deiliskipulags. Ný lóð hefur ekki áhrif á þéttbýlis- eða vaxtarmörk. Landeigandi skal láta vinna merkjalýsingu, lóðablað og viðeigandi stofnskjöl í samræmi við ákvæði reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024.
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Borist hefur erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708, dags. 18.10.2024, með ósk um stofnun athafnalóðar að Fossavegi 16. Óskað er eftir aðlögun lóðar og frávik gildandi deiliskipulags.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Borist hefur erindi frá Helga Indriðasyni, f.h. Sindraports landeiganda að L123708, dags. 18.10.2024, með ósk um stofnun athafnalóðar að Fossavegi 16. Óskað er eftir aðlögun lóðar og frávik gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs.