Mál númer 202410254
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Tillaga menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að úrbótum að Varmá til að mæta kröfum KSÍ og UEFA um umgjörð á leikvöngum félaga sem leika í Bestu deild karla.
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. nóvember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1649
Tillaga menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að úrbótum að Varmá til að mæta kröfum KSÍ og UEFA um umgjörð á leikvöngum félaga sem leika í Bestu deild karla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að úrbótum að Varmá og vísar tillögunni til síðari umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Erindi Ungmennafélags Aftureldingar þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð vegna krafna sem KSÍ gerir til umgjarðar á heimaleikjum félagsins í Bestu deildinni í knattspyrnu karla næsta sumar.
Afgreiðsla 1643. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. október 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1643
Erindi Ungmennafélags Aftureldingar þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð vegna krafna sem KSÍ gerir til umgjarðar á heimaleikjum félagsins í Bestu deildinni í knattspyrnu karla næsta sumar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs verði falið að afla upplýsinga frá Aftureldingu og KSÍ og leggja fjárhagslegt mat á þær aðgerðir sem grípa þarf til. Á þeim grunni verði undirbúin tillaga til bæjarráðs um mögulega aðkomu bæjarins og verkaskiptingu gagnvart Aftureldingu.