Mál númer 202311073
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Lagðar fram verklagsreglur fyrir innkaupanefnd listaverka í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 24. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. nóvember 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #24
Lagðar fram verklagsreglur fyrir innkaupanefnd listaverka í Mosfellsbæ.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir samhljóða framlagða tillögu að verklagsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka í Mosfellsbæ.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Lagðar fram verklagsreglur fyrir innkaupanefnd listaverka í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 23. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 5. nóvember 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #23
Lagðar fram verklagsreglur fyrir innkaupanefnd listaverka í Mosfellsbæ.
Verklagsreglur fyrir innkaupanefnd ræddar. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna úr ábendingum og umræðu og afgreiðslu frestað.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Lögð fram drög að starfsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka hjá Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. október 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #22
Lögð fram drög að starfsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka hjá Mosfellsbæ.
Menningar- og lýðræðisnefnd ræddi framkomna tillögu að starfsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka hjá Mosfellsbæ og fól forstöðumanni bókasafns og menningarmála að uppfæra tillöguna á grunni hjálagðra minnispunkta.
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs um skipun innkaupanefndar um listaverkakaup.
Afgreiðsla 18. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. maí 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #18
Lögð fram tillaga sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs um skipun innkaupanefndar um listaverkakaup.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að innkaupanefnd um listaverk skipi Hrafnhildur Gísladóttir formaður menningar- og lýðræðisnefndar, Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála og Margrét Úrsúla Ólafsdóttir Hauth umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Lögð fram tillaga um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 19. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 9. nóvember 2023
Menningar- og lýðræðisnefnd #11
Lögð fram tillaga um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ.
Lögð fram svohljóðandi tillaga forstöðumanns bókasafns og menningarmála um myndun starfshóps um innkaup á listaverkum fyrir Mosfellsbæ:
Lagt er til að þriggja manna starfshópur annist mat og gerð tillögu um kaup á listaverkum fyrir
Mosfellsbæ. Lagt er til að starfshópurinn hafi til umráða 500.000 kr. árlega og greiðist sú upphæð úr lista- og menningarsjóði.Tillögunni fylgdi greinargerð.
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum. Helga Möller fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.