Mál númer 202309272
- 8. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #863
Lögð fyrir umhverfisnefnd framvinduskýrslu 2, kynningargögn og fundargerðir verkefnisstjórnar um urðunarstað í Álfsnesi
Afgreiðsla 255. fundar umhverfisnefndar staðfest á 863. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. desember 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #255
Lögð fyrir umhverfisnefnd framvinduskýrslu 2, kynningargögn og fundargerðir verkefnisstjórnar um urðunarstað í Álfsnesi
Umhverfisnefnd þakkar fyrir upplýsingar um framvindu á urðunarstaðnum Álfsnesi og óskar jafnframt eftir frekari upplýsingum í samræmi við umræður á nefndarfundi.
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Upplýsingar um stöðu urðunar í Álfsnesi lagðar fram.
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. nóvember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1649
Upplýsingar um stöðu urðunar í Álfsnesi lagðar fram.
Bæjarstjóri kynnti stöðu og þróun urðunar í Álfsnesi og þau verkefni sem hafa verið efst á baugi frá því síðasta framvinduskýrsla var kynnt.
Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með góðan framgang verkefnisins.
- FylgiskjalStaða urðunar við Álfsnes - eftirfylgni vegna viðauka við eigendasamkomulag.pdfFylgiskjal4. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjalKynning á 4. fundi verkefnastjórnar.pdfFylgiskjal5. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal6. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal7. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjalHugmyndasamkeppni um frágang og framtíðarnýtingu urðunarstaðar í Álfnesi - Verkefnalýsing.pdf
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Lögð er fyrir umhverfisnefnd fundargerð 6. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar í Álfsnesi
Afgreiðsla 253. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. nóvember 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #253
Lögð er fyrir umhverfisnefnd fundargerð 6. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar í Álfsnesi
Lagt fram til kynningar og rætt.
Umhverfisnefnd felur umhverfissviði að fara þess á leit að Sorpa upplýsi fyrirfram um fyrirhugaðar framkvæmdir sem haft geti í för með sér lyktarmengun. - 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 251. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. september 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #251
Fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi lögð fram til kynningar.
Gögn um hugmyndasamkeppni um frágang og framtíðarnýtingu urðunarstaðar í Álfsnesi lögð fram til kynningar. Ennfremur kynntar gróðursetningar í Álfsnesi sem Sorpa réðst í síðastliðið sumar. Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum frá Sorpu um magntölur allra úrgangsflokka og samanburð þeirra milli ára.
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi lögð fram til kynningar.
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, vék sæti við umræðu og afgreiðslu málsins.
***
Afgreiðsla 248. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 14. maí 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #248
Fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar fundargerð verkefnastjórnar urðunar á Álfsnesi. Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með vinnu Sorpu við minnkun á urðun úrgangs í Álfsnesi og þakkar fyrir skilvirka upplýsingagjöf verkefnastjórnar. Nefndin vill jafnframt minna á mikilvægi þess að þessu starfi verkefnastjórnar sé haldið áfram.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Framvinduskýrsla verkefnastjórnar lögð fram til kynningar.
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C lista, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
***
Afgreiðsla 1613. fundar bæjarráðs samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum. - 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 11.janúar 2024 lögð fram til kynningar ásamt svörum við fyrirspurnum umhverfisnefndar um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi. Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 8.febrúar 2024 lögð fram til kynningar.
Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C lista, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
***
Afgreiðsla 245. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum. - 15. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1613
Framvinduskýrsla verkefnastjórnar lögð fram til kynningar.
Bæjarstjóri kynnti framvinduskýrslu verkefnastjórnar vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi.
- FylgiskjalMinnisblað Staða Urðunar við Álfsnes.pdfFylgiskjal1. Viðauki við eigendasamkomulag.pdfFylgiskjal2. Skuldbindingar SORPU staða mála nóv. 2023.pdfFylgiskjal3. Fundargerð 1. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal4. Fundargerð 2. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal5. Fundargerð 3. fundar verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdf
- 13. febrúar 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #245
Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 11.janúar 2024 lögð fram til kynningar ásamt svörum við fyrirspurnum umhverfisnefndar um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi. Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðarins í Álfsnesi frá fundi 8.febrúar 2024 lögð fram til kynningar.
Umræður um nánari tölfræði og eftirfylgni. Nefndin sammála um að senda frekari fyrirspurnir á verkefnastjórn Sorpu vegna þessa.
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðsins í Álfsnesi frá fundi þann 6.12.2023 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 243. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. desember 2023
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #243
Fundargerð verkefnastjórnar urðunarstaðsins í Álfsnesi frá fundi þann 6.12.2023 lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd felur starfsmanni umhverfissviðs að óska eftir frekari gögnum eftir umræður á 243.fundi umhverfisnefndar ásamt því að óska eftir magntölum helstu úrgangsstrauma.
- 27. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #835
Viðauki við eigendasamkomulag Sorpu bs. er varðar meðhöndlun á úrgangi í Álfnesi lagður fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1593. fundar bæjarráðs samþykkt á 835. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 14. september 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1593
Viðauki við eigendasamkomulag Sorpu bs. er varðar meðhöndlun á úrgangi í Álfnesi lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir yfir vonbrigðum með að urðun í Álfsnesi verði ekki hætt í árslok líkt og eigendasamkomulag frá árinu 2013 með síðari viðaukum um meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi kveður á um. Ein helsta ástæða fyrir því er að annar urðunarstaður fyrir höfuðborgarsvæðið hefur ekki fundist.
Sá viðauki við eigendasamkomulagið sem nú liggur fyrir kveður á um framlengingu á nýtingu urðunarstaðar í Álfsnesi til ársloka 2030 fyrir óvirkan úrgang. Sett eru stíf skilyrði um að urðun alls lífræns úrgangs verði hætt 31. desember 2023. Þar að auki kveður samkomulagið á um víðtækar aðgerðir til að koma í veg fyrir lyktar- og sjónmengun auk umfangsmikillar skógræktar í Álfsnesi.
Til að tryggja eftirfylgni við samkomulagið verður sett á fót þriggja manna verkefnastjórn sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar mun sitja í. Bæjarráð leggur áherslu á að verkefnastjórnin tryggi að vinna við leit að nýjum urðunarstað verði í forgangi þannig að unnt verði að hætta urðun í Álfsnesi sem fyrst. Er lögð áhersla á að verkefnastjórn skili framvinduskýrslu til eigenda tvisvar á ári.Meðal annars í ljósi þess að hætt verður að urða lífrænan úrgang, að útflutningur á bögguðum úrgangi er að hefjast auk þeirra skilyrða sem fram koma í samkomulaginu samþykkir bæjarráð Mosfellsbæjar fyrirliggjandi viðauka við eigendasamkomulagið með þeim skilyrðum sem þar koma fram, þ.á.m. að urðun verði alfarið hætt í árslok 2030.
Bæjarstjóra er falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Mosfellsbæjar.