Mál númer 201505030
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Lögð fram til kynningar samantekt um stöðu framkvæmda í Mosfellsbæ í júlí 2015.
Afgreiðsla 1221. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 23. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1221
Lögð fram til kynningar samantekt um stöðu framkvæmda í Mosfellsbæ í júlí 2015.
Kynnt og lagt fram.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið. - 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kemur og kynnir skýrslu um framkvæmdir Eignasjóðs á árinu 2015.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að skýrsla um framkvæmdir 2015 verði kynnt í umhverfisnefnd og skipulagsnefnd kjörnum fulltrúum til upplýsingar um þau verkefni sem verið er að vinna á vegum Mosfellsbæjar.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá. $line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar: $line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir furðu sinni á því að ekki skuli vera vilji til að upplýsa nefndir sem starfa á vettvangi umhverfismála um þær framkvæmdir sem verið er að vinna að í Mosfellsbæ. Skýrslan hefur mikið upplýsingagildi og veitir nefndunum góða innsýn í þau verkefni sem verið er að vinna að í bænum. Hún hefur því mikið fræðslugildi fyrir nefndarmenn. $line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$Það er einkennileg ályktun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar að ekki sé vilji til að upplýsa kjörna fulltrúa og nefndarmenn um framkvæmdir í Mosfellsbæ. Þvert á móti kom fram í máli bæjarfulltrúa hvatning til að kynna efni umrædds dagskrárliðar fyrir nefndarfólki og kjörnum fulltrúum. Bæjarráð gegnir m.a. því hlutverki að vera framkvæmdanefnd bæjarins og því er mál sem þessi rædd á þeim vettvangi eðli máls samkvæmt. Það er síðan að sjálfsögðu öllu nefndarfólki frjálst að taka viðkomandi mál upp í viðkomandi nefnd ef það sér ástæðu til.$line$$line$Bókun fulltrúa S-lista:$line$Varðandi bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vilja fulltrúar Samfylkingarinnar taka fram að á reglulegum undirbúningsfundum bæjarfulltrúa hennar og nefndarmanna er farið yfir öll mál sem eru á dagskrá bæjarstjórnar hverju sinni og þeim upplýsingum miðlað til þess hóps sem þar starfar. Telji einstakir nefndarmenn ástæðu til að taka mál upp í nefndum þá gera þeir það.$line$$line$Anna Sigríður Guðnadóttir$line$Ólafur Ingi Óskarsson.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Það er mat Íbúahreyfingarinnar að ekkert komi í staðinn fyrir kynningu framkvæmdastjóra umhverfissviðs á skýrslu um framkvæmdir 2015. $line$$line$Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. maí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1211
Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kemur og kynnir skýrslu um framkvæmdir Eignasjóðs á árinu 2015.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.