Mál númer 201503299
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir því að bæjarráð taki afstöðu til gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar skv. breyttu deiliskipulagi fyrir Litlakrika 3-5.
Afgreiðsla 1230. fundar bæjarráðs samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1230
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir því að bæjarráð taki afstöðu til gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar skv. breyttu deiliskipulagi fyrir Litlakrika 3-5.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna viðbótaríbúðar við Litlakrika 3-5 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Tekið fyrir að nýju, en bæjarráð vísaði málinu aftur til skipulagsnefndar þar sem í ljós kom að láðst hafði að taka fyrir og svara athugasemd frá Leifi Guðjónssyni dags. 22. júní 2015. Athugasemdin lögð fram ásamt endurskoðuðum drögum að svörum.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Tekið fyrir að nýju, en bæjarráð vísaði málinu aftur til skipulagsnefndar þar sem í ljós kom að láðst hafði að taka fyrir og svara athugasemd frá Leifi Guðjónssyni dags. 22. júní 2015. Athugasemdin lögð fram ásamt endurskoðuðum drögum að svörum.
Nefndin ítrekar svar sitt við áður framkominni athugasemd og vísar einnig til þess svars gagnvart athugasemd Leifs Guðjónssonar.
Dóra Lind vék af fundi undir umræðum um málið. - 23. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1221
Tekið fyrir að nýju sbr. bókun á 392. fundi. Lögð fram drög að svari við athugasemd íbúa í Litlakrika 7.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu aftur til Skipulagsnefndar.
- 14. júlí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #393
Tekið fyrir að nýju sbr. bókun á 392. fundi. Lögð fram drög að svari við athugasemd íbúa í Litlakrika 7.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að svörum og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 389 fundi, var grenndarkynnt með bréfi dags. 22. maí 2015 með athugasemdafresti til og með 22. Athugasemdir bárust frá eigendum Litlakrika 7.
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #392
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 389 fundi, var grenndarkynnt með bréfi dags. 22. maí 2015 með athugasemdafresti til og með 22. Athugasemdir bárust frá eigendum Litlakrika 7.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svörum við athugasemdunum fyrir næsta fund.
- 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 387 fundi.
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #389
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 387 fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Dóra Lind vék af fundi undir þessum lið. - 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lagt fram erindi Jónasar Bjarna Árnasonar dags. 11. mars 2015 þar sem óskað er eftir að heimilað verði að hafa 3 íbúðir í húsinu skv. meðfylgjandi tillöguteikningu, en húsið er skv. skipulagi og áður samþykktum teikningum áformað sem parhús.
Afgreiðsla 387. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #387
Lagt fram erindi Jónasar Bjarna Árnasonar dags. 11. mars 2015 þar sem óskað er eftir að heimilað verði að hafa 3 íbúðir í húsinu skv. meðfylgjandi tillöguteikningu, en húsið er skv. skipulagi og áður samþykktum teikningum áformað sem parhús.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar.