Mál númer 201506053
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs. (Ath: Um er að ræða fjölgun um 5 íbúðir, stækkun lóðar um 47 fermetra vegna tveggja viðbótarbílastæða, breytingar sem gera þarf á miðeyju götunnar vegna breyttrar staðsetningar innkeyrslu í bílageymslu og loks breytingar á mæliblöðum og skráningum lóðar vegna stækkunarinnar.)
Afgreiðsla 1224. fundar bæjarráðs samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 27. ágúst 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1224
Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs. (Ath: Um er að ræða fjölgun um 5 íbúðir, stækkun lóðar um 47 fermetra vegna tveggja viðbótarbílastæða, breytingar sem gera þarf á miðeyju götunnar vegna breyttrar staðsetningar innkeyrslu í bílageymslu og loks breytingar á mæliblöðum og skráningum lóðar vegna stækkunarinnar.)
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Gerplustræti 2-4 með deiliskipulagsbreytingu verði 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna þessara breytinga.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar þegar gengið gefur verið frá greiðslu álagðra gjalda vegna hennar.
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #392
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Gjaldtöku vegna breytinganna og viðbótar íbúða er vísað til bæjarráðs. - 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum.
Afgreiðsla 391. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #391
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum.
Frestað.