Mál númer 201508879
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Í bréfi dags. 11. maí 2016 og meðf. glærukynningu gerir Vörður Leví Traustason f.h. Samhjálpar félagasamtaka grein fyrir breyttum áformum um byggingar að Hlaðgerðarkoti, og óskar eftir að 1. áfangi væntanlegra bygginga geti fengið meðferð skv. 44. gr. skipulagslaga, um grenndarkynningu á framkvæmd í þegar byggðu hverfi án þess að fyrir liggi deiliskipulag.
Afgreiðsla 413. fundar skipulagsnefnd samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #413
Í bréfi dags. 11. maí 2016 og meðf. glærukynningu gerir Vörður Leví Traustason f.h. Samhjálpar félagasamtaka grein fyrir breyttum áformum um byggingar að Hlaðgerðarkoti, og óskar eftir að 1. áfangi væntanlegra bygginga geti fengið meðferð skv. 44. gr. skipulagslaga, um grenndarkynningu á framkvæmd í þegar byggðu hverfi án þess að fyrir liggi deiliskipulag.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu og að umsókn um byggingu fyrsta áfangans fái málsmeðferð skv. 44. gr. skipulagslaga þegar hún kemur fram.
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins. Frestað á 394. fundi.
Afgreiðsla 395. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #395
Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins. Frestað á 394. fundi.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir að unnið verði deiliskipulag og felur skipulagsfulltrúa að semja við fulltrúa Samhjálpar um gerð lýsingar og deiliskipulags.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Samhjálp félagasamtök óska með bréfi dags. 13. ágúst 2015 eftir því að Mosfellsbær deiliskipuleggi lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal í samræmi við meðfylgjandi tillöguteikningar að stækkun meðferðarheimilisins.
Frestað.