Mál númer 201508880
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Lögð fram fyrirspurn núverandi lóðarhafa og tilboðsgjafa í lóðina um það hvort fallist verði á að reisa einnar hæðar hús á lóðinni í stað tveggja hæða eins og skipulag gerir ráð fyrir.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Lögð fram fyrirspurn núverandi lóðarhafa og tilboðsgjafa í lóðina um það hvort fallist verði á að reisa einnar hæðar hús á lóðinni í stað tveggja hæða eins og skipulag gerir ráð fyrir.
Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur að slík breyting geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óveruleg frávik. Lóðarhafa lóðar nr. 70 verði gefinn kostur á að tjá sig um breytinguna áður en byggingarleyfisumsókn verður samþykkt.