Mál númer 201309070
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Tekið fyrir að nýju, en á 406. fundi var afgreiðslu frestað og samþykkt að gefa umsækjendunum kost á að tjá sig um framkomnar athugasemdir.
Afgreiðsla 409. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #409
Tekið fyrir að nýju, en á 406. fundi var afgreiðslu frestað og samþykkt að gefa umsækjendunum kost á að tjá sig um framkomnar athugasemdir.
Í umsögn Skipulagsstofnunar frá 14. janúar 2015 um verkefnislýsingu fyrir fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag orlofshúsaþyrpingar fyrir ferðamannaþjónustu, eru gerðar veigamiklar athugasemdir við þessi áform, þau sögð stangast á við stefnumarkanir í aðalskipulagi og kalla á breytingu á skilgreiningu landnotkunar úr svæði fyrir frístundabyggð yfir í verslunar og þjónustusvæði. Þá er einnig ljóst af framkomnum athugasemdum nágranna við verklýsinguna, að mikil og almenn andstaða er meðal þeirra við áformin.
Í ljósi þessa samþykkir skipulagsnefnd að falla frá áformum um skipulag fyrir ferðamannaþjónustu á umræddu landi. - 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum. Frestað á 405. fundi.
Afgreiðsla 406. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 17. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #665
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum.
Afgreiðsla 405. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 665. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #406
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum. Frestað á 405. fundi.
Afgreiðslu málsins er frestað og samþykkt að gefa landeigendum/um-sækjendum kost á að tjá sig um framkomnar umsagnir og athugasemdir.
- 9. febrúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #405
Lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um verkefnislýsingu sem auglýst var og kynnt 22. desember 2015. Einnig lagðar fram athugasemdir og mótmæli nágranna í fjórum bréfum.
Frestað.
- 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Lögð fram endurskoðuð verkefnislýsing fyrir skipulagið, en nauðsynlegt reyndist að endurskoða fyrirliggjandi drög vegna lagabreytinga og með tilliti til þess að breyta þarf aðalskipulagi samhliða deiliskipulaginu.
Afgreiðsla 402. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #402
Lögð fram endurskoðuð verkefnislýsing fyrir skipulagið, en nauðsynlegt reyndist að endurskoða fyrirliggjandi drög vegna lagabreytinga og með tilliti til þess að breyta þarf aðalskipulagi samhliða deiliskipulaginu.
Nefndin samþykkir verkefnislýsinguna svo breytta og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 40 gr. skipulagslaga. Athygli nágranna verði sérstaklega vakin á verkefnislýsingunni.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Lögð fram greinargerð Ólafs Gunnarssonar og Sigrúnar Eggertsdóttur dags. 24. september 2015 um það hvernig staðið yrði að uppbyggingu aðkomuvegar og að- og fráveitum fyrir svæðið.
Afgreiðsla 398. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #398
Lögð fram greinargerð Ólafs Gunnarssonar og Sigrúnar Eggertsdóttur dags. 24. september 2015 um það hvernig staðið yrði að uppbyggingu aðkomuvegar og að- og fráveitum fyrir svæðið.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi verkefnislýsingu, sbr. 40 gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að þjónustumiðstöð verði að hámarki 200 m2. Athygli nágranna verði sérstaklega vakin á verkefnislýsingunni.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju. Málið var áður á dagskrá 378. fundar.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju. Málið var áður á dagskrá 378. fundar.
Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sína varðandi uppbyggingu á svæðinu í samræmi við gildandi aðalskipulag en óskar eftir nánari upplýsingum um hvernig staðið verður að uppbyggingu aðkomuvegar og að- og fráveitum vegna starfseminnar.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju og lögð fram frekari gögn til upplýsingar. Áður á dagskrá 367. fundar og þá lögð fram tillaga að verkefnislýsingu deiliskipulags.
Afgreiðsla 378. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. nóvember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #378
Erindi eigenda landsins um að það verði skipulagt undir orlofsbyggð/ferðaþjónustu tekið fyrir að nýju og lögð fram frekari gögn til upplýsingar. Áður á dagskrá 367. fundar og þá lögð fram tillaga að verkefnislýsingu deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að ræða nánar við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
- 7. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #626
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag orlofshúsabyggðar, unnin af Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt fyrir landeigendur. Einnig lagt fram bréf landeigenda dags. 14.3.2014, þar sem þeir gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum að æskilegt sé að leyft verði að byggja meira á lóðinni en ákvæði aðalskipulags um frístundalóðir gera ráð fyrir.
Afgreiðsla 367. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 626. fundi bæjarstjórnar.
- 29. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #367
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag orlofshúsabyggðar, unnin af Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt fyrir landeigendur. Einnig lagt fram bréf landeigenda dags. 14.3.2014, þar sem þeir gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum að æskilegt sé að leyft verði að byggja meira á lóðinni en ákvæði aðalskipulags um frístundalóðir gera ráð fyrir.
Nefndin er jákvæð fyrir erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi.
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag orlofshúsabyggðar, unnin af Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt fyrir landeigendur. Einnig lagt fram bréf landeigenda dags. 14.3.2014, þar sem þeir gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum að æskilegt sé að leyft verði að byggja meira á lóðinni en ákvæði aðalskipulags um frístundalóðir gera ráð fyrir.
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 625. fundi bæjarstjórnar.
- 15. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #366
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag orlofshúsabyggðar, unnin af Ragnhildi Ingólfsdóttur arkitekt fyrir landeigendur. Einnig lagt fram bréf landeigenda dags. 14.3.2014, þar sem þeir gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sínum að æskilegt sé að leyft verði að byggja meira á lóðinni en ákvæði aðalskipulags um frístundalóðir gera ráð fyrir.
Frestað.
- 25. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #611
Ólafur Gunnarsson og Sigrún Eggertsdóttir óska 29.8. eftir því að fyrri ákvarðanir varðandi óskir þeirra um að reisa orlofsþorp á landi þeirra verði teknar til endurskoðunar, þar sem landið er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð í nýju aðalskipulagi.
Afgreiðsla 349. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 611. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. september 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #349
Ólafur Gunnarsson og Sigrún Eggertsdóttir óska 29.8. eftir því að fyrri ákvarðanir varðandi óskir þeirra um að reisa orlofsþorp á landi þeirra verði teknar til endurskoðunar, þar sem landið er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð í nýju aðalskipulagi.
Nefndin er jákvæð fyrir hugmyndum um byggingu orlofshúsaþyrpingar með þjónustuaðstöðu á landinu, og óskar eftir að umsækjendur leggi fram tillögu að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulagsvinnu, sbr. 40. gr. skipulagslaga.