Mál númer 2015081086
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst 20. júní 2016 með athugasemdafresti til 1. ágúst 2016. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 9. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 677. fundi bæjarstjórnar.
- 8. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #673
Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar, unnin af KrArk teiknistofu, sbr. bókun á 402. fundi.
Afgreiðsla 414. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 673. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #414
Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar, unnin af KrArk teiknistofu, sbr. bókun á 402. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að í greinargerð deiliskipulagsins verði gerð grein fyrir ákvæðum varðandi bílastæði í samræmi við fyrirliggjandi ábendingar umferðarsérfræðings.
- 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Gerð var grein fyrir viðræðum við umsækjanda og lögð fram umsögn verkfræðistofunnar Eflu um umferðar- og aðkomumál.
Afgreiðsla 402. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #402
Gerð var grein fyrir viðræðum við umsækjanda og lögð fram umsögn verkfræðistofunnar Eflu um umferðar- og aðkomumál.
Nefndin heimilar umsækjanda að láta vinna og leggja fram endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi út frá því sem fram kemur í minnisblaði Eflu. Jafnframt felur nefndin umhverfissviði að skoða möguleika á gerð göngu- og hjólreiðastígs meðfram Reykjalundarvegi.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Lögð fram umsögn starfsmanna umhverfissviðs, sbr. bókun á 395. fundi.
Afgreiðsla 398. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #398
Lögð fram umsögn starfsmanna umhverfissviðs, sbr. bókun á 395. fundi.
Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús. Frestað á 394. fundi.
Afgreiðsla 395. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #395
Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús. Frestað á 394. fundi.
Nefndin er í aðalatriðum jákvæð fyrir tillögunni og samþykkir að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagið þar sem allar forsendur þess liggja fyrir í aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 40 . gr. skipulagslaga. Nefndin óskar eftir umsögn umhverfissviðs um tillöguna að því er varðar aðkomu að lóðunum frá Reykjalundarvegi.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Lögð fram tillaga KrArk teiknistofu að deiliskipulagi Háeyrar, unnin fyrir landeigandann Sigurð I B Guðmundssson. Tillagan gerir ráð fyrir að landið skiptist í tvær lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús.
Frestað.