Mál númer 201506050
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Skipulagsnefnd vísaði því til bæjarráðs að gera samkomulag vegna viðbótaríbúða við Vefarastræti 8-22.
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar þegar gengið gefur verið frá greiðslu álagðra gjalda vegna hennar.
- 16. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1220
Skipulagsnefnd vísaði því til bæjarráðs að gera samkomulag vegna viðbótaríbúða við Vefarastræti 8-22.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að skrifa undir fyrirliggjandi drög að samkomulagi vegna viðbótaríbúða við Vefarastræti 8-22 .
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Sævar Þorbjörnsson f.h. Slippsins Fasteignafélags ehf óskar 3. júní eftir breytingum á reglum um bílastæði og fjölgun íbúða á lóðunum Vefarastræti 8-14 og 16-22 skv. meðfylgjandi tillögu Teiknistofu Arkitekta.
Afgreiðsla 391. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #391
Sævar Þorbjörnsson f.h. Slippsins Fasteignafélags ehf óskar 3. júní eftir breytingum á reglum um bílastæði og fjölgun íbúða á lóðunum Vefarastræti 8-14 og 16-22 skv. meðfylgjandi tillögu Teiknistofu Arkitekta.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga með breytingum í samræmi við umræður á fundinum. Gjaldtöku vegna viðbótaríbúða er vísað til bæjarráðs.