Mál númer 201411043
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við Malbikunarstoðina Höfða. Fyrirtækið hefur boðað að það muni leggja fram viðbótargögn á morgun 14. júlí. Gögn þessi verða hengd inn á fundargátt um leið og þau berast.
Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Lagt fram bréf Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um að breyting verði gerð á heimiluðum efnistökutíma úr Seljadalsnámu.
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 16. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1220
Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við Malbikunarstoðina Höfða. Fyrirtækið hefur boðað að það muni leggja fram viðbótargögn á morgun 14. júlí. Gögn þessi verða hengd inn á fundargátt um leið og þau berast.
Bæjarráð harmar mjög þá stöðu sem upp er komin vegna vinnslu í Seljadalsnámu. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að öllum ákvæðum framkvæmdaleyfisins sé fylgt eftir og að reglulegar skýrslur eftirlitsaðila skili sér til bæjarins. Í ljósi ástands á vegum höfuðborgarsvæðis samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að heimila efnistöku úr Seljadalsnámu tímabilið 20. júlí til 7. ágúst nk., þó þannig að akstur efnis úr námu fari einungis fram á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 8 til 17 og að öðru leyti í samræmi við fyrirkomulag það sem lýst er í erindi bréfritara frá 14. júlí sl. Íbúar á svæðinu verði upplýstir um stöðu málsins.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar að fulltrúar D- og S-lista i bæjarráði skuli ekki ætla að hafa samráð við íbúa um vinnslutíma áður en ákvörðun verður tekin. Efnisflutningurinn hefur mjög íþyngjandi áhrif á lífsgæði íbúa og júlímánuður sérstaklega viðkvæmur tími í landi þar sem sumur eru stutt. - 9. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1219
Lagt fram bréf Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um að breyting verði gerð á heimiluðum efnistökutíma úr Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka þennan lið á dagskrá fundarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við bréfritara og upplýsa bæjarráð um þau samskipti á næsta fundi.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt svörum nágranna/hagsmunaaðila við bréfi hans, þar sem erindi malbikunarstöðvarinnar Höfða um breytingu á vinnslutíma var kynnt.
Afgreiðsla 1190. fundar bæjarráðs samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. nóvember 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1190
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt svörum nágranna/hagsmunaaðila við bréfi hans, þar sem erindi malbikunarstöðvarinnar Höfða um breytingu á vinnslutíma var kynnt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka undir tillögu skipulagsfulltrúa sbr. framlagt minnisblað dags. 25.nóvember 2014 og fallast á ósk Malbikunarstöðvarinnar um breyttan vinnslutíma.
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015.
Afgreiðsla 377. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs með bókun á 377. fundi.
Afgreiðsla 1188. fundar bæjarráðs samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1188
Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs með bókun á 377. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda íbúum sem málið varðar kynningarbréf og gefa frest til umsagnar eða ábendinga.
- 11. nóvember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #377
Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015.
Nefndin vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu, þar sem það varðar ákvæði um vinnslutíma í upphaflegum samningi Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar frá 1985. Nefndin telur að breytingin sem óskað er eftir geti stuðlað að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af vinnslunni, en leggur til að nágrönnum sem eiga hagsmuna að gæta verði kynnt málið áður en ákvörðun verður tekin.