Mál númer 201503370
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Drög að bréfi til Vegagerðarinnar vegna áskorunar um úrbætur við Reykjaveg lagt fram.
Afgreiðsla 1218. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 2. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1218
Drög að bréfi til Vegagerðarinnar vegna áskorunar um úrbætur við Reykjaveg lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að senda Vegagerðinni bréf í samræmi við fyrirliggjandi drög.
- 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Bæjarráð samþykkti á 1204. fundi að senda samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015 til skipulagsnefndar til kynningar.
Afgreiðsla 388. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 648. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015. Bæjarráð samþykkti á 1204. fundi að senda samantektina til umhverfisnefndar til kynningar.
Afgreiðsla 159. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 648. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. apríl 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #159
Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015. Bæjarráð samþykkti á 1204. fundi að senda samantektina til umhverfisnefndar til kynningar.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti fyrir umhverfisnefnd samantekt vegna tjóns sem varð af völdum óveðurs þann 14. mars 2015.
- 14. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #388
Bæjarráð samþykkti á 1204. fundi að senda samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015 til skipulagsnefndar til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að ráðist verði í að finna varanlega lausn á þeim manngerðu vandamálum sem uppi eru í Reykjahverfi vegna ófullnægjandi vatnsrása við Reykjaveg og mannvirkjagerðar í mýrlendi við Reykjahvol. Í þessu sambandi er mikilvægt að leita ráðgjafar hjá fagstofnunum á sviði vegagerðar, vatnamála og náttúruverndar við lausn vandans. Sagan segir okkur að flóðin eiga eftir að endurtaka sig. Til að forðast áframhaldandi eignaspjöll og kostnað vegna viðgerða leggur Íbúahreyfingin því til að ráðist verið í að finna varanlegra lausn á vandanum sem allra fyrst.$line$$line$Tillaga D- og V- lista:$line$Skoðun á viðbrögðum við því ástandi sem skapaðist þann 14. mars sl. er þegar hafin hjá umhverfisnefnd og af þeim sökum er lögð fram málsmeðferðartillaga um að tillögu M-lista verði vísað til umsagnar umhverfissviðs. $line$$line$Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
- 19. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1204
Lögð fyrir bæjarráð stutt samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015.
Þorsteinn Sigvaldason, forstöðumaður þjónustustöðvar og Bjarni Ásgeirsson, bæjarverkstjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi samantekt til skipulagsnefndar og umhverfisnefndar til upplýsingar.