Mál númer 201409371
- 14. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #697
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að farið verði yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu leiguíbúða við Þverholt 27-29.
Afgreiðsla 1310. fundar bæjarráðs samþykkt á 697. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #697
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að farið verði yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu leiguíbúða við Þverholt 27-29. Málinu var frestað á síðast fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 1309. fundar bæjarráðs samþykkt á 697. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. júní 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1309
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að farið verði yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu leiguíbúða við Þverholt 27-29. Málinu var frestað á síðast fundi bæjarráðs.
Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um stöðu málsins.
- 1. júní 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1308
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að farið verði yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu leiguíbúða við Þverholt 27-29.
Frestað.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Lagt fram minnisblað og fleiri gögn vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29.
Afgreiðsla 1281. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Lagt fram minnisblað og samkomulagsdrög vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 1282. fundar bæjarráðs samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. nóvember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1282
Lagt fram minnisblað og samkomulagsdrög vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Byggingarfélagið Bakka ehf. um úthlutun lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og úthlutunarskilmála.
- 10. nóvember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1281
Lagt fram minnisblað og fleiri gögn vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29.
Frestað.
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Lagt fram minnisblað um stöðu mála vegna úthlutunar lóða við Þverholt til Ris.
Afgreiðsla 1273. fundar bæjarráðs samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1273
Lagt fram minnisblað um stöðu mála vegna úthlutunar lóða við Þverholt til Ris.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila afturköllun á úthlutun lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 berist ekki greiðsla gjaldfallinna gjalda frá lóðarhöfum innan viku frá birtingu áskorunar þess efnis.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Lögð er fram ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Afgreiðsla 1253. fundar bæjarráðs samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1253
Lögð er fram ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gleipini verktaka ehf., í útboði vegna gatnagerðar við Þverholt 21-23 og 27-29.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til að leita tilboða í gatnagerð fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1249
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til að leita tilboða í gatnagerð fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Samþykkt með þremur atkvæðum að felja umhverfissviði að leita tilboða hjá verktökum vegna gatnagerðar í Þverholti 21-23 og 27-29 á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 lögð fyrir bæjarráð til samþykktar ásamt minnisblaði.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur efasemdir um hvernig staðið er að úthlutun lóða í eigu Mosfellsbæjar við Þverholt 21-23 og 27-29 en lóðirnar voru auglýstar án þess að fyrir lægju úthlutunarskilmálar, eins og gert er ráð fyrir í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar frá árinu 2011. Íbúahreyfingin gerir einnig athugasemdir við að bæjarfulltrúum skuli ekki hafa verið tjáð að ekki stæði til að fara eftir úthlutunarreglum bæjarfélagsins við sölu á lóðunum.
Að öðru leyti tekur Íbúahreyfingin leiguíbúðum í miðbæ Mosfellsbæ fagnandi.Bókun S-, V- og D- lista:
Þverpólitísk sátt hefur ríkt um það innan bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að mikilvægt sé að fjölga leiguíbúðum í Mosfellsbæ. Skipuð var nefnd bæjarfulltrúa og embætismanna til að leita leiða til að fjölga leiguíbúðum hér í bæ. Niðurstaða þess starfshóps var að nýta lóðir við Þverholt. Þegar fyrir lágu breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar óskaði sveitarfélagið eftir samstarfsaðilum til að byggja umræddar íbúðir í samræmi við samþykkt skipulag og pólitískan vilja bæjarstjórnar um að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu.
Verkefnið var auglýst í helstu dagblöðum og í kjölfarið var skipuð valnefnd fagfólks til að fara yfir innsendar tillögur. Niðurstaða þess hóps var að leggja til við bæjarráð að ganga til samninga við Ris. Á umræddum bæjarráðsfundi var bæjarstjóra falið að undirrita samkomulag við Ris um úthlutun lóðanna á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og úthlutunarskilmála. Bæði í deiliskipulagi og úthlutunarskilmálum er tilgreint sérstaklega að um sé að ræða leiguíbúðir.
Bæjarfulltrúar S, V og D lista fagna mjög þessari niðurstöðu og telja að hér sé um að ræða mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið til lengri tíma litið. Teljum við að umrætt mál hafi í alla staði verið unnið faglega enda notast við ráðgjöf færra lögfræðinga, arkitekta og embætismanna. Því er algjörlega vísað á bug að ekki hafi verið farið eftir úthlutunarreglum bæjarins í þessu máli. Ómálefnalegt er með öllu að kasta rýrð á umrætt ferli sem hefur verið unnið faglega.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að það sé til lítils að búa til reglur ef ekki er farið eftir þeim. Útboð í anda úthlutunarreglnanna átti sér ekki stað. Úthlutunarskilmálana fékk bæjarráð fyrst í hendur í janúar 2016 en lóðirnar voru auglýstar í ágúst 2015 og er sú málsmeðferð ekki í samræmi við reglurnar.Bókun S-, V- og D- lista:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar miskilur augljóslega það ferli sem hér um ræðir.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Að gefnu tilefni óskar bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar eftir að 1. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar verði færð til bókar í fundargerð en hún hljóðar svo:
“Áður en byggingarlóðir (lóð) eru tilbúnar til úthlutunar og áður en þær eru auglýstar lausar til umsóknar, skal Tækni- og umhverfissvið semja úthlutunarskilmála er skilgreina réttindi og skyldur þeirra lóðarhafa er byggja á viðkomandi lóðum. Úthlutunarskilmálarnir skulu auglýstir samhliða lóðunum sjálfum og skulu vera aðgengilegir um leið og umsóknarfrestur hefst."Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. janúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1242
Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 lögð fyrir bæjarráð til samþykktar ásamt minnisblaði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Ris um úthlutun lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og úthlutunarskilmála í samræmi við þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til viðræðna við Ris byggingarverktaka ehf vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 í samræmi við tillögu matsnefndar.
Afgreiðsla 1233. fundar bæjarráðs samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1233
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til viðræðna við Ris byggingarverktaka ehf vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 í samræmi við tillögu matsnefndar.
Sigurður Einarsson (SE), arkitekt hjá Betteríinu, og Óskar Gísli Sveinsson (ÓGS), deildarstjóri nýframkvæmda, mæta á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum ganga til viðræðna við Ris byggingarverktaka ehf. vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 í samræmi við tillögu matsnefndar.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Óskað er heimildar bæjarráðs til að vinna áfram að yfirferð tillagna sem borist hafa vegna Þverholts 21-23 og 27-29 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað og að matsnefnd skili í framhaldi greinagerð og tillögum til bæjarráðs í samræmi við úthlutunarskilmála.
Afgreiðsla 1231. fundar bæjarráðs samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1231
Óskað er heimildar bæjarráðs til að vinna áfram að yfirferð tillagna sem borist hafa vegna Þverholts 21-23 og 27-29 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað og að matsnefnd skili í framhaldi greinagerð og tillögum til bæjarráðs í samræmi við úthlutunarskilmála.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela starfsmönnum umhverfissviðs og matsnefnd að vinna áfram að yfirferð tillagna sem borist hafa vegna lóða að Þverholti 21-23 og 27-29 og að matsnefnd skili í framhaldi greinargerð og tillögum til bæjarráðs um úthlutun lóðanna.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Óskað er heimildar bæjarráðs á breytingum við innheimtu gjalda í tengslum við úthlutun leiguíbúðalóða í miðbæ Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 9. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1219
Óskað er heimildar bæjarráðs á breytingum við innheimtu gjalda í tengslum við úthlutun leiguíbúðalóða í miðbæ Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna bílakjallara þannig að gjaldið verði framvegis 25% af hefðbundnu gjaldi eða 3,75% af fermetraverði vísitöluhúss. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að byggingarréttargjald vegna íbúða í miðbæ Mosfellsbæjar verði 1 milljón á hverja íbúð.
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að undirbúa úthlutun lóða undir leiguíbúðir við Þverholt.
Afgreiðsla 1216. fundar bæjarráðs samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að undirbúa úthlutun leiguíbúða við Þverholt.
Afgreiðsla 1215. fundar bæjarráðs samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1216
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að undirbúa úthlutun lóða undir leiguíbúðir við Þverholt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við auglýsingu og úthlutun lóða undir íbúðir við Þverholt í samræmi við fyrirkomulag það sem lýst er í framlögðu minnisblaði.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir því að bæjarráð fái öll undirbúningsgögn í hendur áður en ferlið er sett í gang s.s. drög að deiliskipulagsskilmálunum, útlits- og þvívíddarmyndir, drög að lóðarleigusamningnum, endanlega úthlutunarskilmála og fleira sbr. upphaf minnisblaðs til bæjarráðs.Einnig telur Íbúahreyfingin afar brýnt að vinna matsnefndar fari ekki af stað fyrr en endanleg matsgögn liggja fyrir. Þessi ráðstöfun er til að tryggja jafnræði þátttakenda í útboðinu. Íbúahreyfingin leggur ennfremur til að sett verði þak á leiguverð í útboðsskilmálum.
- 4. júní 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1215
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að undirbúa úthlutun leiguíbúða við Þverholt.
Frestað.
- 11. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #643
Starfshópur um leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar vísar til bæjarráðs tillögu sinni um úthlutun lóða undir leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1197. fundar bæjarráðs samþykkt á 643. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1197
Starfshópur um leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar vísar til bæjarráðs tillögu sinni um úthlutun lóða undir leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við tillögu Batterísins. Jafnframt að Umhverfissviði verði falið að hefja gerð útboðsgagna á grundvelli tillögunnar. Starfshópi um leiguíbúiðr er þakkað fyrir vel unnin störf.