Mál númer 201507096
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna áhrifa kjarasamninga o.fl.
Afgreiðsla 1273. fundar bæjarráðs samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1273
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna áhrifa kjarasamninga o.fl.
Pétur J. Lockton (PJl), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2016 samþykktur með þremur atkvæðum.
Viðaukin felur í sér tilfærslur milli liða þar sem launaáætlun ársins er endurdreift á deildir vegna áhrifa kjarasamninga. Því til viðbótar eru áætlaðar tekjur og gjöld vegna væntanlegra kosninga til Alþingis. Samandregin áhrif á rekstrarreikning eru þær að rekstartekjur hækka um 4,7 mkr. og launakostnaður hækkar um 4,7 mkr. Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstarniðurstöðu né fjármögnun. - 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Fjárhagsáætlun þróunar- og ferðamála lögð fram til umfjöllunar
Afgreiðsla 53. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Lagt fram yfirlit með samanburði á fjárhagsáætlun áranna 2015 og 2016 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2016 fór fram í bæjarstjórn 18. nóvember s.l.
Afgreiðsla 401. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Fjárhagsáætlun menningar- og vinarbæjarmála lögð fram
Afgreiðsla 194. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Fjárhagsáætlun fræðslunefndar lögð fram
Afgreiðsla 313. fundar fræðslunefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Ræddar verða breytingar á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2. umræðu vegna nýrrar þjóðhagsspár.
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 lögð fram til seinni umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 til 2019.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 8.790 m.kr.
Gjöld: 7.973 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 603 m.kr
Tekjuskattur 21 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 193 m.kr.
Eignir í árslok: 15.601 m.kr.
Eigið fé í árslok: 4.347 m.kr.
Fjárfestingar: 613 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2016
Hámarksútsvar, eða 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.Samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar 18. nóvember sl.
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2016 eru eftirfarandi:Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2016.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2016 nema annað sé tekið fram. Almennt hækka neðangreindar gjaldskrár um 4,5%:Gjaldskrá, húsaleiga í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks
Gjaldskrá, í félagsstarfi aldraðra
Gjaldskrá, húsnæðisfulltrúa Mosfellsbæjar
Gjaldskrá, húsaleiga í íbúðum aldraðra
Gjaldskrá, þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra
Gjaldskrá, húsaleiga í félagslegum íbúðum
Gjaldskrá, vegna heimsendingar fæðis
Gjaldskrá, félagsleg heimaþjónusta í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, ferðaþjónusta fatlaðs fólks
Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá frístundaselja (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá Listaskóla (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá Skólahljómsveitar (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og sundlauga
Gjaldskrá Ítóm (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá, Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá, Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá, skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, fyrir rotþróargjald í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, um hundahald í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, Hitaveitu Mosfellsbæjar-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------
Tillögur fulltrúa M-lista við fjárhagsáætlun sem fram komu við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 4. nóvember sl. og vísað var til seinni umræðu um fjárhagsáætlun:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun framlags til Kvennaathvarfsins:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að framlag Mosfellsbæjar til Kvennaathvarfsins verði kr. 243.000 á fjárhagsárinu 2016. Tilefnið er að efla aðgerðir gegn heimilisofbeldi sem jafnframt er liður í samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við lögreglustjóraembættið og hrundið var af stað í upphafi árs.Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjölskyldunefndar í tengslum við úthlutun styrkja.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að auka svigrúm fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til styrkveitinga:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að svigrúm fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til styrkveitinga verði tvöfaldað á þessu ári og síðan stig af stigi næstu ár. Tilgangurinn er að styðja við bakið á hjálparsamtökum en sú staða er uppi í íslensku samfélagi að slík samtök sinna mikilvægri grunnþjónustu í þágu almannaheilla sem engin önnur stofnun hjá ríki og sveitarfélögum sér um.Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að umrætt framlag verði tvöfaldað. Tillagan er því lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um stofnun umhverfisverkefnasjóðs:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að stofnaður verði umhverfisverkefnasjóður á borð við listasjóð Mosfellsbæjar. Verkefni eins og skógrækt, uppgræðsla lands, hefting ágengra tegunda, endurheimt lífríkis og umhverfisfræðsla ættu skjól í þessum sjóði.Lagt er til að tillögunni verði vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra og að umsögnin berist bæjarráði.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar sem fram kom á 1237. fundi bæjarráðs 26. nóvember sl. og vísað var til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær bjóði framvegis upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Niðurstöður rannsókna á vegum Velferðarráðuneytisins sýna að mjög hallar á konur í íslensku samfélagi. Besta leiðin til að taka á því er að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir.
Íbúahreyfingin telur brýnt að hefja jafnréttiskennslu strax á fyrstu árum grunnskóla og leggur til að fræðslusviði, í samstarfi við fjölskyldusvið sem fer með málaflokkinn, verði falið að leggja drög að því verkefni.Lagt er til að tillagan verði send til umsagnar jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusvið sérstaklega m.t.t. að greina hvað af því sem fram kemur í tillögunni sé þegar sinnt.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja eftirfarandi tillögu sem vísað var til bæjarráðs við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2015:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að á árinu 2016 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss sem ætlað verði til félags- og tómstundastarfs ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára þar sem það hafi aðstöðu til að sinna hugðarefnum af ýmsum toga og til að efla tengsl sín á milli.
Varið verði einni milljón króna á árinu 2016 til að hefja undirbúning verkefnisins.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonLagt er til að tillagan verði vísað til bæjarráðs.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var samþykkt með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar S- og M- lista sitja hjá.
Bókun bæjarfulltrúa V- og D- lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 verður rúmlega 192 mkr. afgangur af rekstri Mosfellsbæjar eftir fjármagnsliði. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 877 mkr. eða um 10% af heildartekjum. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka.Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er erfitt um þessar mundir. Launakostnaður eykst mjög mikið milli ára í kjölfar nýrra kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélaganna. Það er vel og starfsmenn sveitarfélaga eiga svo sannarlega skilið betri laun fyrir sitt vinnuframlag.
Útsvarstekjur, sem eru aðal tekjustofn sveitarfélaga, hafa hinsvegar ekki aukist í sama mæli og launagjöld. Þar af leiðandi er nauðsynlegt gera ráðstafanir í rekstrinum ef ekki á illa að fara. Auk þessa hefur verið fjárhagslegur halli á mörgum verkefnum sem sveitarfélög sinna samkvæmt samningum við ríkisvaldið s.s. málaflokkur fatlaðs fólks. Þess vegna hafa sveitarfélög kallað ákaft eftir viðræðum við ríkið um endurskoðun tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga sem ekki hefur enn skilað niðurstöðu.
Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á fjárhagsáætlun milli umræðna er að gert er ráð fyrir viðbótarfjármunum til kaupa á tækjum og búnaði til að styrkja starfsaðstöðu grunnskóla og heimilað að nýta fjármuni af miðlægum liðum til að styðja við innleiðingu nýs kjarasamnings. Jafnframt er gert ráð fyrir fjármunum til leikskóla til að hefja undirbúning og skoðun á að taka inn yngri börn í leikskólann. Þá verði fræðslusviði falið að leita samninga við einkarekna ungbarnaleikskóla um auknar niðurgreiðslur til barna úr Mosfellsbæ og reglur um þetta fyrirkomulag mótaðar.
Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2016 eru eftirfarandi:
- Að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki.
- Að laun starfsmanna bæjarins hækki verulega
- Að leikskólagjöld haldist óbreytt.
- Að gjaldskrár grunnskóla lækki að raungildi.
- Að frístundaávísun hækki sérstaklega fyrir barnmargar fjölskyldur.
- Að hafist verði handa við byggingu skóla í Helgafellshverfi og lokið við skólasetur við Höfðaberg.
- Að afsláttur af fasteignagjöldum til tekjulágra eldri borgara verði aukinn .
- Að valfrelsi verði aukið með hækkuðum niðurgreiðslum til einkarekinna leikskóla.Mikil og ötul vinna fer í fjárhagsáætlunargerð ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af fjármálastjóra bæjarins, framkvæmdarstjórum og forstöðumönnum. Við viljum nota tækifærið og þakka öllu því góða starfsfólki sem að þessari vinnu hafa komið fyrir afar óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman.
Bókun S-lista Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2016-2019:
Fjárhagsáætlun er að stærstu leyti stefnumarkandi plagg meirihluta sjálfstæðismanna og VG hvað varðar rekstur og framkvæmdir næstu ára og lýsir þeim áherslum sem hann vill vinna að. Fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar hafa ekki komið að vinnu við undirbúning áætlunarinnar á fyrri stigum og sitja hjá við afgreiðslu hennar.Ýmislegt jákvætt er að finna í áætluninni og má til dæmis nefna að ekki er áætlað að hækka gjaldskrár leikskólanna. Þá má einnig nefna að áætlun um öflugri stuðning við foreldra barna undir hefðbundnum leikskólaaldri er jákvæð þróun enda hefur það verið á stefnuskrá Samfylkingarinnar bæta þjónustu við ungbarnafjölskyldur. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar setja spurningamerki við það að flestar gjaldskrár skuli hækka um 4,5% þegar þjóðhagsspá gerir ráð fyrir 3,5% hækkun vísitölu neysluverðs. Í þeim forsendum sem kynntar voru við fyrri umræðu var ætlunin að breyta gjaldskrám í samræmi við spár um verðlagsþróun á árinu 2016. Nú þegar þær spár gera ráð fyrri lægri verðbólgu teljum við að rétt hefði verið að taka þá pólitísku umræðu hvort nauðsynlegt eða rétt væri að hækka gjaldskrár umfram verðbólguspá.
Talsverð óvissa er fólgin í áætlun næsta árs og hefði verið ákjósanlegra að hafa meira samráð við undirbúning áætlunarinnar. Þó bæjarfulltrúar Samfylkingar leggi ekki fram beinar tillögur við þessa fjárhagsáætlun þá munu þeir að sjálfsögðu vinna áfram sem hingað til að þeim áherslumálum sem flokkurinn hefur staðið fyrir, svo sem að hagsmunum barnafjölskyldna, fræðslumálum, félagslegu réttlæti og ábyrgum rekstri svo eitthvað sé nefnt.
Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sem bæjarfulltrúar hennar hafa talað fyrir árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana, fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fagnefndum ætti að ræða þann ramma sem bæjarráð setur fagsviðum eftir tillögugerð forstöðumanna og framkvæmdastjóra og umræður um þær. Fagnefndirnar ættu að leggja markvisst niður fyrir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það tillögur til bæjarráðs ásamt því að leggja fram rökstuddar tillögur um nýtt fjármagn ef svo ber undir. Kjörnir bæjarfulltrúar tækju síðan við, forgangsröðuðu og tækju þannig hina endanlegu pólitísku ábyrgð. Til þess erum við kjörin í bæjarstjórn.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson - 26. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1237
Ræddar verða breytingar á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2. umræðu vegna nýrrar þjóðhagsspár.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Kynntar tillögur á breytingu á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar milli umræðna.
Breytingatillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær bjóði framvegis upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Niðurstöður rannsókna á vegum Velferðarráðuneytisins sýna að mjög hallar á konur í íslensku samfélagi. Besta leiðin til að taka á því er að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir.
Íbúahreyfingin telur brýnt að hefja jafnréttiskennslu strax á fyrstu árum grunnskóla og leggur til að fræðslusviði, í samstarfi við fjölskyldusvið sem fer með málaflokkinn, verði falið að leggja drög að því verkefni.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til seinni umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
- 26. nóvember 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #165
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 11 lögð fram til kynningar.
- 24. nóvember 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #314
Fjárhagsáætlun fræðslunefndar lögð fram
Fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2016 lögð fram.
- 24. nóvember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #401
Lagt fram yfirlit með samanburði á fjárhagsáætlun áranna 2015 og 2016 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2016 fór fram í bæjarstjórn 18. nóvember s.l.
Umræður um málið, lagt fram.
- 23. nóvember 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #194
Fjárhagsáætlun menningar- og vinarbæjarmála lögð fram
Lagt fram og kynnt.
- 19. nóvember 2015
Þróunar- og ferðamálanefnd #53
Fjárhagsáætlun þróunar- og ferðamála lögð fram til umfjöllunar
Lagt fram.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla 195. fundar íþótta-og tómstundanefnd samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2016.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa tillögum M-lista varðandi rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2016 til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 sem fram fer hinn 2. desember nk.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Minnisblað um gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar lagt fram.
Afgreiðsla 1235. fundar bæjarráðs samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Bæjarráð samþykkti að vísa gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn 18. nóvember nk.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar til seinni umræðu um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar á næsta fundi bæjarstjórnar 2. desember nk.
- 13. nóvember 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #237
Rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2016.
Rekstraráætlun fjölskyldusviðs og forsendur hennar kynntar.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í fjölskyldunefnd gerir að tillögu sinni að nefndin leggi til að bæjarráð hækki svigrúm fjölskyldunefndar til styrkveitinga á fjárhagsárinu 2016 í kr. 600 þúsund og geri nefndinni með því mögulegt að styðja við bakið á samtökum sem veita Mosfellingum mikla samfélagsþjónustu.Samþykkt samhljóða.
Fjölskyldunefndin gerir ekki frekari athugasemdir við framlagða rekstraráætlun.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í fjölskyldunefnd vekur athygli á því að fjárhagsáætlun á samkvæmt samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar að koma til umsagnar í nefndum bæjarins, ekki einungis til kynningar, eins og gert er í fundarboði. Öflugt nefndarstarf er einn af hornsteinum lýðræðisins og því mikilvægt að bæjarráð tryggi að fagnefndir Mosfellsbæjar njóti umsagnarréttar síns til fulls. Í því sambandi telur Íbúahreyfingin einnig eðlilegt að nefndirnar fái fjárhagsáætlun til umsagnar áður en til 1. umræðu kemur í bæjarstjórn og leggur til að framvegis verði sá háttur hafður á við undirbúning áætlunarinnar.Fulltrúar D lista árétta vegna bókunar M-lista að það sé farið að ákvæðum bæjarmálasamþykktar við gerð fjárhagsáætlunar enda geri 31. gr. bæjarmálasamþykktar ráð fyrir umsögn fjölskyldunefndar svo sem er á dagskrá þessa fundar en ekki að hún sé gerð áður en samin séu drög að fjárhagsáætlun.
- 12. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1235
Minnisblað um gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn 18. nóvember nk.
- 12. nóvember 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #195
Fjárhagsáætlun 2016
Fjárhagsáætlun fyrir 2016 lögð fram og kynnt.
Íbúahreyfingin kemur með eftirfarandi bókun
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á því að fjárhagsáætlun á samkvæmt samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar að koma til umsagnar í nefndum bæjarins, ekki einungis til kynningar. Öflugt nefndarstarf er einn af hornsteinum lýðræðisins og því mikilvægt að bæjarráð tryggi að fagnefndir Mosfellsbæjar njóti umsagnarréttar síns til fulls. Í því sambandi telur Íbúahreyfingin einnig eðlilegt að nefndirnar fái fjárhagsáætlun til umsagnar áður en til 1. umræðu kemur í bæjarstjórn og leggur til að framvegis verði sá háttur hafður á við undirbúning áætlunarinnar. - 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Drög að fjárhagsáætlun 2016 - 2019 lögð fram.
Afgreiðsla 1233. fundar bæjarráðs samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 - 2019 fyrir bæjarráð 29okt15.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 - stutt kynning.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 kynning í bæjarstjórn við fyrri umræðu_4 nóvember 2015.pdfFylgiskjalGreinagerðir með fjárhagsáætlun 2016_ til bæjarstjórnar.pdfFylgiskjalSvör við fyrirspurnum um fjárhagsáætlun.pdf
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fara yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla 1232. fundar bæjarráðs samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 - 2019 fyrir bæjarráð 29okt15.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 - stutt kynning.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 kynning í bæjarstjórn við fyrri umræðu_4 nóvember 2015.pdfFylgiskjalGreinagerðir með fjárhagsáætlun 2016_ til bæjarstjórnar.pdfFylgiskjalSvör við fyrirspurnum um fjárhagsáætlun.pdf
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Bæjarráð vísaði fjárhagsáætlun til fyrri umræðu á 659. fundi bæjarstjórnar.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Björn Þráinn Þórðarsson (BÞÞ), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri og Sigríður Indriðadóttir (SI), mannauðsstjóri.
Aldís Stefánsdóttir kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu og svaraði í kjölfarið fyrirspurnum bæjarfulltrúa.
Tillögur fulltrúa M-lista við fjárhagsáætlun:
1. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um gagnaöflun í aðdraganda fyrri umræðu fjárhagsáætlunar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarráð breyti vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar á þann veg að ráðið fundi með framkvæmdastjórum sviða og yfirmönnum stofnana áður en til fyrri umræða kemur í bæjarstjórn. Einnig óski bæjarráð eftir umsögnum frá fagnefndum og fundi með íbúum í aðdraganda fyrri umræðu.
Tilgangur tillögunnar er að gera umræðurnar markvissari og fjárhagsáætlunargerðina betri.
Sú hefð hefur ekki skapast hjá Mosfellsbæ að framkvæmdastjórar sviða skili bæjarráði starfsáætlunum í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar. Íbúahreyfingin telur það þó stuðla að innihaldsríkari umræðu og meira gagnsæi og leggur til að bæjarráð beiti sér fyrir því.2. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun framlags til Kvennaathvarfsins
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að framlag Mosfellsbæjar til Kvennaathvarfsins verði kr. 243.000 á fjárhagsárinu 2016. Tilefnið er að efla aðgerðir gegn heimilisofbeldi sem jafnframt er liður í samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við lögreglustjóraembættið og hrundið var af stað í upphafi árs.3. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að auka svigrúm fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til styrkveitinga
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að svigrúm fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til styrkveitinga verði tvöfaldað á þessu ári og síðan stig af stigi næstu ár. Tilgangurinn er að styðja við bakið á hjálparsamtökum en sú staða er uppi í íslensku samfélagi að slík samtök sinna mikilvægri grunnþjónustu í þágu almannaheilla sem engin önnur stofnun hjá ríki og sveitarfélögum sér um.4. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um stofnun umhverfisverkefnasjóðs
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að stofnaður verði umhverfisverkefnasjóður á borð við listasjóð Mosfellsbæjar. Verkefni eins og skógrækt, uppgræðsla lands, hefting ágengra tegunda, endurheimt lífríkis og umhverfisfræðsla ættu skjól í þessum sjóði.Samþykkt með níu atkvæðum að vísa 1. tillögu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa tillögum 2.-4. til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2016.
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 - 2019 fyrir bæjarráð 29okt15.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 - stutt kynning.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2016 kynning í bæjarstjórn við fyrri umræðu_4 nóvember 2015.pdfFylgiskjalGreinagerðir með fjárhagsáætlun 2016_ til bæjarstjórnar.pdfFylgiskjalSvör við fyrirspurnum um fjárhagsáætlun.pdf
- 29. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1233
Drög að fjárhagsáætlun 2016 - 2019 lögð fram.
Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, og Björn Þráinn Þórðarsson (BÞÞ), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mæta á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu á 659. fundi bæjarstjórnar hinn 4. nóvember 2015.
- 22. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1232
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fara yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Pétur J. Locton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu við gerð fjárhagsáætlunar.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Afgreiðsla 1231. fundar bæjarráðs samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1231
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu við gerð fjárhagsáætlunar.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra sem markar upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að framkvæmdastjórum sviða og undirstofnunum þeirra verði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016-2019 falið að vinna starfsáætlun þar sem fram koma helstu markmið og þau verkefni sem á að ráðast í og þarf að vinna á starfsárinu. Um er að ræða mikilvægt upplýsinga og vinnugagn sem hjálpar til við rekstur sveitarfélagsins og veitir m.a. bæjarstjórn, kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins nauðsynlega innsýn í stöðu mála fyrirfram. $line$Samband íslenskra sveitarfélaga hefur talað fyrir því að sveitarfélög tileinki sér að vinna greinargóðar starfsáætlanir og leggur Íbúahreyfingin til að Mosfellsbær taki upp það vinnulag.$line$Ársskýrslur sem mikil vinna hefur verið lögð í eru eftiráplögg og gegna því öðru hlutverki en starfsáætlanir sem vísa veginn inn í framtíðina.$line$$line$Framkomin tillaga um frávísun tillögunar var samþykkt með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.$line$$line$Afgreiðsla 1220. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 16. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1220
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra sem markar upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Framkomin tillaga fjármálastjóra varðandi vinnuferli vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2016 samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að bæjarráð þurfi að hafa meiri aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar en hingað til. Í fjárhagsáætlunarferlinu er mikilvægt að yfirmenn sviða og deilda geti haft óhindruð samskipti við bæjarráð. Íbúahreyfingin hafnar því þeirri tillögu í minnisblaði að forstöðumenn og framkvæmdastjórar skuli leita eftir sérstöku samþykki bæjarstjóra og fjármálastjóra áður en þeir leggja til fjölgun stöðugilda, fjármögnun nýrra verkefna og aukna þjónustu.Stjórnsýslan býr yfir mikilli þekkingu sem mikilvægt er að bæjarráð hafi greiðan aðgang að og því brýnt að yfirmenn fái svigrúm til að koma henni á framfæri milliliðalaust, sbr. 31. gr. Samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar þar sem segir að bæjarráð hafi umsjón með undirbúningi fjárhagsáætlunar og semji drög að henni að fengnum tillögum framkvæmdastjóra sviða og umsögnum nefnda og stjórna.
Eins telur Íbúahreyfingin mikilvægt að íbúar hafi beinni aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar en hingað til.