Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201507096

  • 28. september 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #679

    Lagt fram minn­is­blað um við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins 2016 vegna áhrifa kjara­samn­inga o.fl.

    Af­greiðsla 1273. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 679. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 15. september 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1273

      Lagt fram minn­is­blað um við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins 2016 vegna áhrifa kjara­samn­inga o.fl.

      Pét­ur J. Lockton (PJl), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

      Við­auki 1 við fjár­hags­áætlun 2016 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um.
      Við­aukin fel­ur í sér til­færsl­ur milli liða þar sem launa­áætlun árs­ins er end­ur­dreift á deild­ir vegna áhrifa kjara­samn­inga. Því til við­bót­ar eru áætl­að­ar tekj­ur og gjöld vegna vænt­an­legra kosn­inga til Al­þing­is. Sam­an­dreg­in áhrif á rekstr­ar­reikn­ing eru þær að rekst­ar­tekj­ur hækka um 4,7 mkr. og launa­kostn­að­ur hækk­ar um 4,7 mkr. Við­auk­inn hef­ur hvorki áhrif á rekst­arnið­ur­stöðu né fjár­mögn­un.

      • 2. desember 2015

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #661

        Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016 fyr­ir um­hverf­is­deild lögð fram til kynn­ing­ar.

        Af­greiðsla 165. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 661. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 2. desember 2015

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #661

          Fjár­hags­áætlun þró­un­ar- og ferða­mála lögð fram til um­fjöll­un­ar

          Af­greiðsla 53. fund­ar þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 661. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 2. desember 2015

            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #661

            Lagt fram yf­ir­lit með sam­an­burði á fjár­hags­áætlun ár­anna 2015 og 2016 ásamt grein­ar­gerð fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs. Fyrri um­ræða um fjár­hags­áætlun 2016 fór fram í bæj­ar­stjórn 18. nóv­em­ber s.l.

            Af­greiðsla 401. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 661. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 2. desember 2015

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #661

              Fjár­hags­áætlun menn­ing­ar- og vin­ar­bæj­ar­mála lögð fram

              Af­greiðsla 194. fund­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sam­þykkt á 661. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 2. desember 2015

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #661

                Fjár­hags­áætlun fræðslu­nefnd­ar lögð fram

                Af­greiðsla 313. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 661. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                • 2. desember 2015

                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #661

                  Rædd­ar verða breyt­ing­ar á fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 2. um­ræðu vegna nýrr­ar þjóð­hags­spár.

                  Af­greiðsla 1237. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 661. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                  • 2. desember 2015

                    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #661

                    Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019 lögð fram til seinni um­ræðu.

                    Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

                    For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana hans fyr­ir árið 2016 til 2019.

                    Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2016 A og B hluta eru eft­ir­far­andi:

                    Tekj­ur: 8.790 m.kr.
                    Gjöld: 7.973 m.kr.
                    Fjár­magns­gjöld: 603 m.kr
                    Tekju­skatt­ur 21 m.kr.
                    Rekstr­arnið­ur­staða: 193 m.kr.
                    Eign­ir í árslok: 15.601 m.kr.
                    Eig­ið fé í árslok: 4.347 m.kr.
                    Fjár­fest­ing­ar: 613 m.kr.
                    -------------------------------------------------------------
                    Út­svars­pró­senta 2016
                    Há­marks­út­svar, eða 14,48% af út­svars­stofni, að við­bættri hækk­un sem kveð­ið verð­ur á um í lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga á grund­velli fyr­ir­hug­aðs sam­komu­lags milli rík­is og sveit­ar­fé­laga um end­ur­mat á yf­ir­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga.

                    Sam­þykkt á 660. fundi bæj­ar­stjórn­ar 18. nóv­em­ber sl.
                    -------------------------------------------------------------
                    Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2016 eru eft­ir­far­andi:

                    Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur)
                    Fast­eigna­skatt­ur A 0,265% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Vatns­gjald 0,100% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Frá­veitu­gjald 0,140% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Lóð­ar­leiga A 0,340% af fast­eigna­mati lóð­ar

                    Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur)
                    Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Vatns­gjald 0,100% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Frá­veitu­gjald 0,140% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

                    Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur)
                    Fast­eigna­skatt­ur C 1,650% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Vatns­gjald 0,100% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Frá­veitu­gjald 0,140% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                    Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

                    -------------------------------------------------------------
                    Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mán­að­ar frá 15. janú­ar til og með 15. sept­em­ber.
                    Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef vanskil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 15. janú­ar með eindaga 14. fe­brú­ar.

                    -------------------------------------------------------------
                    Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breyt­ing­um og gilda frá 1.1.2016.

                    Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.

                    -------------------------------------------------------------
                    Eft­ir­far­andi gjald­skrár liggja fyr­ir og taka breyt­ing­um þann 1.1.2016 nema ann­að sé tek­ið fram. Al­mennt hækka neð­an­greind­ar gjald­skrár um 4,5%:

                    Gjaldskrá, húsa­leiga í þjón­ustu­íbúð­um fatl­aðs fólks
                    Gjaldskrá, í fé­lags­starfi aldr­aðra
                    Gjaldskrá, hús­næð­is­full­trúa Mos­fells­bæj­ar
                    Gjaldskrá, húsa­leiga í íbúð­um aldr­aðra
                    Gjaldskrá, þjón­ustu­gjald í leigu­íbúð­um aldr­aðra
                    Gjaldskrá, húsa­leiga í fé­lags­leg­um íbúð­um
                    Gjaldskrá, vegna heimsend­ing­ar fæð­is
                    Gjaldskrá, fé­lags­leg heima­þjón­usta í Mos­fells­bæ
                    Gjaldskrá, ferða­þjón­usta fatl­aðs fólks
                    Gjaldskrá mötu­neyta grunn­skóla (frá 1. ág­úst 2016)
                    Gjaldskrá frí­stunda­selja (frá 1. ág­úst 2016)
                    Gjaldskrá Lista­skóla (frá 1. ág­úst 2016)
                    Gjaldskrá Skóla­hljóm­sveit­ar (frá 1. ág­úst 2016)
                    Gjaldskrá íþróttamið­stöðv­ar og sund­lauga
                    Gjaldskrá Ítóm (frá 1. ág­úst 2016)
                    Gjaldskrá, Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar
                    Gjaldskrá, Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar
                    Gjaldskrá, skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála í Mos­fells­bæ
                    Gjaldskrá, fyr­ir rot­þró­ar­gjald í Mos­fells­bæ
                    Gjaldskrá, um hunda­hald í Mos­fells­bæ
                    Gjaldskrá, fyr­ir frá­veitu­gjald í Mos­fells­bæ
                    Gjaldskrá, fyr­ir sorp­hirðu í Mos­fells­bæ
                    Gjaldskrá, Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar

                    -------------------------------------------------------------

                    For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

                    -------------------------------------------------------------

                    Til­lög­ur full­trúa M-lista við fjár­hags­áætlun sem fram komu við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 4. nóv­em­ber sl. og vísað var til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun:

                    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un fram­lags til Kvenna­at­hvarfs­ins:
                    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fram­lag Mos­fells­bæj­ar til Kvenna­at­hvarfs­ins verði kr. 243.000 á fjár­hags­ár­inu 2016. Til­efn­ið er að efla að­gerð­ir gegn heim­il­isof­beldi sem jafn­framt er lið­ur í sam­starfs­verk­efni sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við lög­reglu­stjóra­embætt­ið og hrund­ið var af stað í upp­hafi árs.

                    Lagt er til að til­lög­unni verði vísað til fjöl­skyldu­nefnd­ar í tengsl­um við út­hlut­un styrkja.

                    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

                    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að auka svigrúm fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til styrk­veit­inga:
                    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að svigrúm fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til styrk­veit­inga verði tvö­faldað á þessu ári og síð­an stig af stigi næstu ár. Til­gang­ur­inn er að styðja við bak­ið á hjálp­ar­sam­tök­um en sú staða er uppi í ís­lensku sam­fé­lagi að slík sam­tök sinna mik­il­vægri grunn­þjón­ustu í þágu al­manna­heilla sem eng­in önn­ur stofn­un hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um sér um.

                    Í til­lögu að fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2016 er gert ráð fyr­ir að um­rætt fram­lag verði tvö­faldað. Til­lag­an er því lögð fram.

                    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um stofn­un um­hverf­is­verk­efna­sjóðs:
                    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að stofn­að­ur verði um­hverf­is­verk­efna­sjóð­ur á borð við lista­sjóð Mos­fells­bæj­ar. Verk­efni eins og skógrækt, upp­græðsla lands, heft­ing ágengra teg­unda, end­ur­heimt líf­rík­is og um­hverf­is­fræðsla ættu skjól í þess­um sjóði.

                    Lagt er til að til­lög­unni verði vísað til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­stjóra og að um­sögn­in ber­ist bæj­ar­ráði.

                    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

                    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sem fram kom á 1237. fundi bæj­ar­ráðs 26. nóv­em­ber sl. og vísað var til seinni um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar um fjár­hags­áætlun:
                    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær bjóði fram­veg­is upp á jafn­rétt­is­fræðslu í efri deild­um í öll­um grunn­skól­um sveit­ar­fé­lags­ins. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna á veg­um Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sýna að mjög hall­ar á kon­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Besta leið­in til að taka á því er að hefja fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir.
                    Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að hefja jafn­réttis­kennslu strax á fyrstu árum grunn­skóla og legg­ur til að fræðslu­sviði, í sam­starfi við fjöl­skyldu­svið sem fer með mála­flokk­inn, verði fal­ið að leggja drög að því verk­efni.

                    Lagt er til að til­lag­an verði send til um­sagn­ar jafn­rétt­is­full­trúa og fram­kvæmda­stjóra fræðslu­svið sér­stak­lega m.t.t. að greina hvað af því sem fram kem­ur í til­lög­unni sé þeg­ar sinnt.

                    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

                    Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar end­ur­flytja eft­ir­far­andi til­lögu sem vísað var til bæj­ar­ráðs við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar árs­ins 2015:
                    Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar leggja til að á ár­inu 2016 verði haf­inn und­ir­bún­ing­ur að stofn­un Ung­menna­húss sem ætlað verði til fé­lags- og tóm­stund­astarfs ungs fólks á aldr­in­um 18 til 25 ára þar sem það hafi að­stöðu til að sinna hugð­ar­efn­um af ýms­um toga og til að efla tengsl sín á milli.
                    Var­ið verði einni millj­ón króna á ár­inu 2016 til að hefja und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins.

                    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
                    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

                    Lagt er til að til­lag­an verði vísað til bæj­ar­ráðs.

                    Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

                    For­seti bar til­lögu að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2016 upp í heild sinni. Fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2016 var sam­þykkt með sex at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar S- og M- lista sitja hjá.

                    Bók­un bæj­ar­full­trúa V- og D- lista við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar:
                    Sam­kvæmt fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2016 verð­ur rúm­lega 192 mkr. af­gang­ur af rekstri Mos­fells­bæj­ar eft­ir fjár­magnsliði. Veltufé frá rekstri verð­ur já­kvætt um 877 mkr. eða um 10% af heild­ar­tekj­um. Gert er ráð fyr­ir að skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um muni lækka.

                    Rekstr­ar­um­hverfi sveit­ar­fé­laga er erfitt um þess­ar mund­ir. Launa­kostn­að­ur eykst mjög mik­ið milli ára í kjöl­far nýrra kjara­samn­inga við starfs­menn sveit­ar­fé­lag­anna. Það er vel og starfs­menn sveit­ar­fé­laga eiga svo sann­ar­lega skil­ið betri laun fyr­ir sitt vinnu­fram­lag.

                    Út­svar­s­tekj­ur, sem eru aðal tekju­stofn sveit­ar­fé­laga, hafa hins­veg­ar ekki auk­ist í sama mæli og launa­gjöld. Þar af leið­andi er nauð­syn­legt gera ráð­staf­an­ir í rekstr­in­um ef ekki á illa að fara. Auk þessa hef­ur ver­ið fjár­hags­leg­ur halli á mörg­um verk­efn­um sem sveit­ar­fé­lög sinna sam­kvæmt samn­ing­um við rík­is­vald­ið s.s. mála­flokk­ur fatl­aðs fólks. Þess vegna hafa sveit­ar­fé­lög kallað ákaft eft­ir við­ræð­um við rík­ið um end­ur­skoð­un tekju­skipt­ing­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga sem ekki hef­ur enn skilað nið­ur­stöðu.

                    Með­al þeirra breyt­inga sem gerð­ar voru á fjár­hags­áætlun milli um­ræðna er að gert er ráð fyr­ir við­bótar­fjármun­um til kaupa á tækj­um og bún­aði til að styrkja starfs­að­stöðu grunn­skóla og heim­ilað að nýta fjár­muni af mið­læg­um lið­um til að styðja við inn­leið­ingu nýs kjara­samn­ings. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir fjár­mun­um til leik­skóla til að hefja und­ir­bún­ing og skoð­un á að taka inn yngri börn í leik­skól­ann. Þá verði fræðslu­sviði fal­ið að leita samn­inga við einka­rekna ung­barna­leik­skóla um aukn­ar nið­ur­greiðsl­ur til barna úr Mos­fells­bæ og regl­ur um þetta fyr­ir­komulag mót­að­ar.

                    Helstu áhersl­ur í fjár­hags­áætlun 2016 eru eft­ir­far­andi:
                    - Að skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um lækki.
                    - Að laun starfs­manna bæj­ar­ins hækki veru­lega
                    - Að leik­skóla­gjöld hald­ist óbreytt.
                    - Að gjald­skrár grunn­skóla lækki að raun­gildi.
                    - Að frí­stunda­á­vís­un hækki sér­stak­lega fyr­ir barn­marg­ar fjöl­skyld­ur.
                    - Að haf­ist verði handa við bygg­ingu skóla í Helga­fells­hverfi og lok­ið við skóla­set­ur við Höfða­berg.
                    - Að af­slátt­ur af fast­eigna­gjöld­um til tekju­lágra eldri borg­ara verði auk­inn .
                    - Að val­frelsi verði auk­ið með hækk­uð­um nið­ur­greiðsl­um til einka­rek­inna leik­skóla.

                    Mik­il og ötul vinna fer í fjár­hags­áætl­un­ar­gerð ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af fjár­mála­stjóra bæj­ar­ins, fram­kvæmd­ar­stjór­um og for­stöðu­mönn­um. Við vilj­um nota tæki­fær­ið og þakka öllu því góða starfs­fólki sem að þess­ari vinnu hafa kom­ið fyr­ir afar óeig­ingjarnt starf við að koma þess­ari áætlun sam­an.

                    Bók­un S-lista Sam­fylk­ing­ar vegna fjár­hags­áætl­un­ar Mos­fells­bæj­ar 2016-2019:
                    Fjár­hags­áætlun er að stærstu leyti stefnu­mark­andi plagg meiri­hluta sjálf­stæð­is­manna og VG hvað varð­ar rekst­ur og fram­kvæmd­ir næstu ára og lýs­ir þeim áhersl­um sem hann vill vinna að. Full­trú­ar minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar hafa ekki kom­ið að vinnu við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar á fyrri stig­um og sitja hjá við af­greiðslu henn­ar.

                    Ým­is­legt já­kvætt er að finna í áætl­un­inni og má til dæm­is nefna að ekki er áætlað að hækka gjald­skrár leik­skól­anna. Þá má einn­ig nefna að áætlun um öfl­ugri stuðn­ing við for­eldra barna und­ir hefð­bundn­um leik­skóla­aldri er já­kvæð þró­un enda hef­ur það ver­ið á stefnu­skrá Sam­fylk­ing­ar­inn­ar bæta þjón­ustu við ung­barna­fjöl­skyld­ur. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar setja spurn­inga­merki við það að flest­ar gjald­skrár skuli hækka um 4,5% þeg­ar þjóð­hags­spá ger­ir ráð fyr­ir 3,5% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs. Í þeim for­send­um sem kynnt­ar voru við fyrri um­ræðu var ætl­un­in að breyta gjald­skrám í sam­ræmi við spár um verð­lags­þró­un á ár­inu 2016. Nú þeg­ar þær spár gera ráð fyrri lægri verð­bólgu telj­um við að rétt hefði ver­ið að taka þá póli­tísku um­ræðu hvort nauð­syn­legt eða rétt væri að hækka gjald­skrár um­fram verð­bólgu­spá.

                    Tals­verð óvissa er fólg­in í áætlun næsta árs og hefði ver­ið ákjós­an­legra að hafa meira sam­ráð við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar. Þó bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar leggi ekki fram bein­ar til­lög­ur við þessa fjár­hags­áætlun þá munu þeir að sjálf­sögðu vinna áfram sem hing­að til að þeim áherslu­mál­um sem flokk­ur­inn hef­ur stað­ið fyr­ir, svo sem að hags­mun­um barna­fjöl­skyldna, fræðslu­mál­um, fé­lags­legu rétt­læti og ábyrg­um rekstri svo eitt­hvað sé nefnt.

                    Sam­fylk­ing­in ít­rek­ar þá af­stöðu sem bæj­ar­full­trú­ar henn­ar hafa talað fyr­ir árum sam­an í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að breytt verði vinnu­brögð­um við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­ana, fag­nefnd­ir komi fyrr að mál­um og á skipu­lagð­ari hátt. Í fag­nefnd­um ætti að ræða þann ramma sem bæj­ar­ráð set­ur fags­við­um eft­ir til­lögu­gerð for­stöðu­manna og fram­kvæmda­stjóra og um­ræð­ur um þær. Fag­nefnd­irn­ar ættu að leggja mark­visst nið­ur fyr­ir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það til­lög­ur til bæj­ar­ráðs ásamt því að leggja fram rök­studd­ar til­lög­ur um nýtt fjár­magn ef svo ber und­ir. Kjörn­ir bæj­ar­full­trú­ar tækju síð­an við, for­gangs­röð­uðu og tækju þann­ig hina end­an­legu póli­tísku ábyrgð. Til þess erum við kjörin í bæj­ar­stjórn.

                    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
                    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

                    • 26. nóvember 2015

                      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1237

                      Rædd­ar verða breyt­ing­ar á fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 2. um­ræðu vegna nýrr­ar þjóð­hags­spár.

                      Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                      Kynnt­ar til­lög­ur á breyt­ingu á fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar milli um­ræðna.

                      Breyt­inga­til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
                      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær bjóði fram­veg­is upp á jafn­rétt­is­fræðslu í efri deild­um í öll­um grunn­skól­um sveit­ar­fé­lags­ins. Nið­ur­stöð­ur rann­sókna á veg­um Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sýna að mjög hall­ar á kon­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Besta leið­in til að taka á því er að hefja fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir.
                      Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að hefja jafn­réttis­kennslu strax á fyrstu árum grunn­skóla og legg­ur til að fræðslu­sviði, í sam­starfi við fjöl­skyldu­svið sem fer með mála­flokk­inn, verði fal­ið að leggja drög að því verk­efni.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn.

                      • 26. nóvember 2015

                        Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #165

                        Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016 fyr­ir um­hverf­is­deild lögð fram til kynn­ing­ar.

                        Fjár­hags­áætlun fyr­ir mála­flokk 11 lögð fram til kynn­ing­ar.

                      • 24. nóvember 2015

                        Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #314

                        Fjár­hags­áætlun fræðslu­nefnd­ar lögð fram

                        Fjár­hags­áætlun fræðslu­sviðs fyr­ir árið 2016 lögð fram.

                      • 24. nóvember 2015

                        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #401

                        Lagt fram yf­ir­lit með sam­an­burði á fjár­hags­áætlun ár­anna 2015 og 2016 ásamt grein­ar­gerð fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs. Fyrri um­ræða um fjár­hags­áætlun 2016 fór fram í bæj­ar­stjórn 18. nóv­em­ber s.l.

                        Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram.

                      • 23. nóvember 2015

                        Menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar #194

                        Fjár­hags­áætlun menn­ing­ar- og vin­ar­bæj­ar­mála lögð fram

                        Lagt fram og kynnt.

                      • 19. nóvember 2015

                        Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd #53

                        Fjár­hags­áætlun þró­un­ar- og ferða­mála lögð fram til um­fjöll­un­ar

                        Lagt fram.

                      • 18. nóvember 2015

                        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #660

                        Fjár­hags­áætlun 2016

                        Af­greiðsla 195. fund­ar íþótta-og tóm­stunda­nefnd sam­þykkt á 660. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                        • 18. nóvember 2015

                          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #660

                          Rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2016.

                          Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa til­lög­um M-lista varð­andi rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2016 til seinni um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019 sem fram fer hinn 2. des­em­ber nk.

                          • 18. nóvember 2015

                            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #660

                            Minn­is­blað um gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar lagt fram.

                            Af­greiðsla 1235. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 660. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                            • 18. nóvember 2015

                              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #660

                              Bæj­ar­ráð sam­þykkti að vísa gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 18. nóv­em­ber nk.

                              Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar 2. des­em­ber nk.

                              • 13. nóvember 2015

                                Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #237

                                Rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2016.

                                Rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs og for­send­ur henn­ar kynnt­ar.

                                Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
                                Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í fjöl­skyldu­nefnd ger­ir að til­lögu sinni að nefnd­in leggi til að bæj­ar­ráð hækki svigrúm fjöl­skyldu­nefnd­ar til styrk­veit­inga á fjár­hags­ár­inu 2016 í kr. 600 þús­und og geri nefnd­inni með því mögu­legt að styðja við bak­ið á sam­tök­um sem veita Mos­fell­ing­um mikla sam­fé­lags­þjón­ustu.

                                Sam­þykkt sam­hljóða.

                                Fjöl­skyldu­nefnd­in ger­ir ekki frek­ari at­huga­semd­ir við fram­lagða rekstr­aráætlun.

                                Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
                                Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í fjöl­skyldu­nefnd vek­ur at­hygli á því að fjár­hags­áætlun á sam­kvæmt sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar að koma til um­sagn­ar í nefnd­um bæj­ar­ins, ekki ein­ung­is til kynn­ing­ar, eins og gert er í fund­ar­boði. Öfl­ugt nefnd­ar­starf er einn af horn­stein­um lýð­ræð­is­ins og því mik­il­vægt að bæj­ar­ráð tryggi að fag­nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar njóti um­sagn­ar­rétt­ar síns til fulls. Í því sam­bandi tel­ur Íbúa­hreyf­ing­in einn­ig eðli­legt að nefnd­irn­ar fái fjár­hags­áætlun til um­sagn­ar áður en til 1. um­ræðu kem­ur í bæj­ar­stjórn og legg­ur til að fram­veg­is verði sá hátt­ur hafð­ur á við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar.

                                Full­trú­ar D lista árétta vegna bókun­ar M-lista að það sé far­ið að ákvæð­um bæj­ar­mála­sam­þykkt­ar við gerð fjár­hags­áætl­un­ar enda geri 31. gr. bæj­ar­mála­sam­þykkt­ar ráð fyr­ir um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar svo sem er á dagskrá þessa fund­ar en ekki að hún sé gerð áður en samin séu drög að fjár­hags­áætlun.

                              • 12. nóvember 2015

                                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1235

                                Minn­is­blað um gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar lagt fram.

                                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa gjaldskrá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 18. nóv­em­ber nk.

                              • 12. nóvember 2015

                                Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar #195

                                Fjár­hags­áætlun 2016

                                Fjár­hags­áætlun fyr­ir 2016 lögð fram og kynnt.
                                Íbúa­hreyf­ing­in kem­ur með eft­ir­far­andi bók­un
                                Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd vek­ur at­hygli á því að fjár­hags­áætlun á sam­kvæmt sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar að koma til um­sagn­ar í nefnd­um bæj­ar­ins, ekki ein­ung­is til kynn­ing­ar. Öfl­ugt nefnd­ar­starf er einn af horn­stein­um lýð­ræð­is­ins og því mik­il­vægt að bæj­ar­ráð tryggi að fag­nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar njóti um­sagn­ar­rétt­ar síns til fulls. Í því sam­bandi tel­ur Íbúa­hreyf­ing­in einn­ig eðli­legt að nefnd­irn­ar fái fjár­hags­áætlun til um­sagn­ar áður en til 1. um­ræðu kem­ur í bæj­ar­stjórn og legg­ur til að fram­veg­is verði sá hátt­ur hafð­ur á við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar.

                              • 4. nóvember 2015

                                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #659

                                Drög að fjár­hags­áætlun 2016 - 2019 lögð fram.

                                Af­greiðsla 1233. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                              • 4. nóvember 2015

                                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #659

                                Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri fara yfir stöðu vinnu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

                                Af­greiðsla 1232. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                              • 4. nóvember 2015

                                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #659

                                Bæj­ar­ráð vís­aði fjár­hags­áætlun til fyrri um­ræðu á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                                Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Björn Þrá­inn Þórð­ars­son (BÞÞ), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri og Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir (SI), mannauðs­stjóri.

                                Aldís Stef­áns­dótt­ir kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019 sem bæj­ar­ráð vís­aði til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu og svar­aði í kjöl­far­ið fyr­ir­spurn­um bæj­ar­full­trúa.

                                Til­lög­ur full­trúa M-lista við fjár­hags­áætlun:
                                1. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um gagna­öflun í að­drag­anda fyrri um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar
                                Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að bæj­ar­ráð breyti vinnu­lagi við gerð fjár­hags­áætl­un­ar á þann veg að ráð­ið fundi með fram­kvæmda­stjór­um sviða og yf­ir­mönn­um stofn­ana áður en til fyrri um­ræða kem­ur í bæj­ar­stjórn. Einn­ig óski bæj­ar­ráð eft­ir um­sögn­um frá fag­nefnd­um og fundi með íbú­um í að­drag­anda fyrri um­ræðu.
                                Til­gang­ur til­lög­unn­ar er að gera um­ræð­urn­ar mark­viss­ari og fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ina betri.
                                Sú hefð hef­ur ekki skap­ast hjá Mos­fells­bæ að fram­kvæmda­stjór­ar sviða skili bæj­ar­ráði starfs­áætl­un­um í að­drag­anda fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur það þó stuðla að inni­halds­rík­ari um­ræðu og meira gagn­sæi og legg­ur til að bæj­ar­ráð beiti sér fyr­ir því.

                                2. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un fram­lags til Kvenna­at­hvarfs­ins
                                Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fram­lag Mos­fells­bæj­ar til Kvenna­at­hvarfs­ins verði kr. 243.000 á fjár­hags­ár­inu 2016. Til­efn­ið er að efla að­gerð­ir gegn heim­il­isof­beldi sem jafn­framt er lið­ur í sam­starfs­verk­efni sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við lög­reglu­stjóra­embætt­ið og hrund­ið var af stað í upp­hafi árs.

                                3. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að auka svigrúm fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til styrk­veit­inga
                                Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að svigrúm fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd­ar til styrk­veit­inga verði tvö­faldað á þessu ári og síð­an stig af stigi næstu ár. Til­gang­ur­inn er að styðja við bak­ið á hjálp­ar­sam­tök­um en sú staða er uppi í ís­lensku sam­fé­lagi að slík sam­tök sinna mik­il­vægri grunn­þjón­ustu í þágu al­manna­heilla sem eng­in önn­ur stofn­un hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um sér um.

                                4. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um stofn­un um­hverf­is­verk­efna­sjóðs
                                Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að stofn­að­ur verði um­hverf­is­verk­efna­sjóð­ur á borð við lista­sjóð Mos­fells­bæj­ar. Verk­efni eins og skógrækt, upp­græðsla lands, heft­ing ágengra teg­unda, end­ur­heimt líf­rík­is og um­hverf­is­fræðsla ættu skjól í þess­um sjóði.

                                Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa 1. til­lögu til vinnu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2017.

                                Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa til­lög­um 2.-4. til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2016.

                                For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

                                Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til síð­ari um­ræðu.

                              • 29. október 2015

                                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1233

                                Drög að fjár­hags­áætlun 2016 - 2019 lögð fram.

                                Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri, Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, og Björn Þrá­inn Þórð­ars­son (BÞÞ), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mæta á fund­inn und­ir þess­um lið.

                                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til fyrri um­ræðu á 659. fundi bæj­ar­stjórn­ar hinn 4. nóv­em­ber 2015.

                                • 22. október 2015

                                  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1232

                                  Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri fara yfir stöðu vinnu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

                                  Pét­ur J. Locton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                                  Far­ið yfir stöðu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

                                • 21. október 2015

                                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #658

                                  Lagt fram minn­is­blað fjár­mála­stjóra um fjár­hags­áætlun 2016 - 2019.

                                  Af­greiðsla 1231. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 658. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                  • 15. október 2015

                                    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1231

                                    Lagt fram minn­is­blað fjár­mála­stjóra um fjár­hags­áætlun 2016 - 2019.

                                    Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                                    Far­ið yfir stöðu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

                                    • 26. ágúst 2015

                                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #654

                                      Lagt fram minn­is­blað fjár­mála­stjóra sem mark­ar upp­haf vinnu við fjár­hags­áætlun 2016 - 2019.

                                      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að fram­kvæmda­stjór­um sviða og und­ir­stofn­un­um þeirra verði í tengsl­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2016-2019 fal­ið að vinna starfs­áætlun þar sem fram koma helstu markmið og þau verk­efni sem á að ráð­ast í og þarf að vinna á starfs­ár­inu. Um er að ræða mik­il­vægt upp­lýs­inga og vinn­ugagn sem hjálp­ar til við rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins og veit­ir m.a. bæj­ar­stjórn, kjörn­um full­trú­um og starfs­mönn­um sveit­ar­fé­lags­ins nauð­syn­lega inn­sýn í stöðu mála fyr­ir­fram. $line$Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur talað fyr­ir því að sveit­ar­fé­lög til­einki sér að vinna grein­ar­góð­ar starfs­áætlan­ir og legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in til að Mos­fells­bær taki upp það vinnu­lag.$line$Árs­skýrsl­ur sem mik­il vinna hef­ur ver­ið lögð í eru efti­r­á­p­lögg og gegna því öðru hlut­verki en starfs­áætlan­ir sem vísa veg­inn inn í fram­tíð­ina.$line$$line$Fram­komin til­laga um frá­vís­un til­lög­un­ar var sam­þykkt með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.$line$$line$Af­greiðsla 1220. bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 654. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                                      • 16. júlí 2015

                                        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1220

                                        Lagt fram minn­is­blað fjár­mála­stjóra sem mark­ar upp­haf vinnu við fjár­hags­áætlun 2016 - 2019.

                                        Fram­komin til­laga fjár­mála­stjóra varð­andi vinnu­ferli vegna und­ir­bún­ings fjár­hags­áætl­un­ar 2016 sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

                                        Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
                                        Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að bæj­ar­ráð þurfi að hafa meiri að­komu að gerð fjár­hags­áætl­un­ar en hing­að til. Í fjár­hags­áætl­un­ar­ferl­inu er mik­il­vægt að yf­ir­menn sviða og deilda geti haft óhindr­uð sam­skipti við bæj­ar­ráð. Íbúa­hreyf­ing­in hafn­ar því þeirri til­lögu í minn­is­blaði að for­stöðu­menn og fram­kvæmda­stjór­ar skuli leita eft­ir sér­stöku sam­þykki bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra áður en þeir leggja til fjölg­un stöðu­gilda, fjár­mögn­un nýrra verk­efna og aukna þjón­ustu.

                                        Stjórn­sýsl­an býr yfir mik­illi þekk­ingu sem mik­il­vægt er að bæj­ar­ráð hafi greið­an að­g­ang að og því brýnt að yf­ir­menn fái svigrúm til að koma henni á fram­færi milli­liða­laust, sbr. 31. gr. Sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar þar sem seg­ir að bæj­ar­ráð hafi um­sjón með und­ir­bún­ingi fjár­hags­áætl­un­ar og semji drög að henni að fengn­um til­lög­um fram­kvæmda­stjóra sviða og um­sögn­um nefnda og stjórna.

                                        Eins tel­ur Íbúa­hreyf­ing­in mik­il­vægt að íbú­ar hafi beinni að­komu að gerð fjár­hags­áætl­un­ar en hing­að til.