Mál númer 201506052
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Skipulagsstofnun óskaði með bréfi dags. 26. nóvember eftir því að stofnuninni yrðu send lagfærð gögn áður en gildistaka breytingar yrði auglýst. Þá hafa átt sér stað viðræður við íbúa nágrannalóðar og byggingaraðila um hliðrun hússins til þess að draga úr neikvæðum áhrifum nálægðar þess og hæðar gagnvart nágrönnum. Lagður fram til kynningar lagfærður uppdráttur.
Afgreiðsla 404. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 26. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #404
Skipulagsstofnun óskaði með bréfi dags. 26. nóvember eftir því að stofnuninni yrðu send lagfærð gögn áður en gildistaka breytingar yrði auglýst. Þá hafa átt sér stað viðræður við íbúa nágrannalóðar og byggingaraðila um hliðrun hússins til þess að draga úr neikvæðum áhrifum nálægðar þess og hæðar gagnvart nágrönnum. Lagður fram til kynningar lagfærður uppdráttur.
Lagt fram til kynningar.
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs.
Afgreiðsla 1224. fundar bæjarráðs samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 27. ágúst 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1224
Á 392. fundi skipulagsnefndar vísaði nefndin ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinga á deiliskipulagi og viðbótaríbúða til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Gerplustræti 1-5 með deiliskipulagsbreytingu verði 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna skipulagsbreytinga í Helgafellslandi:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð meirihluta D- og V-lista í skipulagsnefnd. Enn og aftur er verið að breyta deiliskipulagi í Helgafellslandi á þann veg að aðlaga uppbyggingu að kröfum þeirra framkvæmdaaðila sem lýsa sig reiðubúna til að byggja og það ódýrt. Skipulagsbreytingarnar taka ekki mið af heildarhugsun í skipulagi, þær eru unnar lóð fyrir lóð, án heildarsamhengis og krafna um gæði. Þær samræmast ekki stefnu Mosfellsbæjar í aðal- og deiliskipulagi og ganga gegn því upphaflega markmiði að reisa fjölbreytta og lífvænlega byggð í Helgafellslandi. $line$Það er aumt til þess að vita að meirihlutinn skuli ekki megna að framfylgja eigin stefnu í skipulagi. Þegar efnahagslegar forsendur brugðust láðist D- og V-lista að nýta sér það tækifæri sem gafst til að endurskoða skipulagið í heild í ljósi nýs veruleika. Í stað þess er Mosfellsbær nú orðinn fórnarlamb aðgerðarleysis pólitísks meirihluta sem telur sig ekki eiga annars úrkosta en að dansa eftir vilja þeirra framkvæmdaaðila sem hér vilja byggja. Meirihluti D- og V-lista er því ekki einungis kominn langleiðina með að rústa upphaflegu skipulagi í Helgafellslandi, heldur er hann búinn að gefa frá sér stjórnina í skipulagsmálum.$line$Það að fulltrúar D- og V-lista skuli í skjóli nætur hafa þvingað í gegn verulegar breytingar á skipulagi í Helgafellslandi með því að boða til aukafundar í sumarfríi nefndarmanna í júlí sl. er lýsandi fyrir þá niðurlægingu sem einkennt hefur þetta ferli. Sömu sögu er að segja um þá ófyrirleitnu aðgerð að senda breytingar á skipulagi í auglýsingu um hásumar. Slíkum vinnubrögðum hafnar Íbúahreyfingin.$line$Þrjár skipulagsbreytingar voru samþykktar á umræddum fundi skipulagsnefndar nr. 384. Sjá mál nr. 2.5. 201506050; 2.6. 201506053 og 2.7. 201506052.$line$$line$Sigrún H Pálsdóttir$line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$Margoft hefur verið farið yfir það með hvaða hætti brugðist hefur verið við óskum um breytingar á skipulagi í Helgafellshverfi. Skipulagsnefnd hefur í öllum tilfellum farið faglega yfir þær óskir og brugðist við þeim óskum sem eru þess eðlis að þær séu til bóta fyrir hverfið. Skipulagsnefnd og embættismenn sem með nefndinni vinna hafa góða yfirsýn yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á hvefinu og í þeim felst ekki breyting á heildarmynd eða hugmyndafræði hverfisins. Þarna er verið að koma til móts við óskir markaðarins um minni og ódýrari íbúðir. $line$Meirihluti V- og D- lista vísar alfarið á bug stóryrðum og gífuryrðum fulltrúa Íbúahreyfingarinar um ófaglega vinnu. Dylgjur um að verið sé að þvinga í gegn verulegar breytingar á skipulagi í hverfinu í "skjóli nætur" eru fásinna og ekki svara verðar. $line$$line$Afgreiðsla 394. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 654. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 18. ágúst 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #394
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 6. júlí 2015 með athugasemdafresti til 17. ágúst 2015. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar þegar gengið gefur verið frá greiðslu álagðra gjalda vegna hennar.
- 1. júlí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #653
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Afgreiðsla 392. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 653. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #392
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum. Frestað á 391. fundi.
Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Gjaldtöku vegna breytinganna og viðbótar íbúða er vísað til bæjarráðs. - 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum.
Afgreiðsla 391. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #391
Kristinn Ragnarsson arkitekt f.h. Kjarnibygg ehf. óskar 3.6.2015 eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi tillöguuppdrætti og skýringargögnum.
Frestað.