Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlega viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað framúr í umhverfismálum á árinu að mati nefndarinnar.
Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar um þá einstaklinga, garða, götur, svæði, stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki, sem þeim finnst koma til greina.
Umhverfisviðurkenningarnar eru síðan afhentar á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Umhverfisviðurkenningar 2021
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Listasal Mosfellsbæjar.
Að þessu sinni barst fjöldi tilnefninga um fallega garða sem umhverfisnefnd lagði mat sitt á. Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrði veitt viðurkenning til eins aðila fyrir fallegan garð.
Elfa Huld Haraldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel skipulagðan garð að Einiteig 9 þar sem lögð er áhersla á fallegt umhverfi og hönnun, bæði að innan og utan.
Fyrri umhverfisviðurkenningar
Umhverfisviðurkenningar 2020
Umhverfisviðurkenningar 2019
Umhverfisviðurkenningar 2018
Umhverfisviðurkenningar 2017
Umhverfisviðurkenningar 2016
Umhverfisviðurkenningar 2015
Umhverfisviðurkenningar 2014
Umhverfisviðurkenningar 2013
Umhverfisviðurkenningar 2012
Umhverfisviðurkenningar 2011
Umhverfisviðurkenningar 2010
Umhverfisviðurkenningar 2009
Umhverfisviðurkenningar 2008