Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlega viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað framúr í umhverfismálum á árinu að mati nefndarinnar.
Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefningar um þá einstaklinga, garða, götur, svæði, stofnanir, félagasamtök eða fyrirtæki, sem þeim finnst koma til greina.
Umhverfisviðurkenningarnar eru síðan afhentar á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Umhverfisviðurkenningar 2023
Hjarðarland 6
Sara Rún Róbertsdóttir og Kristinn Ingi Hrafnsson fá viðurkenningu fyrir fallegan garð við einbýlishús þar sem garðurinn er fjölbreyttur, fallegur ævintýraheimur sem gaman er að skoða.
Vefarastræti 16-22
Viðurkenning fyrir fallegt fjölbýli með fallegan og vel hirtan garð með snyrtilegum leikvelli. Formaður húsfélagsins Kristján Imsland tók við viðurkenningunni.
Mosskógar
Fyrirtæki til fyrirmyndar. Flott framtak við rekstur útimarkaðar og góð aðstaða fyrir ferðamenn. Jón Jóhannsson tók á móti viðurkenningunni.
Dalsgarður
Fyrirtæki til fyrirmyndar. Framfarir, áhersla á ræktun blóma og sumarblóma, sem og umhverfismál. Gísli Jóhannsson tók á móti viðurkenningunni.
Plokkari ársins 2023
Garðar Smárason
Garðar hefur plokkað síðan 2007 og fer á hverjum morgni og tínir upp bæði rusl í miklu magni og skilagjaldskyldar umbúðir.
Tré ársins 2023
Sitkagreini (Picea sitchensis) – Álafossveg 10
Líklega gróðursett um 1950. Tréið var upprunalega á einkalóð en tilheyrir núna bæjarlandi. Það er 17,5m og þykir ekki hávaxið en það er 71cm í þvermál sem þykir mjög svert fyrir þessa tegund hér á landi. Tréið er fallegt, heilbrigt og hefur alla möguleika til að stækka talsvert.
Fyrri umhverfisviðurkenningar
Umhverfisviðurkenningar 2022
Umhverfisviðurkenningar 2021
Umhverfisviðurkenningar 2020
Umhverfisviðurkenningar 2019
Umhverfisviðurkenningar 2018
Umhverfisviðurkenningar 2017
Umhverfisviðurkenningar 2016
Umhverfisviðurkenningar 2015
Umhverfisviðurkenningar 2014
Umhverfisviðurkenningar 2013
Umhverfisviðurkenningar 2012
Umhverfisviðurkenningar 2011
Umhverfisviðurkenningar 2010
Umhverfisviðurkenningar 2009
Umhverfisviðurkenningar 2008