Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar veit­ir ár­lega við­ur­kenn­ing­ar til þeirra sem tald­ir eru hafa skarað framúr í um­hverf­is­mál­um á ár­inu að mati nefnd­ar­inn­ar.


Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar 2024

Um­hverf­is­nefnd ósk­ar eft­ir til­nefn­ing­um frá al­menn­ingi vegna um­hverfis­við­ur­kenn­inga Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2024.

Flokk­arn­ir eru eft­ir­far­andi:

  • Fal­leg­ir einka­garð­ar
  • Fjöl­býl­is­húsagarð­ur
  • Fyr­ir­tæki til fyr­ir­mynd­ar
  • Plokk­ari árs­ins
  • Ein­staklings­átak árs­ins
  • Tré árs­ins
  • Snyrti­leg­asta gat­an

Til­nefn­ing­ar skal senda ra­f­rænt á Mínum síðum fyr­ir 6. ág­úst 2024.


Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar 2023

Hjarð­ar­land 6

Sara Rún Róbertsdóttir og Kristinn Ingi Hrafnsson fá viðurkenningu fyrir fal­leg­an garð við ein­býl­is­hús þar sem garð­ur­inn er fjöl­breytt­ur, fal­leg­ur æv­in­týra­heim­ur sem gam­an er að skoða.

Vefara­stræti 16-22

Við­ur­kenn­ing fyr­ir fal­legt fjöl­býli með fal­leg­an og vel hirt­an garð með snyrti­leg­um leik­velli. Formað­ur hús­fé­lags­ins Kristján Ims­land tók við við­ur­kenn­ing­unni.

Mos­skóg­ar

Fyr­ir­tæki til fyr­ir­mynd­ar. Flott fram­tak við rekst­ur úti­mark­að­ar og góð að­staða fyr­ir ferða­menn. Jón Jó­hanns­son tók á móti við­ur­kenn­ing­unni.

Dals­garð­ur

Fyr­ir­tæki til fyr­ir­mynd­ar. Fram­far­ir, áhersla á rækt­un blóma og sum­ar­blóma, sem og um­hverf­is­mál. Gísli Jó­hanns­son tók á móti við­ur­kenn­ing­unni.


Plokk­ari árs­ins 2023

Garð­ar Smára­son

Garð­ar hef­ur plokk­að síð­an 2007 og fer á hverj­um morgni og tín­ir upp bæði rusl í miklu magni og skila­gjald­skyld­ar um­búð­ir.


Tré árs­ins 2023

Sitka­greini (Picea sitchens­is) – Ála­foss­veg 10

Líklega gróð­ur­sett um 1950. Tré­ið var upp­runa­lega á einka­lóð en til­heyr­ir núna bæj­ar­landi. Það er 17,5m og þyk­ir ekki há­vax­ið en það er 71cm í þver­mál sem þyk­ir mjög svert fyr­ir þessa teg­und hér á landi. Tré­ið er fal­legt, heil­brigt og hef­ur alla mögu­leika til að stækka tals­vert.


Fyrri umhverfisvið­ur­kenn­ing­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00