Tilnefndir voru sjö garðar og tvö fyrirtæki. Eftir mikla yfirlegu og heimsóknir á alla staðina var umhverfisnefnd Mosfellsbæjar sammála um að umhverfisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2009 skyldu hljóta að þessu sinni:
Svöluhöfði 11
Hjónin Margrét Ragnarsdóttir og Sigurður H. Þórólfsson, fyrir stílhreinan og fallegan garð að Svöluhöfða 11.
Dalatangi 7
Hólmfríður Díana Magnúsdóttir fyrir fallegan og vel skipulagðan garð að Dalatanga 7 þar sem umhirða gróðurs er til fyrirmyndar.
Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar og Réttingaverkstæði Jóns B.
Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar og Réttingaverkstæði Jóns B. fyrir áherslu á umhverfismál og snyrtilegt umhverfi að Flugumýri.
Allir verðlaunahafar þóttu vel að verðlaununum komnir og fengu að launum vænan blómvönd, skrautritað viðurkenningarskjal og viðurkenningaskjöld til að festa á hús sitt.