Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Um­hverfis­við­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2022 voru af­hent­ar við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði.

Um­hverf­is­nefnd veitti í ár fjór­ar við­ur­kenn­ing­ar auk þess sem tré árs­ins var val­ið.

Súlu­höfði 31

Anna M. Hösk­ulds­dótt­ir og Gunn­ar Kristjáns­son fá við­ur­kenn­ingu fyr­ir fal­leg­an og fjöl­skrúð­ug­an garð að Súlu­höfða 31.

Dala­tangi 6

Ragn­heið­ur Þ. Waage og Val­geir Jónasson fá við­ur­kenn­ingu fyr­ir fal­leg­an garð að Dala­tanga 6 þar sem hug­að er að smá­at­rið­um.

Reykja­dal­ur 2

Bára Sig­urð­ar­dótt­ur og Guð­laug Sig­urð­ar­dótt­ir fá við­ur­kenn­ingu fyr­ir fal­leg­an og rót­gró­inn garð að Reykja­dal 2.

KFC

Veit­inga­stað­ur KFC í Mos­fells­bæ fær við­ur­kenn­ingu fyr­ir sér­lega fal­lega að­komu og snyrti­lega um­hirðu lóð­ar.


Tré árs­ins 2022

Ala­ska­ösp – Reykja­byggð 30

Ala­ska­ösp (Pop­ulus trichocarpa) á ætt­ir sín­ar að rekja til Alaska og með vest­ur­strönd Norð­ur – Am­er­íku. Öspin er ná­skyld víði­teg­und­um sem eru rækt­að­ar víða á Ís­landi. Ala­ska­öspin get­ur orð­ið mjög há planta en á Ís­landi er hæsta plant­an um 20 m. há. Öspin er ein­stak­lega harð­gert og hrað­vaxta tré sem veit­ir mörg­um Ís­lend­ing­um gott skjól.

Öspin sem stend­ur við Reykja­byggð 30 er tign­ar­leg með stóra fal­lega og heil­brigða krónu. Öspin gef­ur um­hverf­inu hlý­lega ásýnd og vek­ur at­hygli þeg­ar keyrt er inn Reykja­byggð­ina.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00