Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 voru afhentar við hátíðlega athöfn í Listasal Mosfellsbæjar.
Að þessu sinni barst fjöldi tilnefninga um fallega garða sem umhverfisnefnd lagði mat sitt á. Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrði veitt viðurkenning til eins aðila fyrir fallegan garð.
Elfa Huld Haraldsdóttir
Elfa fékk viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og vel skipulagðan garð að Einiteig 9 þar sem lögð er áhersla á fallegt umhverfi og hönnun, bæði að innan og utan.