Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Alls bár­ust um 24 til­nefn­ing­ar að þessu sinni og sá um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar um að heim­sækja þau svæði sem til­nefnd voru og velja úr til­nefn­ing­um.

Þeir garð­ar sem fengu við­ur­kenn­ingu:

Kvísl­artunga 3

Um er að ræða ný­leg­an garð í nýju hverfi í Leir­vogstungu. Garð­ur­inn er op­inn og bjart­ur, og er sér­lega vel skipu­lagð­ur. Gróð­ur er fjöl­breytt­ur og um­hirða til fyr­ir­mynd­ar. Jafn­framt er lögð áhersla á nota­gildi garðs­ins og hafa eig­end­ur m.a. kom­ið sé upp ma­t­jurt­argarði og litl­um kofa sem hvoru tveggja fell­ur sér­lega vel að um­hverf­inu. Sér­staka at­hygli vakti hversu íbú­um hef­ur tek­ist vel að gera garð­inn glæsi­leg­an á skömm­um tíma í þessu nýja hverfi bæj­ar­ins.

Arn­ar­tangi 51

Garð­ur­inn við Arn­ar­tanga þótti sér­lega fal­leg­ur og hlý­leg­ur þótt rými sé tak­markað. Garð­ur­inn er mjög gróð­ur­mik­ill en þann­ig skipu­lagð­ur að rým­ið er vel nýtt þann­ig að hver planta fær að njóta sín. Um­hirða gróð­urs er til fyr­ir­mynd­ar og lóð­inni vel við hald­ið.

Þau fyr­ir­tæki sem hlutu við­ur­kenn­ingu:

Reykjalund­ur

Reykjalund­ur, end­ur­hæf­ing­ar­mið­stöð SÍBS, hlýt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir sér­lega snyrti­legt og vel hirt um­hverfi og lóð sem hef­ur ver­ið til fyr­ir­mynd­ar í ára­tugi. Svæð­ið er gríð­ar­lega stórt og um­fangs­mik­ið en for­svars­mönn­um hef­ur með elju­semi tek­ist að við­halda sér­lega fal­legu og snyrti­legu um­hverfi. Reykjalund­ur fékk áður við­ur­kennn­ingu árið 1997 og hef­ur lóð og ná­grenni stofn­un­ar­inn­ar ver­ið sér­lega glæsi­legt og vel hirt all­ar göt­ur síð­an.

Varmár­skóli

Varmár­skóli hlýt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir sér­staka áherslu á um­hverf­is­mennt í innra starfi þar sem starfs­fólk og nem­end­ur hafa náð að nýta nátt­úr­una og um­hverfi skól­ans í kennslu.

Varmár­skóli fékk sér­stök hvatn­ing­ar­verð­laun hjá um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar árið 2009 og sama ár hóf skól­inn mark­vissa vinnu við að fá græn­fána­vott­un með þát­töku í verk­efn­inu „Skól­ar á grænni grein“. Varmár­skóli fékk græn­fána­vott­un í maí 2012 og er lögð mik­il áherslu á flokk­un úr­gangs og end­ur­vinnslu með­al starfs­fólks og nem­enda, auk þess sem skól­inn hef­ur sett sér stefnu í um­hverf­is­mál­um.

Varmár­skóli er fyrsti skól­inn í Mos­fells­bæ sem tek­ur á móti þess­ari al­þjóð­legu við­ur­kenn­ingu fyr­ir góða frammi­stöðu í mennt­un til sjálf­bærr­ar þró­unn­ar og fyr­ir að efla og bæta um­hverf­is­mál inn­an skól­ans og nærsam­fé­lags­ins.

Varmár­skóli hef­ur kom­ið sér upp glæsi­legu úti­kennslu­svæði neð­an við íþrótta­hús­ið við Varmá og ver­ið leið­andi í úti­námi í Mos­fells­bæ.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00