Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Um­hverf­is­nefnd ákvað að í ár yrðu veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir fal­leg­an garð og til þriggja ein­stak­linga sem hafa skarað fram úr í um­hverf­is­mál­um.

Ás­dís Hann­es­dótt­ir og Jón Ólaf­ur Hall­dórs­son

Fá við­ur­kenn­ingu fyr­ir fal­leg­an garð að Hamra­tanga 8. Þar er blandað skemmti­lega sam­an gróðri og hönn­un, að­koma er sér­stak­lega snyrti­leg og tak­markað svæði er ein­stak­lega vel nýtt.

Andrés Arn­alds

Andrés er virt­ur fræði­mað­ur á sviði land­græðslu­mála og hef­ur lengi lát­ið sig varða um­hverf­is­mál í Mos­fells­bæ. Með­al ann­ars starf­aði hann mik­ið í grasrót­ar­sam­tök­un­um Mosa sem sinnti upp­græðslu og öðr­um um­hverf­is­mál­um í Mos­fells­bæ.

Ólaf­ur Arn­alds og Ása L. Ara­dótt­ir

Hjón­in hafa starfað sem pró­fess­or­ar við Land­bún­að­ar­há­skól­ann á Hvann­eyri um langt skeið og miðlað þar sinni þekk­ingu á um­hverf­is­mál­um á fag­leg­an hátt. Bókin Að lesa og lækna land­ið kom út í fyrra og þar eru góð­ar leið­bein­ing­ar um hvern­ig hægt er að hlúa að rösk­uðu landi.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00