Umhverfisnefnd ákvað að í ár yrðu veittar viðurkenningar fyrir fallegan garð og til þriggja einstaklinga sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum.
Ásdís Hannesdóttir og Jón Ólafur Halldórsson
Fá viðurkenningu fyrir fallegan garð að Hamratanga 8. Þar er blandað skemmtilega saman gróðri og hönnun, aðkoma er sérstaklega snyrtileg og takmarkað svæði er einstaklega vel nýtt.
Andrés Arnalds
Andrés er virtur fræðimaður á sviði landgræðslumála og hefur lengi látið sig varða umhverfismál í Mosfellsbæ. Meðal annars starfaði hann mikið í grasrótarsamtökunum Mosa sem sinnti uppgræðslu og öðrum umhverfismálum í Mosfellsbæ.
Ólafur Arnalds og Ása L. Aradóttir
Hjónin hafa starfað sem prófessorar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri um langt skeið og miðlað þar sinni þekkingu á umhverfismálum á faglegan hátt. Bókin Að lesa og lækna landið kom út í fyrra og þar eru góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að hlúa að röskuðu landi.