Oddgeir Þór Árnason
Oddgeir fékk viðurkenningu fyrir góð störf að skógræktarmálum í Mosfellsbæ um margra ára skeið. Oddgeir sem starfaði áður sem garðyrkjustjóri í Mosfellsbæ hefur ávallt lagt mikla áherslu á skógrækt og uppgræðslu í sveitarfélaginu, gróðursetti skjólgróður víða um bæ á svæðum sem margir töldu ómögulegt að rækta tré og kom að uppgræðslu á melum í Ullarnesbrekkum. Hann hefur einnig haft mikinn áhuga á umhverfismálum í bænum og hefur sinnt þeim af alúð.
Helga Herlufsen og Guðmundur Sigurðsson
Helga og Guðmundur fengu viðurkenningu fyrir sérlega fallegan og fjölskrúðugan garð að Bugðutanga 7 sem finnst hefur verið af mikilli natni um langt skeið.
Garðurinn er einskonar lystigarður og ber merki mikillar ástríðu við umhirðu gróðurs og virðingu fyrir umhverfinu.